Eiður Smári: „Verðum að hætta að bjóða sjálfum okkur upp á að gera okkur lífið svona erfitt“ Árni Jóhansson skrifar 11. ágúst 2022 21:00 Fjalar Þorgeirsson og Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfair FH. Vísir/Diego Þjálfara FH, Eið Smára Guðjohnsen, var skiljanlega létt eftir að hans menn náðu að klára verkefnið í kvöld þegar liðið lagði Kórdrengi 2-4 í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hann var ánægður með ýmislegt í kvöld en biðlaði til sinna manna hætta að koma sér í klandur. „Léttir? Já. Auðvitað. Við ætluðum okkur áfram í þessari keppni en við gerðum okkur erfitt fyrir ef ég á að segja alveg eins og er. Við sýndum þó að það braut okkur ekki á bak aftur. Við komum til baka, héldum ró okkar, betur en við höfum gert undanfarnar vikur en þetta er aldrei auðvelt. Alveg sama hver mótherjinn er“, sagði Eiður þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningum sínum eftir leikinn og hvort honum væri ekki létt. Hann var næst spurður hver skilaboðin voru í hálfleik til sinna manna. Þeir gerðu sér erfitt fyrir en það sem Eiður lagði upp með hefur gengið eftir. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og við verðum að hætta að bjóða sjálfum okkur upp með að gera okkur lífið svona erfitt. Það sem ég lagði mest upp með var að hreyfa boltann eins mikið og við getum. Helst of margar sendingar, aðeins að yfirspila, þannig myndum við drepa tempóið í leiknum og þá myndi markið koma að sjálfum sér. Sem það gerði.“ Steven Lennon gerði þrennu í leiknum. Hann sýndi gæði sín í því að vera réttur maður á réttum stað og klára færin sín í dag og Eiður var spurður hvort það væri ekki þægilegt að eiga hann inni. „Kominn tími á að hann sprakk út“, sagði Eiður og hló við áður en hann hélt áfram: „Eins og ég hef alltaf sagt, Lenny er ennþá sami leikmaðurinn sem ég þjálfaði fyrir tveimur árum. Hann þarf bara að halda áfram.“ Eiður var neyddur í að gera tvöfalda breytingu í hálfleik en Eggert Gunnþór tognaði í lok hálfleiksins en einnig var Gunnari Nielsen, markverði, skipt út. Eiður var spurður að því hver pælingin hafi verið á bakvið þá breytingu. „Gunnar er með smávægileg meiðsli. Mér fannst ekki vera 100 prósent og þá vorum við bara óhræddir við að gera þá breytingu.“ Að lokum var Eiður spurður hvað þessi sigur gæfi FH. „Hann gefur okkur það að við erum komnir í undanúrslit í bikarnum. Við leggjum þessa keppni til hliðar núna, tímabundið og förum í stríð út í Eyjum á sunnudaginn.“ Mjólkurbikar karla FH Fótbolti Íslenski boltinn Kórdrengir Tengdar fréttir Leik lokið: Kórdrengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í fyrri hálfleik og FH fer í undanúrslit Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim. 11. ágúst 2022 20:10 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
„Léttir? Já. Auðvitað. Við ætluðum okkur áfram í þessari keppni en við gerðum okkur erfitt fyrir ef ég á að segja alveg eins og er. Við sýndum þó að það braut okkur ekki á bak aftur. Við komum til baka, héldum ró okkar, betur en við höfum gert undanfarnar vikur en þetta er aldrei auðvelt. Alveg sama hver mótherjinn er“, sagði Eiður þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningum sínum eftir leikinn og hvort honum væri ekki létt. Hann var næst spurður hver skilaboðin voru í hálfleik til sinna manna. Þeir gerðu sér erfitt fyrir en það sem Eiður lagði upp með hefur gengið eftir. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og við verðum að hætta að bjóða sjálfum okkur upp með að gera okkur lífið svona erfitt. Það sem ég lagði mest upp með var að hreyfa boltann eins mikið og við getum. Helst of margar sendingar, aðeins að yfirspila, þannig myndum við drepa tempóið í leiknum og þá myndi markið koma að sjálfum sér. Sem það gerði.“ Steven Lennon gerði þrennu í leiknum. Hann sýndi gæði sín í því að vera réttur maður á réttum stað og klára færin sín í dag og Eiður var spurður hvort það væri ekki þægilegt að eiga hann inni. „Kominn tími á að hann sprakk út“, sagði Eiður og hló við áður en hann hélt áfram: „Eins og ég hef alltaf sagt, Lenny er ennþá sami leikmaðurinn sem ég þjálfaði fyrir tveimur árum. Hann þarf bara að halda áfram.“ Eiður var neyddur í að gera tvöfalda breytingu í hálfleik en Eggert Gunnþór tognaði í lok hálfleiksins en einnig var Gunnari Nielsen, markverði, skipt út. Eiður var spurður að því hver pælingin hafi verið á bakvið þá breytingu. „Gunnar er með smávægileg meiðsli. Mér fannst ekki vera 100 prósent og þá vorum við bara óhræddir við að gera þá breytingu.“ Að lokum var Eiður spurður hvað þessi sigur gæfi FH. „Hann gefur okkur það að við erum komnir í undanúrslit í bikarnum. Við leggjum þessa keppni til hliðar núna, tímabundið og förum í stríð út í Eyjum á sunnudaginn.“
Mjólkurbikar karla FH Fótbolti Íslenski boltinn Kórdrengir Tengdar fréttir Leik lokið: Kórdrengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í fyrri hálfleik og FH fer í undanúrslit Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim. 11. ágúst 2022 20:10 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Leik lokið: Kórdrengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í fyrri hálfleik og FH fer í undanúrslit Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim. 11. ágúst 2022 20:10