Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir útskýringum á launum stjórnenda á matvörumarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 19:30 Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar er með þrjár komma tvær milljónir á mánuði, Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinner er með tæpar fimm. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna (fyrir miðju) kallar eftir útskýringum á slíkum launum hjá stjórnum fyrirtækjanna. Vísir Framkvæmdastjórar lágvöruverslanna hér á landi eru með allt að fjórtánföld lágmarkslaun. Framkvæmdastjóri Costco á Íslandi var með tuttugu og fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári. Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir útskýringum frá stjórnum fyrirtækjanna. Forstjóri Costco á Íslandi sker sig úr á matvörumarkaði en hann var með tuttugu og fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári. Mánaðartekjur framkvæmdastjóra lágvöruverslunarinnar Bónus eru um fimm milljónir króna. Forstjóri Samkaupa var með um þrjár komma fimm. Þá er framkvæmdastjóri Krónunnar með um þrjár komma tvær milljónir króna. Laun nokkurra stjórnenda matvöruverslana samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.Vísir/Kristján Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þar segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á síðasta ári. Skattfrjálsir dagpeningar, bílastyrkir, greiðslur í lífeyrissjóði og fjármagnstekjur séu hins vegar ekki inn í þessum tölum. Margföld lágmarkslaun Þetta eru margföld lágmarkslaun sem eru í dag um þrjú hundruð og sjötíu þúsund krónur. Lauslegur samanburður við árslaun framkvæmdastjóra hjá Aldi stórar lágvöruverslunarkeðju í Bandaríkjunum sýnir mun lægri laun þar eða um 196 þúsund dollara. Það samsvarar um tveimur komma þremur milljónum króna á mánuði. Forstjórar heildsala og annarra fyrirtækja sem tengjast smásölurisunum eru líka með margföld lágmarkslaun. Þannig er forstjóri Ölgerðarinnar með um fimm milljónir á mánuði. Forstjórar MS, Innes Sláturfélags Suðurlands, Aðfanga og Gæðabaksturs eru með mánaðartekjur á bilinu þrjár til tæplega fjórar milljónir króna. Laun forstjóra og framkvæmdastjóra í heildsölum, matvælaiðnaði og dreifingarfyrirtækjum.Vísir/Kristján Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna vill að stjórnir fyrirtækjanna færi rök fyrir slíkum launum. „Atvinnurekendur höfða oft til ábyrgðar stéttarfélaga þegar samið er um laun á almennum markaði. Að sama skapi vil ég höfða til ábyrgðar stjórna þessara fyrirtækja sem ákvarða laun þessara stjórnenda, að þau færi rök fyrir því að þessi laun þurfi að vera svona himinhá. Við neytendur borgum jú brúsann á endanum og því kalla ég eftir sáttmála um hver þessi launamunur eigi eða megi vera,“ segir Breki. Hann segir Neytendasamtökin reiðubúin að taka þátt í samtali um málið. Við erum til í að koma að því borði og þar yrði tekin skynsamleg ákvörðun um hvað launamunurinn milli hæstu og lægstu launa í slíkum fyrirtækjum ætti að vera. Kjaramál Tekjur Verslun Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Forstjóri Costco á Íslandi sker sig úr á matvörumarkaði en hann var með tuttugu og fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári. Mánaðartekjur framkvæmdastjóra lágvöruverslunarinnar Bónus eru um fimm milljónir króna. Forstjóri Samkaupa var með um þrjár komma fimm. Þá er framkvæmdastjóri Krónunnar með um þrjár komma tvær milljónir króna. Laun nokkurra stjórnenda matvöruverslana samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.Vísir/Kristján Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þar segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á síðasta ári. Skattfrjálsir dagpeningar, bílastyrkir, greiðslur í lífeyrissjóði og fjármagnstekjur séu hins vegar ekki inn í þessum tölum. Margföld lágmarkslaun Þetta eru margföld lágmarkslaun sem eru í dag um þrjú hundruð og sjötíu þúsund krónur. Lauslegur samanburður við árslaun framkvæmdastjóra hjá Aldi stórar lágvöruverslunarkeðju í Bandaríkjunum sýnir mun lægri laun þar eða um 196 þúsund dollara. Það samsvarar um tveimur komma þremur milljónum króna á mánuði. Forstjórar heildsala og annarra fyrirtækja sem tengjast smásölurisunum eru líka með margföld lágmarkslaun. Þannig er forstjóri Ölgerðarinnar með um fimm milljónir á mánuði. Forstjórar MS, Innes Sláturfélags Suðurlands, Aðfanga og Gæðabaksturs eru með mánaðartekjur á bilinu þrjár til tæplega fjórar milljónir króna. Laun forstjóra og framkvæmdastjóra í heildsölum, matvælaiðnaði og dreifingarfyrirtækjum.Vísir/Kristján Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna vill að stjórnir fyrirtækjanna færi rök fyrir slíkum launum. „Atvinnurekendur höfða oft til ábyrgðar stéttarfélaga þegar samið er um laun á almennum markaði. Að sama skapi vil ég höfða til ábyrgðar stjórna þessara fyrirtækja sem ákvarða laun þessara stjórnenda, að þau færi rök fyrir því að þessi laun þurfi að vera svona himinhá. Við neytendur borgum jú brúsann á endanum og því kalla ég eftir sáttmála um hver þessi launamunur eigi eða megi vera,“ segir Breki. Hann segir Neytendasamtökin reiðubúin að taka þátt í samtali um málið. Við erum til í að koma að því borði og þar yrði tekin skynsamleg ákvörðun um hvað launamunurinn milli hæstu og lægstu launa í slíkum fyrirtækjum ætti að vera.
Kjaramál Tekjur Verslun Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30