Átta leikja bann fyrir að stinga hönd á milli rasskinna andstæðings Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. ágúst 2022 23:01 Corey Norman verður ekki með í næstu átta leikjum Toulouse Olympique af frekar furðulegum ástæðum. NRL Photos via Getty Images Corey Norman, leikmaður franska rúgbíliðsins Toulouse Olympique, hefur verið dæmdur í átta leikja bann fyrir að stinga hönd á milli rasskinna andstæðings síns í leik gegn Warrington. Norman er gert að sök að hafa stungið hönd sinni á milli rasskinna Oliver Holmes í miðjum leik er botnlið Toulouse tapaði gegn Warrington síðastliðinn fimmtudag. Leikmaðurinn verður því ekki með liðinu það sem eftir lifir tímabils þar sem liðið á aðeins sex leiki eftir, en Toulouse er fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni. Norman hefur neitað sök í þessu furðulega máli, en þriggja manna nefnd á vegum deildarinnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi 31 árs leikmaður hafi „viljandi lagt hönd á milli rasskinna andstæðings,“ og því stendur bannið. Corey Norman learns his fate for the "deliberate placing of his hand and fingers on the buttocks" of an opponentSTORY: https://t.co/IhNje09I36 pic.twitter.com/ZQxIQw7RIU— Telegraph Sport (@telegraph_sport) August 16, 2022 „Myndbandsupptökur af atvikinu sýna að Corey Norman færir vinstri hönd sína viljandi yfir Oliver Holmes og þaðan á rasskinnar hans,“ segir í úrskurði nefndarinnar. „Myndbandsupptökurnar sýna einnig að Norman leggur höndina og fingur sína viljandi á milli rasskinna Holmes, sem í kjölfarið kallar fram snögg viðbrögð og kvartanir frá Holmes. Viðbrögð liðsfélaga Holmes, Danny Walker, og vitnisburður Holmes gera það að verkum að við höfum komist að þeirri niðurstöðu að Norman hafi viljandi stungið hönd sinni á milli rasskinna andstæðings síns og því stendur bannið.“ Norman mun ekki einungis þurfa að sitja af sér átta leikja bann því hann hefur einnig verið sektaður um fimmhundruð pund, sem samsvarar tæplega 84 þúsund krónum. Rugby Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Norman er gert að sök að hafa stungið hönd sinni á milli rasskinna Oliver Holmes í miðjum leik er botnlið Toulouse tapaði gegn Warrington síðastliðinn fimmtudag. Leikmaðurinn verður því ekki með liðinu það sem eftir lifir tímabils þar sem liðið á aðeins sex leiki eftir, en Toulouse er fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni. Norman hefur neitað sök í þessu furðulega máli, en þriggja manna nefnd á vegum deildarinnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi 31 árs leikmaður hafi „viljandi lagt hönd á milli rasskinna andstæðings,“ og því stendur bannið. Corey Norman learns his fate for the "deliberate placing of his hand and fingers on the buttocks" of an opponentSTORY: https://t.co/IhNje09I36 pic.twitter.com/ZQxIQw7RIU— Telegraph Sport (@telegraph_sport) August 16, 2022 „Myndbandsupptökur af atvikinu sýna að Corey Norman færir vinstri hönd sína viljandi yfir Oliver Holmes og þaðan á rasskinnar hans,“ segir í úrskurði nefndarinnar. „Myndbandsupptökurnar sýna einnig að Norman leggur höndina og fingur sína viljandi á milli rasskinna Holmes, sem í kjölfarið kallar fram snögg viðbrögð og kvartanir frá Holmes. Viðbrögð liðsfélaga Holmes, Danny Walker, og vitnisburður Holmes gera það að verkum að við höfum komist að þeirri niðurstöðu að Norman hafi viljandi stungið hönd sinni á milli rasskinna andstæðings síns og því stendur bannið.“ Norman mun ekki einungis þurfa að sitja af sér átta leikja bann því hann hefur einnig verið sektaður um fimmhundruð pund, sem samsvarar tæplega 84 þúsund krónum.
Rugby Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira