800 kílóum létt af manni Ester Ósk Árnadóttir skrifar 23. ágúst 2022 20:31 Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson voru léttir eftir sigur kvöldsins. Mynd/Þór/KA „Einhverjir tala um að það sé þungu fargi af manni létt en þetta voru svona 800 kíló sem er létt af manni,“ sagði Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA kátur eftir mikilvægan 1-0 sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna á SaltPay vellinum í kvöld. „Ég er bara gríðarlega ánægður með stelpurnar, ég sagði fyrir leik að við ætluðum að berjast fyrir þessu og ég ætla að vona að allir sjái að það var sannarlega barist fyrir þessu í dag. Þetta var kannski ekki fallegasti fótbolti í heimi en við þurfum stigin og til þess þurfum við að berjast fyrir þeim alveg sama hvort fótboltinn sé fallegur.“ Lið Þórs/KA hefur verið gagnrýnt fyrir baráttuleysi sem vantaði ekki í dag. „Mér finnst gagnrýnin hafa verið sanngjörn, ég er alls ekki að væla yfir því. Við höfum og eigum að geta betur, vinkonur mínar í Bestu mörkunum voru að tala um að við líktumst FH þannig við ákváðum bara að halda áfram að líkjast FH og vinna leik. Við erum að byrja núna sem er slæmt, þótt við höfum unnið í dag er þetta ekki komið í fallbaráttunni. Við þurfum bara að halda áfram nákvæmlega svona.“ Leikurinn var fremur lokaður í kvöld og tilfinnigin var þannig að það lið sem myndi ná inn marki myndi sigla sigrinum í höfn. „Þetta var aldrei að fara vera mörg mörk, leikurinn var lokaður en þegar við náðum markinu þá hafði ég þessa tilfinningu að við myndum klára þetta. Við skoruðum síðast sirka 10. júní þannig það var frábært að ná þessu marki inn. Þetta er líka svo gott því það er svo stutt í sjálfstraustið hjá stelpunum, þær hafa trú á sér og verkefninu.“ Framundan er löng pása í Bestu deild kvenna. „Við erum að fara 18 daga pásu núna og við skulum bara segja að hún verði öllu ljúfari eftir þennan sigur, nú vitum við nákvæmlega hvað við þurfum að gera til þess að vinna leiki.“ „Það er erfitt að fara í svona pásur en mjög skiljanlegt, það er nóg að gerast í kvenna knattspyrnunni og maður styður það bara að sjálfsögðu. Við munum æfa á fullu í þessari pásu og undirbúa okkur fyrir lokakaflan í mótinu.“ Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega ánægður með stelpurnar, ég sagði fyrir leik að við ætluðum að berjast fyrir þessu og ég ætla að vona að allir sjái að það var sannarlega barist fyrir þessu í dag. Þetta var kannski ekki fallegasti fótbolti í heimi en við þurfum stigin og til þess þurfum við að berjast fyrir þeim alveg sama hvort fótboltinn sé fallegur.“ Lið Þórs/KA hefur verið gagnrýnt fyrir baráttuleysi sem vantaði ekki í dag. „Mér finnst gagnrýnin hafa verið sanngjörn, ég er alls ekki að væla yfir því. Við höfum og eigum að geta betur, vinkonur mínar í Bestu mörkunum voru að tala um að við líktumst FH þannig við ákváðum bara að halda áfram að líkjast FH og vinna leik. Við erum að byrja núna sem er slæmt, þótt við höfum unnið í dag er þetta ekki komið í fallbaráttunni. Við þurfum bara að halda áfram nákvæmlega svona.“ Leikurinn var fremur lokaður í kvöld og tilfinnigin var þannig að það lið sem myndi ná inn marki myndi sigla sigrinum í höfn. „Þetta var aldrei að fara vera mörg mörk, leikurinn var lokaður en þegar við náðum markinu þá hafði ég þessa tilfinningu að við myndum klára þetta. Við skoruðum síðast sirka 10. júní þannig það var frábært að ná þessu marki inn. Þetta er líka svo gott því það er svo stutt í sjálfstraustið hjá stelpunum, þær hafa trú á sér og verkefninu.“ Framundan er löng pása í Bestu deild kvenna. „Við erum að fara 18 daga pásu núna og við skulum bara segja að hún verði öllu ljúfari eftir þennan sigur, nú vitum við nákvæmlega hvað við þurfum að gera til þess að vinna leiki.“ „Það er erfitt að fara í svona pásur en mjög skiljanlegt, það er nóg að gerast í kvenna knattspyrnunni og maður styður það bara að sjálfsögðu. Við munum æfa á fullu í þessari pásu og undirbúa okkur fyrir lokakaflan í mótinu.“
Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira