Borgin á ekki að vera að opna á viðskiptatækifæri með barnæskuna Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 26. ágúst 2022 15:00 Úttekt innri endurskoðunar á sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum var kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs í vikunni. Ýmislegt kom fram í henni. Það sem kom mest á óvart er að einkareknir leikskólar hafa heimildir til þess að greiða sér út arð, og það án neinna skilyrða. Engar kvaðir eru af hálfu borgarinnar um arðgreiðslur eða hvernig rekstrarafgangur sem rekja má til opinberra framlaga skuli nýttur. Greiddur er umtalsverður arður út til eigenda sem jafnframt eru á launaskrá hjá leikskólanum. Peningur sem ætti að nýtast börnum er sogaður út. Yfir 100 milljónir í arðgreiðslur Sautján sjálfstætt starfandi leikskólar eru í Reykjavíkurborg sem hljóta samtals 2,9 milljarðar króna rekstrarframlags frá borginni auk húsnæðisframlags upp á 311 milljónir króna. Þetta eru háar upphæðir og því mikilvægt að við vitum að þær séu alveg örugglega að nýtast börnunum og starfi leikskólanna. Nokkrir þessara leikskóla eru félagslega reknir og því er tryggt að allt fé renni beint aftur í leikskólastarfið og ekki í neitt annað. En því miður gildir svo ekki um alla sjálfstætt rekna leikskóla. Hluti þeirra hefur á síðustu árum greitt sér út meira en 100 milljónir í arð samkvæmt skýrslunni. Það þýðir að í stað þess að fé sem borgin er að styðja leikskólanna með renni beint í leikskólastarfið er hluti þess að enda í vasa eigendanna. Hvernig erum við þarna að tryggja sem bestu gæði leikskólastarfs í borginni? Ég get ekki séð hvernig svo er. Fé rennur í vasa eigenda í stað þess að hlúa að börnum Þrír leikskólanna hafa greitt út rúmlega 20 milljónir í arð á síðustu árum. Einn þeirra sker sig sérstaklega úr og hefur greitt út 65 milljónir á tveimur árum. Auk þess er þar rukkað sérstakt aukagjald umfram það hámark á leikskólagjöldum sem leyfi er gefið fyrir í samningi við borgina. Annar leikskóli keypti íbúðarhúsnæði sem ekki er vitað til hvaða nota er ætlað. Dæmi eru um að leikskólar séu að greiða sér út arð í bullandi taprekstri. Útsvarinu okkar er ekki best borgið í að viðhalda arðgreiðslum og einhverju sem lítur út fyrir að vera íbúðabrask. Borgaryfirvöld leyfa þessu að viðgangast. Engin mörk virðast sett á hömluleysið. Heimildir borgarinnar fyrir skilyrðislausum arðgreiðslum eru að bitna á börnunum. Borgin á ekki að vera að opna á viðskiptatækifæri með barnæskuna. Við eigum að mæta grunnþörfum þeirra í stað þess að búa til gróðamaskínur í kringum þau. Gróðastarfsemi leikskóla bitnar á börnunum Sósíalistar hafa ekkert á móti því að til séu öðruvísi leikskólar en þeir sem borgin rekur. Sjálfseignarstofnanir eða félagslega reknir leikskólar vinna gott starf og það er gott að hafa fjölbreytni. Það er ekki í lagi að leikskólar séu reknir til þess að raka fé frá börnum. Gróðastarfsemi á ekki heima innan þeirra því það hefur í för með sér hvata til þess að draga úr þjónustu við börnin og setja aukið álag á starfsfólkið, sem getur auk þess ógnað öryggi barnanna. Hverjar eru okkar frumforsendur sem samfélags? Það er ekki þetta. Að börn séu nýtt sem viðskiptatækifæri. Í sjálfstætt reknum grunnskólum borgarinnar eru þau skilyrði sett að þeir megi ekki greiða sér út arð. Hvers vegna gildir hið sama ekki um leikskóla? Það minnsta sem meirihlutinn í borginni getur gert nú er að setja reglur um að arðgreiðslur ættu að fara beint aftur í skólana og nýtast börnunum, með því að fjölga kennurum, bæta leikvöllinn eða sinna viðhaldi á skólabyggingunni. Tryggjum gjaldfrjálsa leikskóla Ein af aðaláherslum Sósíalista er að börn eigi ekki að þurfa borga fyrir þjónustu borgarinnar. Það felur í sér að þau séu ekki rukkuð um leikskólagjöld. Með því að tryggja það komum við í veg fyrir að leikskólar geti sópað fé út úr starfinu og fært í vasa eigenda. Borgin á ekki að vera að niðurgreiða slíka starfsemi, heldur einfaldlega tryggja að það sé engin gjaldskrá. Við eigum öll að geta sammælst um það að börnin séu sett í fyrsta sæti og verið fullviss um að fé úr okkar sameiginlega sjóði sé að renna til barnanna og ekki neitt annað. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu innri endurskoðunar um úttekt á sjálfstætt reknum grunn- og leikskólum geta afritað þennan hlekk og límt á vafranum sínum: https://borgarvernd-web.cdn.prismic.io/borgarvernd-web/0820859a-5c9b-4b7d-8acf-df5883295013_Innri+endurskodun+skyrsla+leik+og+grunnskolar_24.03.2022.pdf Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Úttekt innri endurskoðunar á sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum var kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs í vikunni. Ýmislegt kom fram í henni. Það sem kom mest á óvart er að einkareknir leikskólar hafa heimildir til þess að greiða sér út arð, og það án neinna skilyrða. Engar kvaðir eru af hálfu borgarinnar um arðgreiðslur eða hvernig rekstrarafgangur sem rekja má til opinberra framlaga skuli nýttur. Greiddur er umtalsverður arður út til eigenda sem jafnframt eru á launaskrá hjá leikskólanum. Peningur sem ætti að nýtast börnum er sogaður út. Yfir 100 milljónir í arðgreiðslur Sautján sjálfstætt starfandi leikskólar eru í Reykjavíkurborg sem hljóta samtals 2,9 milljarðar króna rekstrarframlags frá borginni auk húsnæðisframlags upp á 311 milljónir króna. Þetta eru háar upphæðir og því mikilvægt að við vitum að þær séu alveg örugglega að nýtast börnunum og starfi leikskólanna. Nokkrir þessara leikskóla eru félagslega reknir og því er tryggt að allt fé renni beint aftur í leikskólastarfið og ekki í neitt annað. En því miður gildir svo ekki um alla sjálfstætt rekna leikskóla. Hluti þeirra hefur á síðustu árum greitt sér út meira en 100 milljónir í arð samkvæmt skýrslunni. Það þýðir að í stað þess að fé sem borgin er að styðja leikskólanna með renni beint í leikskólastarfið er hluti þess að enda í vasa eigendanna. Hvernig erum við þarna að tryggja sem bestu gæði leikskólastarfs í borginni? Ég get ekki séð hvernig svo er. Fé rennur í vasa eigenda í stað þess að hlúa að börnum Þrír leikskólanna hafa greitt út rúmlega 20 milljónir í arð á síðustu árum. Einn þeirra sker sig sérstaklega úr og hefur greitt út 65 milljónir á tveimur árum. Auk þess er þar rukkað sérstakt aukagjald umfram það hámark á leikskólagjöldum sem leyfi er gefið fyrir í samningi við borgina. Annar leikskóli keypti íbúðarhúsnæði sem ekki er vitað til hvaða nota er ætlað. Dæmi eru um að leikskólar séu að greiða sér út arð í bullandi taprekstri. Útsvarinu okkar er ekki best borgið í að viðhalda arðgreiðslum og einhverju sem lítur út fyrir að vera íbúðabrask. Borgaryfirvöld leyfa þessu að viðgangast. Engin mörk virðast sett á hömluleysið. Heimildir borgarinnar fyrir skilyrðislausum arðgreiðslum eru að bitna á börnunum. Borgin á ekki að vera að opna á viðskiptatækifæri með barnæskuna. Við eigum að mæta grunnþörfum þeirra í stað þess að búa til gróðamaskínur í kringum þau. Gróðastarfsemi leikskóla bitnar á börnunum Sósíalistar hafa ekkert á móti því að til séu öðruvísi leikskólar en þeir sem borgin rekur. Sjálfseignarstofnanir eða félagslega reknir leikskólar vinna gott starf og það er gott að hafa fjölbreytni. Það er ekki í lagi að leikskólar séu reknir til þess að raka fé frá börnum. Gróðastarfsemi á ekki heima innan þeirra því það hefur í för með sér hvata til þess að draga úr þjónustu við börnin og setja aukið álag á starfsfólkið, sem getur auk þess ógnað öryggi barnanna. Hverjar eru okkar frumforsendur sem samfélags? Það er ekki þetta. Að börn séu nýtt sem viðskiptatækifæri. Í sjálfstætt reknum grunnskólum borgarinnar eru þau skilyrði sett að þeir megi ekki greiða sér út arð. Hvers vegna gildir hið sama ekki um leikskóla? Það minnsta sem meirihlutinn í borginni getur gert nú er að setja reglur um að arðgreiðslur ættu að fara beint aftur í skólana og nýtast börnunum, með því að fjölga kennurum, bæta leikvöllinn eða sinna viðhaldi á skólabyggingunni. Tryggjum gjaldfrjálsa leikskóla Ein af aðaláherslum Sósíalista er að börn eigi ekki að þurfa borga fyrir þjónustu borgarinnar. Það felur í sér að þau séu ekki rukkuð um leikskólagjöld. Með því að tryggja það komum við í veg fyrir að leikskólar geti sópað fé út úr starfinu og fært í vasa eigenda. Borgin á ekki að vera að niðurgreiða slíka starfsemi, heldur einfaldlega tryggja að það sé engin gjaldskrá. Við eigum öll að geta sammælst um það að börnin séu sett í fyrsta sæti og verið fullviss um að fé úr okkar sameiginlega sjóði sé að renna til barnanna og ekki neitt annað. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu innri endurskoðunar um úttekt á sjálfstætt reknum grunn- og leikskólum geta afritað þennan hlekk og límt á vafranum sínum: https://borgarvernd-web.cdn.prismic.io/borgarvernd-web/0820859a-5c9b-4b7d-8acf-df5883295013_Innri+endurskodun+skyrsla+leik+og+grunnskolar_24.03.2022.pdf Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun