Formaður knattspyrnudeildar Víkings ósáttur: „Eins óíþróttamannslegt og það verður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 09:30 Úr leik gærkvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Það var töluverður hiti í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld enda um að ræða liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Alls fóru tíu gul spjöld á loft, sem og eitt rautt, en þá var frammistaða boltasækjara leiksins einnig til umræðu. Leikur gærkvöldsins var gríðarlega mikilvægur fyrir stöðu mála í deildinni en með sigri hefði Breiðablik getað náð einkar góðri forystu á toppi deildarinnar. Liðið er vissulega enn með pálmann í höndum sér en Víkingar eiga leik til góða og gætu sett pressu á toppliðið fari svo að hann vinnist. Leikurinn í gær var litaður af því að bæði lið voru örþreytt eftir gríðarlegt álag undanfarnar vikur og erfiða Evrópuleiki á fimmtudaginn var. Það lýsti sér kannski best í því að Víkingar þurftu að gera tvær skiptingar í fyrri hálfleik vegna meiðsla á meðan Breiðablik missti einnig mann af velli og þurfti að gera aðra í hálfleik. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, nefndi þreytumerkin í viðtali eftir leik og þá sérstaklega að menn hefðu verið seinir í tæklingar og því um líkt vegna þess. Það sást á fjölda gulra spjalda sem fór á loft og þá fékk Damir Muminovic sitt annað gula spjald er hann virtist renna á vellinum. Þrátt fyrir allt þetta þá snerist umræðan á samfélagsmiðlinum Twitter um eitthvað allt annað, þar voru krakkarnir sem sækja boltann er hann fer út af í fyrirrúmi. Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings lét eftirfarandi ummæli falla: „Að nota boltasækjara á þennan hátt er eins óíþróttamannslegt og það verður. Vona að menn sem fyrirskipa þetta séu stoltir af sér.“ Að nota boltasækja á þennan hátt er eins óíþróttamannslegt og það verður. Vona að menn sem fyrirskipa þetta séu stoltir af sér.— Heimir Gunnlaugsson (@heimirg) August 15, 2022 Hörður Ágústsson, sem hefur meðal annars verið fjölmiðlafulltrúi á leikjum Víkings í sumar, svaraði: „Hrikalega vandræðalegt fyrir lið í Bestu Deildinni að haga sér svona.“ Þetta virðist hafa farið í taugarnar á einhverju stuðningsfólki þar sem bent hefur verið á að hinir ýmsu aðilar hafi látið miður falleg orð falla í stúkunni í garð þeirra krakka sem sinna starfi boltasækjara. „Tilgangslaust þetta boltasækjara-dæmi í Bestu. Krökkunum sagt að haga sér á þann hátt að mótherji heimaliðs tapi á að hafa þá og fá í staðinn hótanir um barsmíðar og orðbragð sem ekki er hafandi eftir, þetta eru 9-12 ára gömul börn! …breytingar takk,“ segir Stebba Sigurðardóttir á Twitter-síðu sinni. Tilgangslaust þetta boltasækja-dæmi í Bestu. Krökkunum sagt að haga sér á þann hátt að mótherhji heimaliðs tapi á að hafa þá og fá í staðinn hótanir um barsmíðar og orðbragð sem ekki er hafandi eftir, þetta eru 9-12 ára gömul börn! @footballiceland @bestadeildin breytingar takk— Stebba Sigurðardóttir (@StebbaSig) August 15, 2022 Það er spurning hvort brugðist verði við athæfi sem þessu en Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals, svaraði Stebbu og stakk einfaldlega upp á því að sama leið yrði farin og þegar kórónufaraldurinn lét sem hæst. Þá var boltunum einfaldlega komið fyrir á keilum meðfram vellinum og gæslumenn leiksins sáu um að skila boltum þangað sem fóru út af. Eftir leik gærkvöldsins er Breiðablik er á toppi Bestu deildarinnar með 39 stig eftir 17 leiki. Þar á eftir kemur KA með 33 og svo Víkingur með 31 en Íslandsmeistararnir eiga leik til góða. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr stórleik Breiðabliks og Víkings Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, mánudag. Um er að ræða topplið deildarinnar og svo ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þá fór rautt spjald á loft í síðari hálfleik. Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að neðan. 16. ágúst 2022 08:00 „Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. 15. ágúst 2022 22:07 „Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2022 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 1-1 | Jafnt í stórleiknum Breiðablik og Víkingur skildu jöfn, 1-1, í stórleik 17. umferðar Bestu deildar karla í kvöld. Sölvi Snær Guðbjargarson kom Blikum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Danijel Dean Djuric jafnaði fyrir Víkinga eftir rúman klukkutíma. 15. ágúst 2022 22:20 „Mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði“ Risaleikur Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld kemur strax í kjölfarið á Evrópuævintýrum liðanna. Þjálfarar liðanna fagna því. 15. ágúst 2022 14:01 Stórleikur sem bæði lið verða að vinna Í kvöld mæta Íslands og bikarmeistarar Víkings á Kópavogsvöll og mæta þar toppliði Bestu deildar karla. Um er að ræða þau tvö lið sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og voru framan af tímabili talin líklegust til afreka í sumar. Nú er komið annað hljóð í landann og þurfa bæði lið á sigri að halda þar sem bæði KA og Valur virðast allt í einu ætla að blanda sér í toppbaráttuna. 15. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Leikur gærkvöldsins var gríðarlega mikilvægur fyrir stöðu mála í deildinni en með sigri hefði Breiðablik getað náð einkar góðri forystu á toppi deildarinnar. Liðið er vissulega enn með pálmann í höndum sér en Víkingar eiga leik til góða og gætu sett pressu á toppliðið fari svo að hann vinnist. Leikurinn í gær var litaður af því að bæði lið voru örþreytt eftir gríðarlegt álag undanfarnar vikur og erfiða Evrópuleiki á fimmtudaginn var. Það lýsti sér kannski best í því að Víkingar þurftu að gera tvær skiptingar í fyrri hálfleik vegna meiðsla á meðan Breiðablik missti einnig mann af velli og þurfti að gera aðra í hálfleik. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, nefndi þreytumerkin í viðtali eftir leik og þá sérstaklega að menn hefðu verið seinir í tæklingar og því um líkt vegna þess. Það sást á fjölda gulra spjalda sem fór á loft og þá fékk Damir Muminovic sitt annað gula spjald er hann virtist renna á vellinum. Þrátt fyrir allt þetta þá snerist umræðan á samfélagsmiðlinum Twitter um eitthvað allt annað, þar voru krakkarnir sem sækja boltann er hann fer út af í fyrirrúmi. Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings lét eftirfarandi ummæli falla: „Að nota boltasækjara á þennan hátt er eins óíþróttamannslegt og það verður. Vona að menn sem fyrirskipa þetta séu stoltir af sér.“ Að nota boltasækja á þennan hátt er eins óíþróttamannslegt og það verður. Vona að menn sem fyrirskipa þetta séu stoltir af sér.— Heimir Gunnlaugsson (@heimirg) August 15, 2022 Hörður Ágústsson, sem hefur meðal annars verið fjölmiðlafulltrúi á leikjum Víkings í sumar, svaraði: „Hrikalega vandræðalegt fyrir lið í Bestu Deildinni að haga sér svona.“ Þetta virðist hafa farið í taugarnar á einhverju stuðningsfólki þar sem bent hefur verið á að hinir ýmsu aðilar hafi látið miður falleg orð falla í stúkunni í garð þeirra krakka sem sinna starfi boltasækjara. „Tilgangslaust þetta boltasækjara-dæmi í Bestu. Krökkunum sagt að haga sér á þann hátt að mótherji heimaliðs tapi á að hafa þá og fá í staðinn hótanir um barsmíðar og orðbragð sem ekki er hafandi eftir, þetta eru 9-12 ára gömul börn! …breytingar takk,“ segir Stebba Sigurðardóttir á Twitter-síðu sinni. Tilgangslaust þetta boltasækja-dæmi í Bestu. Krökkunum sagt að haga sér á þann hátt að mótherhji heimaliðs tapi á að hafa þá og fá í staðinn hótanir um barsmíðar og orðbragð sem ekki er hafandi eftir, þetta eru 9-12 ára gömul börn! @footballiceland @bestadeildin breytingar takk— Stebba Sigurðardóttir (@StebbaSig) August 15, 2022 Það er spurning hvort brugðist verði við athæfi sem þessu en Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals, svaraði Stebbu og stakk einfaldlega upp á því að sama leið yrði farin og þegar kórónufaraldurinn lét sem hæst. Þá var boltunum einfaldlega komið fyrir á keilum meðfram vellinum og gæslumenn leiksins sáu um að skila boltum þangað sem fóru út af. Eftir leik gærkvöldsins er Breiðablik er á toppi Bestu deildarinnar með 39 stig eftir 17 leiki. Þar á eftir kemur KA með 33 og svo Víkingur með 31 en Íslandsmeistararnir eiga leik til góða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr stórleik Breiðabliks og Víkings Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, mánudag. Um er að ræða topplið deildarinnar og svo ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þá fór rautt spjald á loft í síðari hálfleik. Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að neðan. 16. ágúst 2022 08:00 „Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. 15. ágúst 2022 22:07 „Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2022 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 1-1 | Jafnt í stórleiknum Breiðablik og Víkingur skildu jöfn, 1-1, í stórleik 17. umferðar Bestu deildar karla í kvöld. Sölvi Snær Guðbjargarson kom Blikum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Danijel Dean Djuric jafnaði fyrir Víkinga eftir rúman klukkutíma. 15. ágúst 2022 22:20 „Mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði“ Risaleikur Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld kemur strax í kjölfarið á Evrópuævintýrum liðanna. Þjálfarar liðanna fagna því. 15. ágúst 2022 14:01 Stórleikur sem bæði lið verða að vinna Í kvöld mæta Íslands og bikarmeistarar Víkings á Kópavogsvöll og mæta þar toppliði Bestu deildar karla. Um er að ræða þau tvö lið sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og voru framan af tímabili talin líklegust til afreka í sumar. Nú er komið annað hljóð í landann og þurfa bæði lið á sigri að halda þar sem bæði KA og Valur virðast allt í einu ætla að blanda sér í toppbaráttuna. 15. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr stórleik Breiðabliks og Víkings Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, mánudag. Um er að ræða topplið deildarinnar og svo ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þá fór rautt spjald á loft í síðari hálfleik. Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að neðan. 16. ágúst 2022 08:00
„Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. 15. ágúst 2022 22:07
„Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2022 22:22
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 1-1 | Jafnt í stórleiknum Breiðablik og Víkingur skildu jöfn, 1-1, í stórleik 17. umferðar Bestu deildar karla í kvöld. Sölvi Snær Guðbjargarson kom Blikum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Danijel Dean Djuric jafnaði fyrir Víkinga eftir rúman klukkutíma. 15. ágúst 2022 22:20
„Mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði“ Risaleikur Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld kemur strax í kjölfarið á Evrópuævintýrum liðanna. Þjálfarar liðanna fagna því. 15. ágúst 2022 14:01
Stórleikur sem bæði lið verða að vinna Í kvöld mæta Íslands og bikarmeistarar Víkings á Kópavogsvöll og mæta þar toppliði Bestu deildar karla. Um er að ræða þau tvö lið sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og voru framan af tímabili talin líklegust til afreka í sumar. Nú er komið annað hljóð í landann og þurfa bæði lið á sigri að halda þar sem bæði KA og Valur virðast allt í einu ætla að blanda sér í toppbaráttuna. 15. ágúst 2022 13:01