Cheaters: Framhjáhaldarar á sprettinum Heiðar Sumarliðason skrifar 13. ágúst 2022 08:13 Á flugvelli í Finnlandi kynnast þessi tvö. Sex þættir af bresku gamanþáttaröðinni Cheaters duttu inn á Stöð 2+ í byrjun viku. Þeir fjalla um Fola og Josh sem hittast fyrir tilviljun á flugvelli í Helsinki þegar fluginu þeirra til London er frestað vegna veðurs. Fyrstu kynnin eru neikvæð og Fola virðist með allt á hælum sér. Hún er dónaleg og fráhrindandi, á meðan Josh er frekar góður gaur. Þau hittast svo á hótelbar um kvöldið en eftir nokkra drykki lætur Fola varnirnar falla og þau Josh ná tengingu. Við komumst að því að Josh hafði flúið af hólmi og hoppað upp í flugvél þegar hann komst að því að kærastan hans Esther hélt framhjá honum með samstarfsfélaga. Samstarfsfélaginn er reyndar kona, sem Esther finnst draga úr alvarleikanum, á meðan Josh er ekki á sama máli. Í ölvunarástandi sínu finnst Josh ekkert að því að sofa hjá Fola, þar sem kærastan hans er nýbúin að gera honum nákvæmlega það sama. Þegar geislar sólar skína svo inn um glugga hótelherbergisins daginn eftir er Josh kýldur í magann af þynnkubömmernum. Hvað hefur hann gert? Fola og Josh í bólinu. Einnig áttar hann sig á því að Fola er sjálf gift, henni finnst þetta þó ekki svo mikið mál. Þau kveðjast svo á flugvellinum í London, fara í sitthvora áttina og telja sig laus við hvort annað. Svo er þó aldeilis ekki, þegar Fola kemur heim í leigubíl er Josh sjálfur að renna í hlaðið. Upp úr kafinu kemur að Fola er nýflutt inn í húsið beint á móti heimili Josh. Því líður ekki að löngu þar til að þau standa úti á gangstétt með mökum sínum sem telja sig einungis vera að kynna sig fyrir nýjum nágrönnum. Aðeins sex þættir Þetta er upphafið að frekar góðri söguvél sem heldur spennu gangandi, sérstaklega þar sem makarnir eru báðir frekar spenntir fyrir þessum nýju nágrönnum og því er sífellt verið að demba Josh og Fola saman í vandræðalegar kringumstæður. Höfundur þáttarðarinnar er Oliver Lyttelton. Ég hugsaði strax; já þekkta leikskáldið Oliver Lyttelton. Þegar ég skoðaði feril hans sá ég að þetta er hans fyrsta verk, fyrir utan eina stuttmynd. Því næst fattaði ég að Lyttelton er ekki eftirnafn þekkts leikskálds heldur eitt af sviðum í breska þjóðleikhúsins. Josh og Esther. Cheaters er virkilega frambærileg gamanþáttaröð, þó eilítill nýliða-/losarabragur sé stundum á henni. Fyrsti þátturinn í samhengi við þá næstu minnir mig eilítið á byrjunina á Friends, þar sem sumar persónurnar voru ómótaðar. Joey er t.d. allt allt annar karakert í fyrsta þætti en úr varð. Hér á það helst við um Esther sem verður meira kjánaleg í síðari þáttunum heldur en í þeim fyrstu, eins og hún sé ekki alveg sama persónan. Þetta er eitthvað sem gerist oftast ekki í breskum þáttaröðum, þar sem þær eru ávallt mun styttri en þær bandarísku og verður því að vera búið að fullmóta persónur þegar tökuvélar rúlla. Þegar tökur á t.d. Friends hófust, voru hins vegar framundan upptökur á 24 þáttum til viðbótar og nóg rúm fyrir þróun, á meðan breskar þáttaraðir eru oftast aðeins sex þættir hver. Þessi sex þátta sprettur gerir það að verkum að persónurnar ná ekki allar að skína og t.d. hefði ég viljað vita meira um Zack, eiginmann Fola. Þáttaröðin endar á einskonar „cliffhanger“ sem æpir á framhald, þó ég hafi ekkert fundið við netleit um að BBC hafi gefið grænt ljós á framhald. Ég væri hins vegar til í að sjá meira. Joshua McGuire er stjarna Með hlutverk Josh fer kunnuglegt andlit, Joshua McGuire, sem lék Angus í Netflix þáttunum Lovesick. Þar var hann í svona „comic relief“ hlutverki en er hér látinn bera framvinduna uppi. Honum ferst það vel úr hendi, enda ekki annað hægt en að þykja vænt um þennan litla gaur. Hann er límið sem heldur þáttaröðinni saman og þó persónurnar séu margar og þáttaröðin einskonar „ensamble“ líkt og Friends, eru persónurnar sem raðað er í kringum Josh ekki beint einhverjir Chandlerar og Monicur. Joshua í hlutverki sínu í Lovesick. Það er reyndar eilítið fyndið að Zack á að vera bandarískur, sem ég áttaði mig þó ekki á fyrr en hann sagði það. Ég taldi hann Breta, líkt og hinar persónurnar. Það er sennilega vegna þess að Jack Fox, sem leikur hann, næstum æpir á mann að hann er breskur, það alveg hreint lekur af honum. Það er í raun voða fátta bandarískt við hann. Hreimurinn er eiginlega hvorki bandarískur né breskur. Var virkilega ekki hægt að finna bandarískan leikara í hlutverkið? Spes. Fola og Zack á barnum. Fola er leikin af Susan Wokoma, sem hefur verið nokkuð áberandi á Netflix undanfarin misseri. Hún lék t.d. annað aðalhlutverkið í Crazyhead og Cynthiu í þáttaröðinni Chewing Gum. Hún stendur sig vel, þó persónan sé full fráhrindandi og persónulega hefði ég þegið það að hafa meira samúð með Fola. Callie Cooke, sem leikur hina brokkgengu Esther, er rísandi stjarna í bresku sjónvarpi, sem sífellt er að fá stærri hlutverk og er hér í sinni fyrstu burðarrullu. Hún er mögulega veikasti hlekkurinn, ekki alltaf sannfærandi, stundum eilítið eins og teiknimyndapersóna frekar en raunverulega manneskja af holdi og blóði. Sennilega hefði verið betra að tóna leikinn eilítið niður. Smá tuð í lokin Heilt yfir er Cheaters þó burðug frumraun frá nýrri rödd, en Lyttleton virðist kominn til að vera þar sem von er á nýrri þáttaröð frá honum, Wedding Season, sem Hulu frumsýnir í september. Hvenær eða hvort hún rekur á okkar strandir er aldrei að vita. Og smá utanbrautar nöldur, fyrst ég er farinn að tala um streymisveitur. Það virðist ganga alveg ótrúlega brösuglega hjá sumum þessara veita að opna fyrir strauminn til okkar á Íslandi. Hulu seríur koma stundum á Disney+, en oft fáum við þær bara ekki neitt. Svo bárust fréttir þess efnis í síðasta mánuði að búið væri að svíkja okkur um komu HBO-Max, sem átti að opna fyrir hér á landi síðar á þessu ári. Engar upplýsingar fylgja þessum fregnum um hvenær er þá von á Maxinu. Og hvað er málið með Apple TV+? Eftir hverju er verið að bíða? Það þarf vart að gera meira en að ýta á einn takka til að opna fyrir það hjá okkur, enda á Apple réttinn á öllu sínu efni og engir samningar við aðrar sjónvarpsstöðvar að þvælast fyrir. Því erum við að horfa upp á mikið magn frábærra þáttaraða, bæði frá Apple og HBO, sem enginn annar hér á landi má sýna og áhorfendur geta ekki nálgast löglega, þrátt fyrir einskæran vilja til að greiða fyrir. Spes. Niðurstaða: Höfundurinn hefði virkilega þurft á fleiri þáttum að halda til að vinna betur með persónurnar, því full hratt er farið yfir sögu. Cheaters er þó skemmileg þáttaröð og gott efni ef maður vill slökkva á heilanum í 25 mínútur. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Fyrstu kynnin eru neikvæð og Fola virðist með allt á hælum sér. Hún er dónaleg og fráhrindandi, á meðan Josh er frekar góður gaur. Þau hittast svo á hótelbar um kvöldið en eftir nokkra drykki lætur Fola varnirnar falla og þau Josh ná tengingu. Við komumst að því að Josh hafði flúið af hólmi og hoppað upp í flugvél þegar hann komst að því að kærastan hans Esther hélt framhjá honum með samstarfsfélaga. Samstarfsfélaginn er reyndar kona, sem Esther finnst draga úr alvarleikanum, á meðan Josh er ekki á sama máli. Í ölvunarástandi sínu finnst Josh ekkert að því að sofa hjá Fola, þar sem kærastan hans er nýbúin að gera honum nákvæmlega það sama. Þegar geislar sólar skína svo inn um glugga hótelherbergisins daginn eftir er Josh kýldur í magann af þynnkubömmernum. Hvað hefur hann gert? Fola og Josh í bólinu. Einnig áttar hann sig á því að Fola er sjálf gift, henni finnst þetta þó ekki svo mikið mál. Þau kveðjast svo á flugvellinum í London, fara í sitthvora áttina og telja sig laus við hvort annað. Svo er þó aldeilis ekki, þegar Fola kemur heim í leigubíl er Josh sjálfur að renna í hlaðið. Upp úr kafinu kemur að Fola er nýflutt inn í húsið beint á móti heimili Josh. Því líður ekki að löngu þar til að þau standa úti á gangstétt með mökum sínum sem telja sig einungis vera að kynna sig fyrir nýjum nágrönnum. Aðeins sex þættir Þetta er upphafið að frekar góðri söguvél sem heldur spennu gangandi, sérstaklega þar sem makarnir eru báðir frekar spenntir fyrir þessum nýju nágrönnum og því er sífellt verið að demba Josh og Fola saman í vandræðalegar kringumstæður. Höfundur þáttarðarinnar er Oliver Lyttelton. Ég hugsaði strax; já þekkta leikskáldið Oliver Lyttelton. Þegar ég skoðaði feril hans sá ég að þetta er hans fyrsta verk, fyrir utan eina stuttmynd. Því næst fattaði ég að Lyttelton er ekki eftirnafn þekkts leikskálds heldur eitt af sviðum í breska þjóðleikhúsins. Josh og Esther. Cheaters er virkilega frambærileg gamanþáttaröð, þó eilítill nýliða-/losarabragur sé stundum á henni. Fyrsti þátturinn í samhengi við þá næstu minnir mig eilítið á byrjunina á Friends, þar sem sumar persónurnar voru ómótaðar. Joey er t.d. allt allt annar karakert í fyrsta þætti en úr varð. Hér á það helst við um Esther sem verður meira kjánaleg í síðari þáttunum heldur en í þeim fyrstu, eins og hún sé ekki alveg sama persónan. Þetta er eitthvað sem gerist oftast ekki í breskum þáttaröðum, þar sem þær eru ávallt mun styttri en þær bandarísku og verður því að vera búið að fullmóta persónur þegar tökuvélar rúlla. Þegar tökur á t.d. Friends hófust, voru hins vegar framundan upptökur á 24 þáttum til viðbótar og nóg rúm fyrir þróun, á meðan breskar þáttaraðir eru oftast aðeins sex þættir hver. Þessi sex þátta sprettur gerir það að verkum að persónurnar ná ekki allar að skína og t.d. hefði ég viljað vita meira um Zack, eiginmann Fola. Þáttaröðin endar á einskonar „cliffhanger“ sem æpir á framhald, þó ég hafi ekkert fundið við netleit um að BBC hafi gefið grænt ljós á framhald. Ég væri hins vegar til í að sjá meira. Joshua McGuire er stjarna Með hlutverk Josh fer kunnuglegt andlit, Joshua McGuire, sem lék Angus í Netflix þáttunum Lovesick. Þar var hann í svona „comic relief“ hlutverki en er hér látinn bera framvinduna uppi. Honum ferst það vel úr hendi, enda ekki annað hægt en að þykja vænt um þennan litla gaur. Hann er límið sem heldur þáttaröðinni saman og þó persónurnar séu margar og þáttaröðin einskonar „ensamble“ líkt og Friends, eru persónurnar sem raðað er í kringum Josh ekki beint einhverjir Chandlerar og Monicur. Joshua í hlutverki sínu í Lovesick. Það er reyndar eilítið fyndið að Zack á að vera bandarískur, sem ég áttaði mig þó ekki á fyrr en hann sagði það. Ég taldi hann Breta, líkt og hinar persónurnar. Það er sennilega vegna þess að Jack Fox, sem leikur hann, næstum æpir á mann að hann er breskur, það alveg hreint lekur af honum. Það er í raun voða fátta bandarískt við hann. Hreimurinn er eiginlega hvorki bandarískur né breskur. Var virkilega ekki hægt að finna bandarískan leikara í hlutverkið? Spes. Fola og Zack á barnum. Fola er leikin af Susan Wokoma, sem hefur verið nokkuð áberandi á Netflix undanfarin misseri. Hún lék t.d. annað aðalhlutverkið í Crazyhead og Cynthiu í þáttaröðinni Chewing Gum. Hún stendur sig vel, þó persónan sé full fráhrindandi og persónulega hefði ég þegið það að hafa meira samúð með Fola. Callie Cooke, sem leikur hina brokkgengu Esther, er rísandi stjarna í bresku sjónvarpi, sem sífellt er að fá stærri hlutverk og er hér í sinni fyrstu burðarrullu. Hún er mögulega veikasti hlekkurinn, ekki alltaf sannfærandi, stundum eilítið eins og teiknimyndapersóna frekar en raunverulega manneskja af holdi og blóði. Sennilega hefði verið betra að tóna leikinn eilítið niður. Smá tuð í lokin Heilt yfir er Cheaters þó burðug frumraun frá nýrri rödd, en Lyttleton virðist kominn til að vera þar sem von er á nýrri þáttaröð frá honum, Wedding Season, sem Hulu frumsýnir í september. Hvenær eða hvort hún rekur á okkar strandir er aldrei að vita. Og smá utanbrautar nöldur, fyrst ég er farinn að tala um streymisveitur. Það virðist ganga alveg ótrúlega brösuglega hjá sumum þessara veita að opna fyrir strauminn til okkar á Íslandi. Hulu seríur koma stundum á Disney+, en oft fáum við þær bara ekki neitt. Svo bárust fréttir þess efnis í síðasta mánuði að búið væri að svíkja okkur um komu HBO-Max, sem átti að opna fyrir hér á landi síðar á þessu ári. Engar upplýsingar fylgja þessum fregnum um hvenær er þá von á Maxinu. Og hvað er málið með Apple TV+? Eftir hverju er verið að bíða? Það þarf vart að gera meira en að ýta á einn takka til að opna fyrir það hjá okkur, enda á Apple réttinn á öllu sínu efni og engir samningar við aðrar sjónvarpsstöðvar að þvælast fyrir. Því erum við að horfa upp á mikið magn frábærra þáttaraða, bæði frá Apple og HBO, sem enginn annar hér á landi má sýna og áhorfendur geta ekki nálgast löglega, þrátt fyrir einskæran vilja til að greiða fyrir. Spes. Niðurstaða: Höfundurinn hefði virkilega þurft á fleiri þáttum að halda til að vinna betur með persónurnar, því full hratt er farið yfir sögu. Cheaters er þó skemmileg þáttaröð og gott efni ef maður vill slökkva á heilanum í 25 mínútur.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira