Meghan Markle vinsælli en Joe Rogan á Spotify Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 19:21 Meghan Markle er vinsælli en Joe Rogan á Spotify. Vísir/Getty Archetypes, nýtt hlaðvarp hertogaynjunnar Meghan Markle, steypti hlaðvarpinu The Joe Rogan Experience af stóli sem vinsælasta hlaðvarp streymisveitunnar Spotify í Bandaríkjunum. Aðeins tveir dagar eru liðnir síðan fyrsti þáttur Archetypes var gefinn út. Margir hafa beðið lengi í ofvæni eftir nýju hlaðvarpi Meghan Markle. Í hlaðvarpinu tekur Markle viðtöl við hina ýmsu kvenskörunga þar sem markmiðið er að rýna í og fjalla um hluti sem haldi aftur af konum. Eins og áður segir var fyrsti þátturinn gefinn út á þriðjudag en í honum tók hertogaynjan viðtal við tennisgoðsögnina Serenu Williams, sem tilkynnti það nýlega að hún ætli að leggja skóna á hilluna. Þessi fyrsti þáttur fékk fleiri spilanir en hlaðvarp Joe Rogans, The Joe Rogan Experience, sem hefur trónað á toppi hlaðvarpslista Spotify í þrjú ár. Þetta er þó ekki fyrsta skiptið sem Rogan er bolað af toppnum en hann hefur náð að halda sér í toppsætinu, með einstaka hléum í þessi þrjú ár, þar á meðal í vetur þegar hann var harðlega gagnrýndur af ýmsum fyrir falsfréttaflutning um Covid og bóluefni gegn Covid. Spotify birtir ekki hlustunartölur fyrir einstaka hlaðvarpsþætti en talið er að hlustað sé á hvern þátt Rogans allt að ellefu milljón sinnum. Rogan er á samningi við Spotify, sem er eina hlaðvarpsveitan sem gefur út þættina hans, en það hefur vakið harða gagnrýni í gegn um tíðina. Tónlistarfólkið Joni Mitchell og Neil Young sögðu skilið við streymisveituna í vetur eftir að hún neitaði að fjarlægja hlaðvarp Rogans. Það var vegna ágreinings um falsfréttaflutning Rogans af heimsfaraldri kórónuveiru. Þá var Rogan milli tannanna á fólki í febrúar þegar gömul klippa úr hlaðvarpi hans fór á dreifingu um netið þar sem hann gerði grín að Markle og kallaði hana „litla ameríska dræsu.“ Viku eftir að hljóðbrotið fór í dreifingu fjarlægði Spotify 113 þætti af The Joe Rogan Experience en Rogan hafði í aðdraganda þess beðist afsökunar á því á Instagram að hafa notað niðrandi orðbragð um minnihlutahópa í hlaðvarpinu. Meðal þeirra ummæla sem hann baðst afsökunar á var þegar hann líkti hverfi, þar sem meirihluti íbúa er svartur, við kvikmyndina Planet of the Apes. Spotify Kóngafólk Bandaríkin Harry og Meghan Hollywood Tengdar fréttir Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna Hertogaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril. 25. ágúst 2022 07:30 Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00 Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. 30. janúar 2022 14:03 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Margir hafa beðið lengi í ofvæni eftir nýju hlaðvarpi Meghan Markle. Í hlaðvarpinu tekur Markle viðtöl við hina ýmsu kvenskörunga þar sem markmiðið er að rýna í og fjalla um hluti sem haldi aftur af konum. Eins og áður segir var fyrsti þátturinn gefinn út á þriðjudag en í honum tók hertogaynjan viðtal við tennisgoðsögnina Serenu Williams, sem tilkynnti það nýlega að hún ætli að leggja skóna á hilluna. Þessi fyrsti þáttur fékk fleiri spilanir en hlaðvarp Joe Rogans, The Joe Rogan Experience, sem hefur trónað á toppi hlaðvarpslista Spotify í þrjú ár. Þetta er þó ekki fyrsta skiptið sem Rogan er bolað af toppnum en hann hefur náð að halda sér í toppsætinu, með einstaka hléum í þessi þrjú ár, þar á meðal í vetur þegar hann var harðlega gagnrýndur af ýmsum fyrir falsfréttaflutning um Covid og bóluefni gegn Covid. Spotify birtir ekki hlustunartölur fyrir einstaka hlaðvarpsþætti en talið er að hlustað sé á hvern þátt Rogans allt að ellefu milljón sinnum. Rogan er á samningi við Spotify, sem er eina hlaðvarpsveitan sem gefur út þættina hans, en það hefur vakið harða gagnrýni í gegn um tíðina. Tónlistarfólkið Joni Mitchell og Neil Young sögðu skilið við streymisveituna í vetur eftir að hún neitaði að fjarlægja hlaðvarp Rogans. Það var vegna ágreinings um falsfréttaflutning Rogans af heimsfaraldri kórónuveiru. Þá var Rogan milli tannanna á fólki í febrúar þegar gömul klippa úr hlaðvarpi hans fór á dreifingu um netið þar sem hann gerði grín að Markle og kallaði hana „litla ameríska dræsu.“ Viku eftir að hljóðbrotið fór í dreifingu fjarlægði Spotify 113 þætti af The Joe Rogan Experience en Rogan hafði í aðdraganda þess beðist afsökunar á því á Instagram að hafa notað niðrandi orðbragð um minnihlutahópa í hlaðvarpinu. Meðal þeirra ummæla sem hann baðst afsökunar á var þegar hann líkti hverfi, þar sem meirihluti íbúa er svartur, við kvikmyndina Planet of the Apes.
Spotify Kóngafólk Bandaríkin Harry og Meghan Hollywood Tengdar fréttir Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna Hertogaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril. 25. ágúst 2022 07:30 Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00 Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. 30. janúar 2022 14:03 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna Hertogaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril. 25. ágúst 2022 07:30
Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00
Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. 30. janúar 2022 14:03