Telja manninn sem lést hafa verið skotmark árásarmannsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 09:41 Petra Stenkula lögreglustjóri í Malmö greindi frá stöðu mála á blaðamannafundi í morgun. EPA-EFE/JONAH NILSSON Kona sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Malmö eftir að hafa verið skotin í verslunarmiðstöðinni Emporia í gær var almennur vegfarandi að sögn lögreglu. Konan er enn á sjúkrahúsi en ástand hennar sagt stöðugt og hún ekki lengur talin í lífshættu. Maður sem lést af sárum sínum í gær er talinn hafa verið skotmark árásarmannsins. Mikil ringulreið skapaðist í verslunarmiðstöðinni á fjórða tímanum síðdegis í gær þegar byssuskot heyrðust inni í miðstöðinni. Árásarmanninum, sem er sagður aðeins fimmtán ára gamall, tókst að skjóta tvo en 31 árs karlmaður sem varð fyrir skoti lést í gærkvöldi. Sá sem var handtekinn í árásinni er sagður frá Gautaborg og áður óþekktur af lögreglunni. Að sögn lögreglu bendir allt til að hann hafi verið einn að verki. Mikill viðbúnaður var við verslunarmiðstöðina í gær.EPA-EFE/Johan Nilsson „Allt bendir til að karlmaðurinn hafi verið skotmark árásarmannsins. Því miður virðist konan aðeins hafa villst þarna fram hjá og var í kjölfarið skotin,“ sagði Petra Stenkula lögreglustjóri í Malmö í yfirlýsingu í morgun og ríkisútvarp Svíþjóðar greinir frá. Að sögn Stenkula er ástandið í Malmö mjög viðkvæmt og ofbeldisglæpum hafi fjölgað þar að undanförnu. Margir hafi misst ástvini sína vegna ofbeldisglæpa undanfarið og borgarbúar finni vel fyrir þessari breytingu. „Við þurfum að ráðast í langtímavinnu til að vinna bug á þessari ofbeldismenningu sem hefur skapast meðal ungmenna,“ sagði Stenkula. Lögreglan hefur hvatt vitni til þess að hafa samband til að fara yfir atburðarrásina og hjálpa rannsókn lögreglu þannig. Þá hefur lögreglan tilkynnt að miðstöð verði sett upp til að veita fólki áfallahjálp eftir atvikið. Svíþjóð Tengdar fréttir Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. 19. ágúst 2022 20:30 Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56 Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö var með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar síðdegis. 19. ágúst 2022 15:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Mikil ringulreið skapaðist í verslunarmiðstöðinni á fjórða tímanum síðdegis í gær þegar byssuskot heyrðust inni í miðstöðinni. Árásarmanninum, sem er sagður aðeins fimmtán ára gamall, tókst að skjóta tvo en 31 árs karlmaður sem varð fyrir skoti lést í gærkvöldi. Sá sem var handtekinn í árásinni er sagður frá Gautaborg og áður óþekktur af lögreglunni. Að sögn lögreglu bendir allt til að hann hafi verið einn að verki. Mikill viðbúnaður var við verslunarmiðstöðina í gær.EPA-EFE/Johan Nilsson „Allt bendir til að karlmaðurinn hafi verið skotmark árásarmannsins. Því miður virðist konan aðeins hafa villst þarna fram hjá og var í kjölfarið skotin,“ sagði Petra Stenkula lögreglustjóri í Malmö í yfirlýsingu í morgun og ríkisútvarp Svíþjóðar greinir frá. Að sögn Stenkula er ástandið í Malmö mjög viðkvæmt og ofbeldisglæpum hafi fjölgað þar að undanförnu. Margir hafi misst ástvini sína vegna ofbeldisglæpa undanfarið og borgarbúar finni vel fyrir þessari breytingu. „Við þurfum að ráðast í langtímavinnu til að vinna bug á þessari ofbeldismenningu sem hefur skapast meðal ungmenna,“ sagði Stenkula. Lögreglan hefur hvatt vitni til þess að hafa samband til að fara yfir atburðarrásina og hjálpa rannsókn lögreglu þannig. Þá hefur lögreglan tilkynnt að miðstöð verði sett upp til að veita fólki áfallahjálp eftir atvikið.
Svíþjóð Tengdar fréttir Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. 19. ágúst 2022 20:30 Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56 Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö var með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar síðdegis. 19. ágúst 2022 15:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. 19. ágúst 2022 20:30
Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56
Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö var með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar síðdegis. 19. ágúst 2022 15:40