Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2022 16:56 Rakel Júlía Jónsdóttir var á meðal fjölmargra sem földu sig í krókum og kimum verslunarmiðstöðvarinnar á meðan lögregla leitaði skotmanns. Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. Það var á fjórða tímanum í dag sem öngþveiti skapaðst í verslunarmiðstöðinni. „Við vorum bara að versla. Svo byrja allir að hlaupa og öskra. Það var allt orðið tryllt,“ segir Rakel Júlía Jónsdóttir í samtali við Vísi. Hún var þá komin út úr verslunarmiðstöðinni þar sem lögregla er enn með mikinn viðbúnað með tilheyrandi vegatálmum og lokunum. Vitni hafa tjáð sænskum fjölmiðlum að tugum skota hafi verið hleypt af. Rakel Júlía segist ekki hafa heyrt skotin en vinkona hennar hafi fundið einkennilega lykt. Þær héltu fyrst að kannski hefði orðið einhver sprenging. „Verslunarstjórinn vissi greinilega hvað hann átti að gera. Hún tók okkur bara og manni var eiginlega bara hent inn í geymslu,“ segir Rakel Júlía. Þar tróðu þær sér, konur og börn, inn á klósett og læstu sig inni. „Við máttum ekki hafa nein læti og vorum með slökkt ljósin. Það mátti ekkert heyrast í okkur.“ Þau fylgdust með undir hurðinni og sáu móta fyrir hreyfingu. Svo heyrðust köll og öskur. Á meðan voru þær í óvissunni. Rakel segir skotárásina hafa verið í verslun Zöru í verslunarmiðstöðinni. Þangað hafi hún ætlað nokkrum mínútum fyrr en ákveðið að hinkra eftir vinkonum sínum. „Sem betur fer,“ segir Rakel Júlía. Hún var í leit að eiginmanni sínum fyrir utan verslunarmiðstöðina þegar fréttastofa ræddi við hana. „Hér er enn allt af fólki. Það eru allir í áfalli.“ Íslenski hópurinn gistir í íbúð í Kaupmannahöfn. Rakel Júlía segir að íbúðin sé við hliðina á verslunarmiðstöðinni Field's þar sem þrír voru skotnir til bana í skotárás í byrjun júlí. Íslendingur gisti þá í íbúðinni og segir Rakel þau hafa rætt það sín á milli hve óhugnaleg tilfinning það hlyti að hafi verið að vera á svæðinu þegar sú árás átti sér stað. Svo hafi þau skellt sér í dagsferð til Malmö og upplifað skelfingu af svipuðum toga. Svíþjóð Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö er með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar. Búið er að rýma verslunarmiðstöðina en minnst einn hefur verið handtekinn. 19. ágúst 2022 15:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Það var á fjórða tímanum í dag sem öngþveiti skapaðst í verslunarmiðstöðinni. „Við vorum bara að versla. Svo byrja allir að hlaupa og öskra. Það var allt orðið tryllt,“ segir Rakel Júlía Jónsdóttir í samtali við Vísi. Hún var þá komin út úr verslunarmiðstöðinni þar sem lögregla er enn með mikinn viðbúnað með tilheyrandi vegatálmum og lokunum. Vitni hafa tjáð sænskum fjölmiðlum að tugum skota hafi verið hleypt af. Rakel Júlía segist ekki hafa heyrt skotin en vinkona hennar hafi fundið einkennilega lykt. Þær héltu fyrst að kannski hefði orðið einhver sprenging. „Verslunarstjórinn vissi greinilega hvað hann átti að gera. Hún tók okkur bara og manni var eiginlega bara hent inn í geymslu,“ segir Rakel Júlía. Þar tróðu þær sér, konur og börn, inn á klósett og læstu sig inni. „Við máttum ekki hafa nein læti og vorum með slökkt ljósin. Það mátti ekkert heyrast í okkur.“ Þau fylgdust með undir hurðinni og sáu móta fyrir hreyfingu. Svo heyrðust köll og öskur. Á meðan voru þær í óvissunni. Rakel segir skotárásina hafa verið í verslun Zöru í verslunarmiðstöðinni. Þangað hafi hún ætlað nokkrum mínútum fyrr en ákveðið að hinkra eftir vinkonum sínum. „Sem betur fer,“ segir Rakel Júlía. Hún var í leit að eiginmanni sínum fyrir utan verslunarmiðstöðina þegar fréttastofa ræddi við hana. „Hér er enn allt af fólki. Það eru allir í áfalli.“ Íslenski hópurinn gistir í íbúð í Kaupmannahöfn. Rakel Júlía segir að íbúðin sé við hliðina á verslunarmiðstöðinni Field's þar sem þrír voru skotnir til bana í skotárás í byrjun júlí. Íslendingur gisti þá í íbúðinni og segir Rakel þau hafa rætt það sín á milli hve óhugnaleg tilfinning það hlyti að hafi verið að vera á svæðinu þegar sú árás átti sér stað. Svo hafi þau skellt sér í dagsferð til Malmö og upplifað skelfingu af svipuðum toga.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö er með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar. Búið er að rýma verslunarmiðstöðina en minnst einn hefur verið handtekinn. 19. ágúst 2022 15:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö er með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar. Búið er að rýma verslunarmiðstöðina en minnst einn hefur verið handtekinn. 19. ágúst 2022 15:40