„Nú er komið að okkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2022 10:00 Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, vill sjá liðið enda ellefu ára bið eftir bikarmeistaratitli og feti fótspor kvennalið félagsins í handbolta og körfubolta sem hafa unnið bikartitla undanfarin ár. Stöð 2 Sport/Vísir Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. „Það er komin mikil spenna og tilhlökkun í hópinn að mæta á Laugardalsvöll og reyna að gera vel. Það er langt síðan við höfum fengið að taka þátt í þessum leik og það gerir þetta extra sætt,“ segir Elísa, en Valur er að taka þátt í bikarúrslitum í fyrsta skipti síðan 2012. Spennan er því mikil. „Ef ég svara fyrir sjálfa mig, þá er þetta það. Ég hef aldrei fengið að stíga fæti á Laugardalsvöll með mínu félagsliði og það gerir þetta extra spennandi. Ég er mjög spennt fyrir laugardeginum og að fá að taka þátt í þessu,“ En er pressan þá einnig mikil á Valsliði, sem hefur verið eitt fremsta lið landsins síðustu ár, þegar biðin eftir bikartitli er orðin ellefu ár? „Ekki spurning. Fyrir Val sem klúbb er loksins komið að þessu. Hinar greinarnar í klúbbnum, eins og handboltinn, hafa verið að gera vel í bikarkeppnum undanfarið og nú er komið að okkur,“ Klippa: Viðtal við Elísu fyrir bikarúrslitin Gætum ekki verið á betri stað Valskonur, líkt og Blikar, voru í Evrópuverkefni í síðustu viku. Valskonur fóru hins vegar áfram, annað en Blikar, og koma því fullar sjálfstrausts til leiks. „Við komum bara vel undan Evrópuverkefninu, flestir leikmenn eru heilir, og það skiptir mestu máli að hafa breiðan og góðan hóp þegar álagið er mikið. Ég tel að við höfum náð að gera vel þar að halda öllum heilum og koma í veg fyrir meiðsli,“ „Þetta voru tveir sigurleikir sem komu okkur í næstu umferð og við gætum ekki verið á betri stað.“ Elísa býst þá við svipuðum leik og þegar þessi lið hafa mæst undanfarin misseri. „Eins og oftast þegar þessi lið mætast þá eru þetta yfirleitt skemmtilegir leikir, opnir í báða enda, og ég býst í raun við svipuðum leik og undanfarið. Vonandi munum við bera sigur úr býtum,“ segir Elísa. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Það er komin mikil spenna og tilhlökkun í hópinn að mæta á Laugardalsvöll og reyna að gera vel. Það er langt síðan við höfum fengið að taka þátt í þessum leik og það gerir þetta extra sætt,“ segir Elísa, en Valur er að taka þátt í bikarúrslitum í fyrsta skipti síðan 2012. Spennan er því mikil. „Ef ég svara fyrir sjálfa mig, þá er þetta það. Ég hef aldrei fengið að stíga fæti á Laugardalsvöll með mínu félagsliði og það gerir þetta extra spennandi. Ég er mjög spennt fyrir laugardeginum og að fá að taka þátt í þessu,“ En er pressan þá einnig mikil á Valsliði, sem hefur verið eitt fremsta lið landsins síðustu ár, þegar biðin eftir bikartitli er orðin ellefu ár? „Ekki spurning. Fyrir Val sem klúbb er loksins komið að þessu. Hinar greinarnar í klúbbnum, eins og handboltinn, hafa verið að gera vel í bikarkeppnum undanfarið og nú er komið að okkur,“ Klippa: Viðtal við Elísu fyrir bikarúrslitin Gætum ekki verið á betri stað Valskonur, líkt og Blikar, voru í Evrópuverkefni í síðustu viku. Valskonur fóru hins vegar áfram, annað en Blikar, og koma því fullar sjálfstrausts til leiks. „Við komum bara vel undan Evrópuverkefninu, flestir leikmenn eru heilir, og það skiptir mestu máli að hafa breiðan og góðan hóp þegar álagið er mikið. Ég tel að við höfum náð að gera vel þar að halda öllum heilum og koma í veg fyrir meiðsli,“ „Þetta voru tveir sigurleikir sem komu okkur í næstu umferð og við gætum ekki verið á betri stað.“ Elísa býst þá við svipuðum leik og þegar þessi lið hafa mæst undanfarin misseri. „Eins og oftast þegar þessi lið mætast þá eru þetta yfirleitt skemmtilegir leikir, opnir í báða enda, og ég býst í raun við svipuðum leik og undanfarið. Vonandi munum við bera sigur úr býtum,“ segir Elísa. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira