Fósturforeldrar eru ekki einnota Guðlaugur Kristmundsson skrifar 30. ágúst 2022 13:30 Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að Barna- og fjölskyldustofa hefur undanfarnar vikur staðið í herferð til þess að minna á og hvetja til þess að þau sem hafa áhuga á eða eru vænlegir kandídatar í verkefni fósturforeldra láti verða af því að sækja um. Eða láti allavega vita af sér. Úr herferð Barna- og fjölskyldustofu má lesa að vaxandi þörf sé fyrir fósturforeldra á Íslandi. Með öðrum orðum sé listinn yfir börn sem þurfa að komast til ákjósanlegra fósturfjölskyldna, til lengri að skemmri tíma, að lengjast. Sem gefur til kynna að mikil vöntun sé á fósturforeldrum. Við hjá Félagi fósturforeldra fögnum herferð Barna- og fjölskyldustofu og eins því að fleiri bætist við í okkar fjölbreytta hóp, en um leið langar okkur að vekja athygli á því að ein aðferð til að vinna gegn þessum vanda er að styrkja okkar félagsskap og stöðu þeirra fósturforeldra sem fyrir eru. Í því sambandi er ágætt að minna á að fósturrof, þ.e. þegar fósturbarn fer frá fósturfjölskyldu, getur verið afar sársaukafullt. Ástæðurnar fyrir því geta verið margskonar, t.d. þegar barn snýr aftur til kynforeldra sinna eða þegar fósturfjölskylda hefur ekki úrræði til að vinna með vanda barns. Við fósturrof fer starfsmaður barnaverndar beint í að huga að stöðu barnsins, eðlilega og finna ný úrræði. En eftir standa fósturforeldrarnir sem þurfa að takast á við alls konar erfiðar tilfinningar, því þótt fósturrofið hafi verið „eðlilegt“ og jafnvel „fyrirsjáanlegt“ getur því fylgt íþyngjandi skömm. Fósturforeldrunum finnst þeir kannski sitja einir eftir, að þeir séu ekki lengur hluti af samfélagi fósturforeldra, að þeir njóti ekki lengur stuðnings eða eigi í samtali við barnaverndarkerfið um sína stöðu. Þeir upplifa skömm, sem þeir einangrast með og bjóðast því ekki til þess að leggja öðru barni lið þrátt fyrir að hafa fengið þjálfun og verið metnir hæfir til þess að sinna hlutverki fósturforeldra. Á sama tíma er verið að auglýsa eftir næstu fósturforeldrum, líkt og fósturforeldrar séu hálf partinn einnota. Við hjá Félagi fósturforeldra teljum að hægt sé að gera betur og viljum stuðla að því. Höfundur er formaður Félags fósturforeldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Kristmundsson Barnavernd Fjölskyldumál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að Barna- og fjölskyldustofa hefur undanfarnar vikur staðið í herferð til þess að minna á og hvetja til þess að þau sem hafa áhuga á eða eru vænlegir kandídatar í verkefni fósturforeldra láti verða af því að sækja um. Eða láti allavega vita af sér. Úr herferð Barna- og fjölskyldustofu má lesa að vaxandi þörf sé fyrir fósturforeldra á Íslandi. Með öðrum orðum sé listinn yfir börn sem þurfa að komast til ákjósanlegra fósturfjölskyldna, til lengri að skemmri tíma, að lengjast. Sem gefur til kynna að mikil vöntun sé á fósturforeldrum. Við hjá Félagi fósturforeldra fögnum herferð Barna- og fjölskyldustofu og eins því að fleiri bætist við í okkar fjölbreytta hóp, en um leið langar okkur að vekja athygli á því að ein aðferð til að vinna gegn þessum vanda er að styrkja okkar félagsskap og stöðu þeirra fósturforeldra sem fyrir eru. Í því sambandi er ágætt að minna á að fósturrof, þ.e. þegar fósturbarn fer frá fósturfjölskyldu, getur verið afar sársaukafullt. Ástæðurnar fyrir því geta verið margskonar, t.d. þegar barn snýr aftur til kynforeldra sinna eða þegar fósturfjölskylda hefur ekki úrræði til að vinna með vanda barns. Við fósturrof fer starfsmaður barnaverndar beint í að huga að stöðu barnsins, eðlilega og finna ný úrræði. En eftir standa fósturforeldrarnir sem þurfa að takast á við alls konar erfiðar tilfinningar, því þótt fósturrofið hafi verið „eðlilegt“ og jafnvel „fyrirsjáanlegt“ getur því fylgt íþyngjandi skömm. Fósturforeldrunum finnst þeir kannski sitja einir eftir, að þeir séu ekki lengur hluti af samfélagi fósturforeldra, að þeir njóti ekki lengur stuðnings eða eigi í samtali við barnaverndarkerfið um sína stöðu. Þeir upplifa skömm, sem þeir einangrast með og bjóðast því ekki til þess að leggja öðru barni lið þrátt fyrir að hafa fengið þjálfun og verið metnir hæfir til þess að sinna hlutverki fósturforeldra. Á sama tíma er verið að auglýsa eftir næstu fósturforeldrum, líkt og fósturforeldrar séu hálf partinn einnota. Við hjá Félagi fósturforeldra teljum að hægt sé að gera betur og viljum stuðla að því. Höfundur er formaður Félags fósturforeldra.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun