Skattakóngur fagnar gagnsæi og greiðir glaður skattinn Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2022 10:58 Magnús vonast eftir því að skattgreiðslur sínar nýtist öðrum. LS Retail Magnús Steinarr Norðdahl, fyrrverandi forstjóri LS Retail, var launahæsti Íslendingurinn árið 2021 samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hann vonast til þess að skattgreiðslur hans nýtist öðrum og segir tilfinninguna vera góða. Magnús var með tæpar 118 milljónir króna á mánuði í launatekjur samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hann hætti sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail í október á síðasta ári er bandaríska fyrirtækið Aptos keypti fyrirtækið. Í kaupum Aptos fólst uppgjör kaupréttarsamninga við lykilstarfsmanna fyrirtækisins en þeir námu í heildina um þremur milljörðum króna. Í samtali við fréttastofu segir Magnús að samfélagslega tilfinningin tengd því að vera skattakóngur Íslands sé góð. Hann vonast til þess að greiðslur hans nýtist öðrum en skilur að fólk gæti litið hann illum augum, einn tekjuhæsta mann landsins. „Ég skil það svo sem alveg. Á móti kemur að ríkið og lífeyrissjóðirnir fá miklar tekjur af þessu. Síðan er alltaf jákvætt að borga skatta af öllu sem maður hefur tekjur af,“ segir Magnús. Það kom honum ekki á óvart að hann væri efstur í ár en hann bjóst við því að vera mjög ofarlega. Kveiðstu útgáfu Tekjublaðsins? „Ég kveið henni ekki, við lifum í þannig samfélagi að við þurfum að þola gagnsæi og að allt sé uppi á borðum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að hafa lokið störfum hjá LS Retail hefur hann nóg á sinni könnu en hann gegnir ýmsum stjórnarstörfum og ráðgjafahlutverkum. Hann segir sig alltaf hafa dreymt um að hafa ekkert að gera en um leið og það gerist, þá leiðist honum. Er erfitt að vera ríkur? „Það er eiginlega sama hvað ég segi, það verður rangt túlkað. Ég held að flesta dreymi um að eignast mikinn pening. En hvað hefur þú að gera við allan þennan pening?“ segir Magnús og skilur blaðamann og lesendur Vísis eftir með góða spurningu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Skattar og tollar Tengdar fréttir Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18. ágúst 2022 10:18 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Magnús var með tæpar 118 milljónir króna á mánuði í launatekjur samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hann hætti sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail í október á síðasta ári er bandaríska fyrirtækið Aptos keypti fyrirtækið. Í kaupum Aptos fólst uppgjör kaupréttarsamninga við lykilstarfsmanna fyrirtækisins en þeir námu í heildina um þremur milljörðum króna. Í samtali við fréttastofu segir Magnús að samfélagslega tilfinningin tengd því að vera skattakóngur Íslands sé góð. Hann vonast til þess að greiðslur hans nýtist öðrum en skilur að fólk gæti litið hann illum augum, einn tekjuhæsta mann landsins. „Ég skil það svo sem alveg. Á móti kemur að ríkið og lífeyrissjóðirnir fá miklar tekjur af þessu. Síðan er alltaf jákvætt að borga skatta af öllu sem maður hefur tekjur af,“ segir Magnús. Það kom honum ekki á óvart að hann væri efstur í ár en hann bjóst við því að vera mjög ofarlega. Kveiðstu útgáfu Tekjublaðsins? „Ég kveið henni ekki, við lifum í þannig samfélagi að við þurfum að þola gagnsæi og að allt sé uppi á borðum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að hafa lokið störfum hjá LS Retail hefur hann nóg á sinni könnu en hann gegnir ýmsum stjórnarstörfum og ráðgjafahlutverkum. Hann segir sig alltaf hafa dreymt um að hafa ekkert að gera en um leið og það gerist, þá leiðist honum. Er erfitt að vera ríkur? „Það er eiginlega sama hvað ég segi, það verður rangt túlkað. Ég held að flesta dreymi um að eignast mikinn pening. En hvað hefur þú að gera við allan þennan pening?“ segir Magnús og skilur blaðamann og lesendur Vísis eftir með góða spurningu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Skattar og tollar Tengdar fréttir Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18. ágúst 2022 10:18 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18. ágúst 2022 10:18