„Þetta eru bara hetjur allir sem eru að klára hérna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2022 08:00 Arnar Pétursson var eðlilega léttur í lund eftir að hafa tryggt sér sigur í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. Vísir/Stöð 2 Arnar Pétursson kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið var í gær í fyrsta skipti síðan 2019. Arnar var tilfinningaríkur þegar hann kom í mark og segir það algjörlega frábært að fá þetta lykilhlaup hlaupamenningar á Íslandi aftur inn í dagatalið. „Þetta var taktískt hlaup. Stundum er maður að hlaupa til að hafa gaman, en stundum er maður að hlaupa til að ná tíma. Í dag var þetta bara að hlaupa til að vinna og fá að setja þennan á sig,“ sagði Arnar léttur í samtali við Stöð 2 í gær um leið og hann benti á fallegan sigurkrans á höfði sér. „Þetta endaði bara í einhverjum geggjuðum endaspretti sem er það skemmtilegasta sem þú gerir. Að fá stemninguna hérna og fá alla með þér er ótrúlegt.“ „Maður var búinn að bíða og bíða eftir því hvenær maður ætti að fara af stað af því að við vorum búin að vera saman eiginlega allan tíman. Maður var bara að meta stöðuna á honum og meta stöðuna á mér, en síðan þegar maður kemur hérna þá bara fær maður einhverja auka bilaða orku og þá er ekkert annað en bara að negla á þetta.“ Klippa: Arnar Pétursson eftir Reykjavíkurmaraþon Aðstæður í Reykjavíkurmaraþoninu þetta árið voru ekki alveg eins góðar og best verður á kosið. Arnar segir vindinn hafa verið sérstaklega slæman og hrósar öllum sem komu í mark í gær. „Það var kalt en vindurinn líka drepur þetta stundum. Það var stundum sem manni fannst maður ekki vera að fara áfram þannig að þetta eru bara hetjur allir sem eru að klára hérna.“ Reykjavíkurmaraþonið hefur setið á hakanum undanfarin tvö ár þar sem kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn og Arnar segir það auðvitað frábært að fá að taka þátt á ný. „Þetta er bara lykilhlaup fyrir alla hlaupamenninguna og hlaupasamfélagið á Íslandi. Maður er bara hálf klökkur þegar maður kemur í mark og sér alla stemninguna í kringum þetta.“ „Það er geðveikt að fá að enda tímabilið á að taka bæði Laugaveginn og Reykjavíkurmaraþon. Það er bara geggjað,“ sagði Arnar klökkur. Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira
„Þetta var taktískt hlaup. Stundum er maður að hlaupa til að hafa gaman, en stundum er maður að hlaupa til að ná tíma. Í dag var þetta bara að hlaupa til að vinna og fá að setja þennan á sig,“ sagði Arnar léttur í samtali við Stöð 2 í gær um leið og hann benti á fallegan sigurkrans á höfði sér. „Þetta endaði bara í einhverjum geggjuðum endaspretti sem er það skemmtilegasta sem þú gerir. Að fá stemninguna hérna og fá alla með þér er ótrúlegt.“ „Maður var búinn að bíða og bíða eftir því hvenær maður ætti að fara af stað af því að við vorum búin að vera saman eiginlega allan tíman. Maður var bara að meta stöðuna á honum og meta stöðuna á mér, en síðan þegar maður kemur hérna þá bara fær maður einhverja auka bilaða orku og þá er ekkert annað en bara að negla á þetta.“ Klippa: Arnar Pétursson eftir Reykjavíkurmaraþon Aðstæður í Reykjavíkurmaraþoninu þetta árið voru ekki alveg eins góðar og best verður á kosið. Arnar segir vindinn hafa verið sérstaklega slæman og hrósar öllum sem komu í mark í gær. „Það var kalt en vindurinn líka drepur þetta stundum. Það var stundum sem manni fannst maður ekki vera að fara áfram þannig að þetta eru bara hetjur allir sem eru að klára hérna.“ Reykjavíkurmaraþonið hefur setið á hakanum undanfarin tvö ár þar sem kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn og Arnar segir það auðvitað frábært að fá að taka þátt á ný. „Þetta er bara lykilhlaup fyrir alla hlaupamenninguna og hlaupasamfélagið á Íslandi. Maður er bara hálf klökkur þegar maður kemur í mark og sér alla stemninguna í kringum þetta.“ „Það er geðveikt að fá að enda tímabilið á að taka bæði Laugaveginn og Reykjavíkurmaraþon. Það er bara geggjað,“ sagði Arnar klökkur.
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira