Mikill kraftur í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2022 09:14 Mikill kraftur er í ferðaþjónustu á staðnum og hefur sumarið verið einstaklega gott hvað varðar heimsóknir ferðamanna á staðinn, enda fjörðurinn með þeim fallegri á Íslandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðaþjónusta á Borgarfirði eystri hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og í sumar. Hjón á staðnum eru að stækka hótelið hjá sér, auk þess að setja upp glæsilegt útisvæði með pottum og Spai . Þau hafa einnig opnað brugghús á staðnum. Það eru nokkur ár síðan að Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson keyptu gamla frystihúsið á staðnum og breyttu því í glæsilegt gistiheimili, sem heitir Blábjörg og þar er líka veitingastaður. „Já, þetta hús er náttúrulega með mikla sögu hérna á Borgarfirði og með eina lengstu samfelldu kaupfélagssögu á Íslandi. Hér er nánast fullt á hverju kvöldi, fólk kemur og fær sér einn öllara, situr og spjallar og fer svo heim,“ segir Auður Vala. Auður Vala og Helgi eru að gera ótrúlega flotta hluti á staðnum. Þau eru til dæmis að byggja núna húsnæði með níu hótel herbergjum, auk þess sem þau eru með gistihús og íbúðir af mismunandi stærðum til leigu hjá sér. „Við erum bara mjög glöð með þetta. Það er líka gaman þegar vel gengur og móttökurnar góðar og eins og ég segi, að gefa þessum húsum nýtt líf og nýtt hlutverk því að eins og við vitum, kaupfélög og frystihús voru hjarta hvers bæjarfélags hérna áður fyrr.“ Blábjörg, gistiheimili og veitingastaður hjá Auði Völu og Helga, sem nýtur mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Auður og Helgi opnuðu í vor nýja bruggstofu og aðstöðu þar sem þau framleiða sinn eigin bjór og svo eru þau að eima bæði landa og gin. En Borgarfjörður eystri, hvers konar samfélag er það? „Bara dásamlegt samfélag, það er ofsalega gott að vera hérna. Það er eitthvað við þennan fjörð og þú færð mikla orku að vera hér. Við erum bara mjög stolt af því að vera að byggja þetta upp hér á Borgarfirði. Ég myndi hvergi vilja reka ferðaþjónustu annars staðar en hér á Borgarfirði,“ segir Auður Vala. Auður Vala og Helgi brugga sinn bjór sjálf og svo eru þau að eima bæði landa og gin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Það eru nokkur ár síðan að Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson keyptu gamla frystihúsið á staðnum og breyttu því í glæsilegt gistiheimili, sem heitir Blábjörg og þar er líka veitingastaður. „Já, þetta hús er náttúrulega með mikla sögu hérna á Borgarfirði og með eina lengstu samfelldu kaupfélagssögu á Íslandi. Hér er nánast fullt á hverju kvöldi, fólk kemur og fær sér einn öllara, situr og spjallar og fer svo heim,“ segir Auður Vala. Auður Vala og Helgi eru að gera ótrúlega flotta hluti á staðnum. Þau eru til dæmis að byggja núna húsnæði með níu hótel herbergjum, auk þess sem þau eru með gistihús og íbúðir af mismunandi stærðum til leigu hjá sér. „Við erum bara mjög glöð með þetta. Það er líka gaman þegar vel gengur og móttökurnar góðar og eins og ég segi, að gefa þessum húsum nýtt líf og nýtt hlutverk því að eins og við vitum, kaupfélög og frystihús voru hjarta hvers bæjarfélags hérna áður fyrr.“ Blábjörg, gistiheimili og veitingastaður hjá Auði Völu og Helga, sem nýtur mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Auður og Helgi opnuðu í vor nýja bruggstofu og aðstöðu þar sem þau framleiða sinn eigin bjór og svo eru þau að eima bæði landa og gin. En Borgarfjörður eystri, hvers konar samfélag er það? „Bara dásamlegt samfélag, það er ofsalega gott að vera hérna. Það er eitthvað við þennan fjörð og þú færð mikla orku að vera hér. Við erum bara mjög stolt af því að vera að byggja þetta upp hér á Borgarfirði. Ég myndi hvergi vilja reka ferðaþjónustu annars staðar en hér á Borgarfirði,“ segir Auður Vala. Auður Vala og Helgi brugga sinn bjór sjálf og svo eru þau að eima bæði landa og gin.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira