Söngvari Arcade Fire sakaður um kynferðisbrot Bjarki Sigurðsson skrifar 27. ágúst 2022 21:06 Arcade Fire hélt tónleika hér á landi árið 2018. Getty/Josh Brasted Fjórir einstaklingar hafa sakað Win Butler, söngvara kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire, um að hafa brotið á sér kynferðislega. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015 til 2020 en Butler hefur verið í hjónabandi með Régine Chassagne, meðlim Arcade Fire, síðan árið 2003. Einstaklingarnir fjórir stigu fram í samtali við fréttamiðilinn Pitchfork í dag en þrjár konur saka Butler um að hafa nýtt sér frægð sína og aldur til þess að sofa hjá sér. Butler hefur viðurkennt að hann hafi sofið hjá konunum en neitar að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað. Kynlíf þeirra hafi verið með samþykki beggja aðila. Allar konurnar eru mun yngri en Butler og miklir aðdáendur Arcade Fire. Fjórði einstaklingurinn sakar Butler um að hafa nauðgað sér tvisvar sinnum, einu sinni þegar þau voru saman í bíl og einu sinni þegar Butler mætti í íbúð einstaklingsins eftir að hán var búið að banna honum að koma þangað. Blaðamaður Pitchfork segist hafa skoðað samskipti milli einstaklinganna og Butler og gat þar með staðfest sögur þeirra. Í yfirlýsingu sem Butler sendi Pitchfork eftir að miðillinn setti sig í samband við hann vegna málsins staðfestir hann að hafa hitt einstaklingana og sofið hjá þeim öllum. Hann elski þó eiginkonu sína enn og segir framhjáhaldið hafa verið mistök. „Ég hef aldrei snert konu gegn hennar vilja og ef einhver gefur annað í skyn er það rangt. Ég neita því staðfastlega að ég hafi nauðgað konu eða heimtað kynferðislega greiða. Það er ótvírætt að það hefur aldrei gerst,“ segir í yfirlýsingu söngvarans. Arcade Fire hélt tónleika hér á landi árið 2018 í Laugardalshöll. Tónleikarnir voru með þeim síðustu í Evróputúr sveitarinnar eftir að hafa gefið út plötuna Everything Now árið áður. Tónlist Kynferðisofbeldi MeToo Kanada Hollywood Tengdar fréttir Söngvari Arcade Fire þeytir skífum á Húrra annað kvöld DJ Windows 98 mun þeyta skífum á Húrra annað kvöld en það er enginn annar er Win Butler úr hljómsveitinni Arcade Fire. 23. ágúst 2018 15:21 Arcade Fire á Íslandi: Hvetja fólk til að mæta á dansskónum Kanadíska indírokksveitin spilar í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Lofa skemmtilegum tónleikum og hvetja aðdáendur til að mæta á dansskónum. 18. ágúst 2018 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Einstaklingarnir fjórir stigu fram í samtali við fréttamiðilinn Pitchfork í dag en þrjár konur saka Butler um að hafa nýtt sér frægð sína og aldur til þess að sofa hjá sér. Butler hefur viðurkennt að hann hafi sofið hjá konunum en neitar að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað. Kynlíf þeirra hafi verið með samþykki beggja aðila. Allar konurnar eru mun yngri en Butler og miklir aðdáendur Arcade Fire. Fjórði einstaklingurinn sakar Butler um að hafa nauðgað sér tvisvar sinnum, einu sinni þegar þau voru saman í bíl og einu sinni þegar Butler mætti í íbúð einstaklingsins eftir að hán var búið að banna honum að koma þangað. Blaðamaður Pitchfork segist hafa skoðað samskipti milli einstaklinganna og Butler og gat þar með staðfest sögur þeirra. Í yfirlýsingu sem Butler sendi Pitchfork eftir að miðillinn setti sig í samband við hann vegna málsins staðfestir hann að hafa hitt einstaklingana og sofið hjá þeim öllum. Hann elski þó eiginkonu sína enn og segir framhjáhaldið hafa verið mistök. „Ég hef aldrei snert konu gegn hennar vilja og ef einhver gefur annað í skyn er það rangt. Ég neita því staðfastlega að ég hafi nauðgað konu eða heimtað kynferðislega greiða. Það er ótvírætt að það hefur aldrei gerst,“ segir í yfirlýsingu söngvarans. Arcade Fire hélt tónleika hér á landi árið 2018 í Laugardalshöll. Tónleikarnir voru með þeim síðustu í Evróputúr sveitarinnar eftir að hafa gefið út plötuna Everything Now árið áður.
Tónlist Kynferðisofbeldi MeToo Kanada Hollywood Tengdar fréttir Söngvari Arcade Fire þeytir skífum á Húrra annað kvöld DJ Windows 98 mun þeyta skífum á Húrra annað kvöld en það er enginn annar er Win Butler úr hljómsveitinni Arcade Fire. 23. ágúst 2018 15:21 Arcade Fire á Íslandi: Hvetja fólk til að mæta á dansskónum Kanadíska indírokksveitin spilar í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Lofa skemmtilegum tónleikum og hvetja aðdáendur til að mæta á dansskónum. 18. ágúst 2018 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Söngvari Arcade Fire þeytir skífum á Húrra annað kvöld DJ Windows 98 mun þeyta skífum á Húrra annað kvöld en það er enginn annar er Win Butler úr hljómsveitinni Arcade Fire. 23. ágúst 2018 15:21
Arcade Fire á Íslandi: Hvetja fólk til að mæta á dansskónum Kanadíska indírokksveitin spilar í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Lofa skemmtilegum tónleikum og hvetja aðdáendur til að mæta á dansskónum. 18. ágúst 2018 07:15