Elsku hjartans starfsfólk hjúkrunarheimila Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 08:30 Ég er að flytja í annan landsfjórðung en mamma mín og þarf að treysta á að þið hugsið vel hana. Þetta er eina mamman sem ég á og hún hefur átt alveg ótrúlega ævi, gengið í gegnum svo margt, afrekað mikið, fært ýmsar fórnir, upplifað erfiðleika og óbærilegar sorgir, alið mig vel upp og elskað mig skilyrðislaust, umborið mig þegar ég var ósanngjörn og heimtufrek, huggað mig þegar þurfti. Mig langar helst að halda áfram að hugsa sjálf um mömmu mína en hún þarf orðið svo mikla umönnun vegna heilabilunar að ég og systkini mín ráðum ekki við verkefnið lengur. Þess vegna felum við hana í ykkar hendur og treystum ykkur til að gera ykkar allra besta. Ég verð ykkur ævinlega þakklát fyrir að hafa valið þetta göfuga starf og ef ég mætti ráða fengjuð þið miklu meira borgað en nú er því ég hef sjálf reynslu af umönnunarstörfum og starfi með heilabiluðum og veit því fullvel hversu krefjandi það er, sem er í litlu samræmi við það sem kemur upp úr launaumslaginu. En ég veit líka að þetta er gefandi starf, starf sem skiptir svo óskaplega miklu máli. Þið unga fólk sem starfið við þetta með námi eigið mögulega aldrei eftir að starfa við neitt eins mikilvægt og ég lofa ykkur því að þið munið búa að þessari reynslu alla ævina. Þið megið vita að við aðstandendur metum starf ykkar mikils, án ykkar værum við buguð af þreytu og sorg og gætum ekki lifað eðlilegu lífi, sótt vinnu og skóla, borgað reikninga, átt hefðbundið fjölskyldulíf, verið skilvirkir samfélagsþegnar. Mamma mín var skilvirkur þjóðfélagsþegn í marga áratugi og starfaði lengst af við umönnun aldraðra og sjúkra. Nú er komið að henni. Mér finnst mamma mín eiga allt það besta skilið, en svo á við um alla aðstandendur myndi ég halda. Svo, takk fyrir að hugsa um mömmu mína, ég vona að þið sjáið í henni þá manneskju sem hún eitt sinn var – glettin, hjálpleg, hugulsöm og eldklár. Takk fyrir að láta henni líða vel, þótt hún geti kannski ekki talað mikið lengur þá skiptir máli að skilja hvað hana vantar, lofa henni að finna að hún er ekki ein, láta hana finna fyrir öryggi og áhyggjuleysi, hjálpa henni að brosa með því að brosa við henni að fyrra bragði. Á meðan hún er róleg, örugg og líður vel þá er hún sátt. Ég treysti því að þið gætið þess að hún drekki nægan vökva, því aldrað fólk er frekar óduglegt við það og heilabilað fólk enn frekar. Ég treysti því að þið fylgist með hvort hún taki sopa og kyngi en beri ekki bara glasið upp að vörunum. Ég vil þakka ykkur fyrir að setja fyrir hana matardiskinn þótt hún haldi því fram að hún sé nýbúin að borða, bita fyrir hana matinn og hjálpa henni að matast. Ég treysti því að þið gætið þess að hún sé alltaf snyrtileg til fara, því þannig var hún alltaf áður en sjúkdómurinn tók völdin. Þakka ykkur fyrir að klæða hana daglega í hrein föt (ég veit að þau óhreinkast fljótt eftir matartímana, en samt), greiða hárið, þvo henni í framan, bursta tennurnar, bera á hana rakakrem og jafnvel setja á hana dulítið ilmvatn. Hún myndi ekki vilja vera illa til höfð, hvað þá illa lyktandi, innan um annað fólk. Þakka ykkur fyrir að lofa henni að halda virðingu sinni og reisn, þrátt fyrir heilabilunina. Þakka ykkur fyrir að halda í höndina á henni þegar ég get ekki verið þarna, hlusta á hana þegar hún reynir að segja ykkur eitthvað, strjúka henni um vangann þegar hún er þreytt og faðma hana þegar hún er ráðvillt. Ég treysti því að þið hugsið jafn vel um mömmu mína og þið mynduð hugsa um ykkar eigin móður, eða ömmu, langömmu já eða einhvern ástvin sem ekki getur séð um sig sjálfur lengur. Ég veit að hún á ekki langan tíma eftir svo ég er þakklát fyrir að þið gerið hann henni, og okkur, sem þægilegastan. TAKK. Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða og dóttir konu með Alzheimer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ég er að flytja í annan landsfjórðung en mamma mín og þarf að treysta á að þið hugsið vel hana. Þetta er eina mamman sem ég á og hún hefur átt alveg ótrúlega ævi, gengið í gegnum svo margt, afrekað mikið, fært ýmsar fórnir, upplifað erfiðleika og óbærilegar sorgir, alið mig vel upp og elskað mig skilyrðislaust, umborið mig þegar ég var ósanngjörn og heimtufrek, huggað mig þegar þurfti. Mig langar helst að halda áfram að hugsa sjálf um mömmu mína en hún þarf orðið svo mikla umönnun vegna heilabilunar að ég og systkini mín ráðum ekki við verkefnið lengur. Þess vegna felum við hana í ykkar hendur og treystum ykkur til að gera ykkar allra besta. Ég verð ykkur ævinlega þakklát fyrir að hafa valið þetta göfuga starf og ef ég mætti ráða fengjuð þið miklu meira borgað en nú er því ég hef sjálf reynslu af umönnunarstörfum og starfi með heilabiluðum og veit því fullvel hversu krefjandi það er, sem er í litlu samræmi við það sem kemur upp úr launaumslaginu. En ég veit líka að þetta er gefandi starf, starf sem skiptir svo óskaplega miklu máli. Þið unga fólk sem starfið við þetta með námi eigið mögulega aldrei eftir að starfa við neitt eins mikilvægt og ég lofa ykkur því að þið munið búa að þessari reynslu alla ævina. Þið megið vita að við aðstandendur metum starf ykkar mikils, án ykkar værum við buguð af þreytu og sorg og gætum ekki lifað eðlilegu lífi, sótt vinnu og skóla, borgað reikninga, átt hefðbundið fjölskyldulíf, verið skilvirkir samfélagsþegnar. Mamma mín var skilvirkur þjóðfélagsþegn í marga áratugi og starfaði lengst af við umönnun aldraðra og sjúkra. Nú er komið að henni. Mér finnst mamma mín eiga allt það besta skilið, en svo á við um alla aðstandendur myndi ég halda. Svo, takk fyrir að hugsa um mömmu mína, ég vona að þið sjáið í henni þá manneskju sem hún eitt sinn var – glettin, hjálpleg, hugulsöm og eldklár. Takk fyrir að láta henni líða vel, þótt hún geti kannski ekki talað mikið lengur þá skiptir máli að skilja hvað hana vantar, lofa henni að finna að hún er ekki ein, láta hana finna fyrir öryggi og áhyggjuleysi, hjálpa henni að brosa með því að brosa við henni að fyrra bragði. Á meðan hún er róleg, örugg og líður vel þá er hún sátt. Ég treysti því að þið gætið þess að hún drekki nægan vökva, því aldrað fólk er frekar óduglegt við það og heilabilað fólk enn frekar. Ég treysti því að þið fylgist með hvort hún taki sopa og kyngi en beri ekki bara glasið upp að vörunum. Ég vil þakka ykkur fyrir að setja fyrir hana matardiskinn þótt hún haldi því fram að hún sé nýbúin að borða, bita fyrir hana matinn og hjálpa henni að matast. Ég treysti því að þið gætið þess að hún sé alltaf snyrtileg til fara, því þannig var hún alltaf áður en sjúkdómurinn tók völdin. Þakka ykkur fyrir að klæða hana daglega í hrein föt (ég veit að þau óhreinkast fljótt eftir matartímana, en samt), greiða hárið, þvo henni í framan, bursta tennurnar, bera á hana rakakrem og jafnvel setja á hana dulítið ilmvatn. Hún myndi ekki vilja vera illa til höfð, hvað þá illa lyktandi, innan um annað fólk. Þakka ykkur fyrir að lofa henni að halda virðingu sinni og reisn, þrátt fyrir heilabilunina. Þakka ykkur fyrir að halda í höndina á henni þegar ég get ekki verið þarna, hlusta á hana þegar hún reynir að segja ykkur eitthvað, strjúka henni um vangann þegar hún er þreytt og faðma hana þegar hún er ráðvillt. Ég treysti því að þið hugsið jafn vel um mömmu mína og þið mynduð hugsa um ykkar eigin móður, eða ömmu, langömmu já eða einhvern ástvin sem ekki getur séð um sig sjálfur lengur. Ég veit að hún á ekki langan tíma eftir svo ég er þakklát fyrir að þið gerið hann henni, og okkur, sem þægilegastan. TAKK. Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða og dóttir konu með Alzheimer.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar