Léttum á læknunum Gunnlaugur Már Briem skrifar 19. ágúst 2022 10:01 Það er hvorki nýtt af nálinni né ætti að koma nokkrum manni á óvart að bið eftir bókuðum tímum á heilsugæslum landsins er mun lengri en æskilegt getur talist. Þetta er vandamál sem hefur verið meira eða minna viðvarandi. Það er ekki vegna þess að það starfsfólks sem vinnur á heilsugæslum landsins sé að gera nokkuð rangt, heldu skilar það af sér góðu starfi og trúi ég því að allir leggi upp með það að sinna skjólstæðingum bæði af alúð og fagmennsku. Heimilislæknar eru of fáir og hafa verið lengi. Ekki er hægt að sjá fyrir að það vandamál verði leyst á einfaldan né skjótvirkan hátt á næstu misserum, því ef lausnin væri einföld væri vandmálið líklegast ekki til staðar í dag. Ástandið er svo einstaklega slæmt núna yfir sumartímann vegna sumarfría starfsmanna sem ætla mætti að sé árlegt vandamál, og nokkuð fyrirséð. Enda var fréttaflutningur þess efnis nokkuð áberandi á vormánuðum að starfsemi heilsugæslunar yrði dregin saman yfir sumartímann. Rétt þjónusta á réttum stað á réttum tíma Ég hef áhyggjur af þeim fjölmörgu aðilum sem bíða nú eftir því að komast í viðtalstíma á heilsugæslum til þess að fá uppáskrifaða beiðni í þá þjónustu sem mun hjálpa þeim. Dæmi um slíka einstaklinga eru t.d. fólk með stoðkerfiseinkenni sem hafa veruleg áhrif á daglegt líf og eða getu þess til að stunda vinnu. Staðan er nefnilega þannig í dag að þú færð ekki að sækja þjónustu t.d. sjúkraþjálfara án þess að fara fyrst á heilsugæsluna, sem er ákveðið vandamál þegar erfitt er að fá tíma á heilsugæslunni. Þess skal getið að þannig hefur það ekki alltaf verið. Áður hefur það verið svo að einstaklingar gátu farið í t.d. sex meðferðarskipti til sjúkraþjálfara án beiðni frá lækni og fengið endurgreiðslu eins og aðrir sjúkratryggðir. Þyrftu þeir svo langvarandi meðferð þurfti að fá beiðni frá lækni því til stuðnings. Með þessu fyrirkomulagi var hægt að hefja viðeigandi meðferð án þess viðbótar biðtíma sem fer í bið eftir viðtalstíma á heilsugæslu. Þetta ákvæði um bráðameðferðir var síðast fellt út í október 2020 af þáverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur. Þetta er bagalegt fyrir þá einstaklinga sem þarfnast þjónustu því eins og fram kom í frétt Vísis þann 17. ágúst, þá er biðtíminn eftir bókuðum tímum á höfuðborgarsvæðinu mjög langur, þ.e. 7 vikur í heilsugæsunni Miðbæ, 4 vikur á Seltjarnarnesi og ekki hægt að bóka í heilsugæslunni Hlíðum. En getum við haft áhrif á biðtímann? Ef horft er til þeirra þátta og verkefna sem heilsugæslan þarf að sinna þá eru viss tækifæri til að létta á álaginu. Til þess þurfum við að tryggja að styrkleikar og sérhæfing allra heilbrigðisstétta sé nýtt á sem bestan hátt. Þá hafði sú ákvörðun þáverandi ráðherra árið 2020, að allir þyrftu beiðni í sjúkraþjálfun sama hversu umfangsmikið vandamálið væri, töluverð áhrif til þess að auka álag á heilsugæsluna. Ef við berum saman gögn yfir fjölda útgefinna beiðna í sjúkraþjálfun frá heilsugæslunni milli áranna 2020 og 2021, þá jókst fjöldi beiðna um 5.309, eða úr 36.035 og í 41.344. Með því að létta á þessum flöskuhálsi mætti ætla að hægt væri að fækka verkefnum og komum á heilsugæsluna umtalsvert. Þetta er einföld framkvæmd sem nú eins og áður gæti borið skjótan árangur. Það er gríðarlegur mannauður í heilbrigðiskerfinu. Mikil tækifæri felast í því að nýta fleiri fagstéttir sem fyrsta tengilið á heilsugæslum og efla þverfaglegt samstarf heilbrigðisstétta. Til að mynda hafa verkefni tengd stoðkerfismóttökum gefið góða raun nú í nokkurn tíma og vonum við að okkur hljótist gæfa til að lagður verði aukinn kraftur í fjölbreyttar lausnir í framtíðinni. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Gunnlaugur Már Briem Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það er hvorki nýtt af nálinni né ætti að koma nokkrum manni á óvart að bið eftir bókuðum tímum á heilsugæslum landsins er mun lengri en æskilegt getur talist. Þetta er vandamál sem hefur verið meira eða minna viðvarandi. Það er ekki vegna þess að það starfsfólks sem vinnur á heilsugæslum landsins sé að gera nokkuð rangt, heldu skilar það af sér góðu starfi og trúi ég því að allir leggi upp með það að sinna skjólstæðingum bæði af alúð og fagmennsku. Heimilislæknar eru of fáir og hafa verið lengi. Ekki er hægt að sjá fyrir að það vandamál verði leyst á einfaldan né skjótvirkan hátt á næstu misserum, því ef lausnin væri einföld væri vandmálið líklegast ekki til staðar í dag. Ástandið er svo einstaklega slæmt núna yfir sumartímann vegna sumarfría starfsmanna sem ætla mætti að sé árlegt vandamál, og nokkuð fyrirséð. Enda var fréttaflutningur þess efnis nokkuð áberandi á vormánuðum að starfsemi heilsugæslunar yrði dregin saman yfir sumartímann. Rétt þjónusta á réttum stað á réttum tíma Ég hef áhyggjur af þeim fjölmörgu aðilum sem bíða nú eftir því að komast í viðtalstíma á heilsugæslum til þess að fá uppáskrifaða beiðni í þá þjónustu sem mun hjálpa þeim. Dæmi um slíka einstaklinga eru t.d. fólk með stoðkerfiseinkenni sem hafa veruleg áhrif á daglegt líf og eða getu þess til að stunda vinnu. Staðan er nefnilega þannig í dag að þú færð ekki að sækja þjónustu t.d. sjúkraþjálfara án þess að fara fyrst á heilsugæsluna, sem er ákveðið vandamál þegar erfitt er að fá tíma á heilsugæslunni. Þess skal getið að þannig hefur það ekki alltaf verið. Áður hefur það verið svo að einstaklingar gátu farið í t.d. sex meðferðarskipti til sjúkraþjálfara án beiðni frá lækni og fengið endurgreiðslu eins og aðrir sjúkratryggðir. Þyrftu þeir svo langvarandi meðferð þurfti að fá beiðni frá lækni því til stuðnings. Með þessu fyrirkomulagi var hægt að hefja viðeigandi meðferð án þess viðbótar biðtíma sem fer í bið eftir viðtalstíma á heilsugæslu. Þetta ákvæði um bráðameðferðir var síðast fellt út í október 2020 af þáverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur. Þetta er bagalegt fyrir þá einstaklinga sem þarfnast þjónustu því eins og fram kom í frétt Vísis þann 17. ágúst, þá er biðtíminn eftir bókuðum tímum á höfuðborgarsvæðinu mjög langur, þ.e. 7 vikur í heilsugæsunni Miðbæ, 4 vikur á Seltjarnarnesi og ekki hægt að bóka í heilsugæslunni Hlíðum. En getum við haft áhrif á biðtímann? Ef horft er til þeirra þátta og verkefna sem heilsugæslan þarf að sinna þá eru viss tækifæri til að létta á álaginu. Til þess þurfum við að tryggja að styrkleikar og sérhæfing allra heilbrigðisstétta sé nýtt á sem bestan hátt. Þá hafði sú ákvörðun þáverandi ráðherra árið 2020, að allir þyrftu beiðni í sjúkraþjálfun sama hversu umfangsmikið vandamálið væri, töluverð áhrif til þess að auka álag á heilsugæsluna. Ef við berum saman gögn yfir fjölda útgefinna beiðna í sjúkraþjálfun frá heilsugæslunni milli áranna 2020 og 2021, þá jókst fjöldi beiðna um 5.309, eða úr 36.035 og í 41.344. Með því að létta á þessum flöskuhálsi mætti ætla að hægt væri að fækka verkefnum og komum á heilsugæsluna umtalsvert. Þetta er einföld framkvæmd sem nú eins og áður gæti borið skjótan árangur. Það er gríðarlegur mannauður í heilbrigðiskerfinu. Mikil tækifæri felast í því að nýta fleiri fagstéttir sem fyrsta tengilið á heilsugæslum og efla þverfaglegt samstarf heilbrigðisstétta. Til að mynda hafa verkefni tengd stoðkerfismóttökum gefið góða raun nú í nokkurn tíma og vonum við að okkur hljótist gæfa til að lagður verði aukinn kraftur í fjölbreyttar lausnir í framtíðinni. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun