Musk vísar í uppljóstrara í nýju bréfi til Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2022 13:38 Elon Musk vill ekki kaupa Twitter, þrátt fyrir að hafa skrifað undir kaupsamning í vor. AP/Carina Johansen Auðjöfurinn Elon Musk sendi forsvarsmönnum Twitter bréfi í gær þar sem hann krafðist þess aftur að kaupsamningi hans á samfélagsmiðlafyrirtækinu yrði rift. Vísaði hann til ummæla uppljóstrarans Peiter Zatko, sem starfaði áður sem öryggisstjóri Twitter og sagði fyrirtækið hafa brotið gegn skilmálum kaupsamningsins, séu ásakanir Zatkos sannar. Bréfið var sent í gær en opinberað í dag. Ásakanir hans sneru að miklu leyti að því að samfélagsmiðillinn væri óöruggur og forsvarsmenn Twitter hefðu blekkt notendur og yfirvöld varðandi hve illa varðar persónuupplýsingar notenda væru. Sjá einnig: Fyrrverandi öryggisstjóri segir Twitter berskjaldað gegn tölvuárásum Musk skrifaði í apríl undir samning um að kaupa Twitter á 44 milljarða dala, eða 54 dali á hlut. Virði hlutabréfa Twitter stendur þegar þetta er skrifað í fjörutíu dölum á hlut. Auðjöfurinn lýsti því þó yfir í síðasta mánuði að hann væri hættur við kaupin og bar hann fyrir sig því forsvarsmenn Twitter hefðu ekki orðið við kröfum hans um gögn og upplýsingar um raunverulegan fjölda falskra reikninga og svokallaða botta. Hann sagðist þurfa þær upplýsingar til að meta raunverulegt verðmæti Twitter. Auðjöfurinn nefndi einnig að tveimur háttsettum starfsmönnum Twitter hefði verið sagt upp, án samráðs við sig eins og kaupsamningurinn segir til um. Forsvarsmenn Twitter hafa þó hafnað því og hafa höfðað mál gegn Musk, sem er stærsti hluthafi Twitter, með því markmiði að hann verði látinn standa við kaupsamninginn. Lögmenn Musks hafa stefnt Zatko og vilja fá hann í vitnaleiðslur vegna réttarhalda sem hefjast í haust. Í bréfinu sem lögmenn hans sendu Twitter segir að ásakanir Zatkos styðji það að Musk hafi verið blekktur af stjórnendum Twitter og hann eigi rétt á því að samningnum verði rift, samkvæmt frétt CNBC. Zatko hefur einnig haldið því fram að stjórnendur Twitter hafi sagt ósatt um getu þeirra til að greina og eyða fölskum reikningum og bottum. Í svari Twitter við nýjasta bréfi Musks segir að kröfur hans byggi á yfirlýsingum utanaðkomandi aðila sem forsvarsmenn Twitter hafi þegar sagt innihalda rangfærslur og þurfa meira samhengi. Twitter hafi ekki brotið gegn kaupsamningnum og enn standi til að láta Musk standa við hann. Twitter Tengdar fréttir Musk grínaðist með að kaupa Manchester United Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri við það að festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Skömmu síðar dró hann grínið hins vegar til baka. 17. ágúst 2022 07:30 Musk þvertekur fyrir ásakanirnar Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla, neitar því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Nicole Shanahan, eiginkonu stofnanda Google, Sergey Brin. 25. júlí 2022 08:20 Dómstólar ákveða hvort Musk skuli kaupa Twitter Dómstólar í Delaware hafa komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk þurfi að fara fyrir dóm vegna kaupa sinna á Twitter eða hvort hann skuli standa við þau. 20. júlí 2022 19:43 Twitter í betri stöðu en samkomulag talið líklegt Lagasérfræðingar vestanhafs segja samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter vera með yfirhöndina gegn auðjöfrinum Elon Musk. Hann tilkynnti fyrir helgi að hann ætlaði að hætta við að kaupa samfélagsmiðilinn, þrátt fyrir að hafa skrifað undir kaupsamning upp á 44 milljarða dala. 11. júlí 2022 15:07 Musk vill hætta við en Twitter ætlar í mál Auðjöfurinn Elon Musk segir að hann vilji hætta við að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter á 44 milljarða dala. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast ætla að höfða mál gegn Musk og segjast vongóðir um að þeir muni bera sigur úr bítum. 8. júlí 2022 22:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bréfið var sent í gær en opinberað í dag. Ásakanir hans sneru að miklu leyti að því að samfélagsmiðillinn væri óöruggur og forsvarsmenn Twitter hefðu blekkt notendur og yfirvöld varðandi hve illa varðar persónuupplýsingar notenda væru. Sjá einnig: Fyrrverandi öryggisstjóri segir Twitter berskjaldað gegn tölvuárásum Musk skrifaði í apríl undir samning um að kaupa Twitter á 44 milljarða dala, eða 54 dali á hlut. Virði hlutabréfa Twitter stendur þegar þetta er skrifað í fjörutíu dölum á hlut. Auðjöfurinn lýsti því þó yfir í síðasta mánuði að hann væri hættur við kaupin og bar hann fyrir sig því forsvarsmenn Twitter hefðu ekki orðið við kröfum hans um gögn og upplýsingar um raunverulegan fjölda falskra reikninga og svokallaða botta. Hann sagðist þurfa þær upplýsingar til að meta raunverulegt verðmæti Twitter. Auðjöfurinn nefndi einnig að tveimur háttsettum starfsmönnum Twitter hefði verið sagt upp, án samráðs við sig eins og kaupsamningurinn segir til um. Forsvarsmenn Twitter hafa þó hafnað því og hafa höfðað mál gegn Musk, sem er stærsti hluthafi Twitter, með því markmiði að hann verði látinn standa við kaupsamninginn. Lögmenn Musks hafa stefnt Zatko og vilja fá hann í vitnaleiðslur vegna réttarhalda sem hefjast í haust. Í bréfinu sem lögmenn hans sendu Twitter segir að ásakanir Zatkos styðji það að Musk hafi verið blekktur af stjórnendum Twitter og hann eigi rétt á því að samningnum verði rift, samkvæmt frétt CNBC. Zatko hefur einnig haldið því fram að stjórnendur Twitter hafi sagt ósatt um getu þeirra til að greina og eyða fölskum reikningum og bottum. Í svari Twitter við nýjasta bréfi Musks segir að kröfur hans byggi á yfirlýsingum utanaðkomandi aðila sem forsvarsmenn Twitter hafi þegar sagt innihalda rangfærslur og þurfa meira samhengi. Twitter hafi ekki brotið gegn kaupsamningnum og enn standi til að láta Musk standa við hann.
Twitter Tengdar fréttir Musk grínaðist með að kaupa Manchester United Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri við það að festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Skömmu síðar dró hann grínið hins vegar til baka. 17. ágúst 2022 07:30 Musk þvertekur fyrir ásakanirnar Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla, neitar því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Nicole Shanahan, eiginkonu stofnanda Google, Sergey Brin. 25. júlí 2022 08:20 Dómstólar ákveða hvort Musk skuli kaupa Twitter Dómstólar í Delaware hafa komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk þurfi að fara fyrir dóm vegna kaupa sinna á Twitter eða hvort hann skuli standa við þau. 20. júlí 2022 19:43 Twitter í betri stöðu en samkomulag talið líklegt Lagasérfræðingar vestanhafs segja samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter vera með yfirhöndina gegn auðjöfrinum Elon Musk. Hann tilkynnti fyrir helgi að hann ætlaði að hætta við að kaupa samfélagsmiðilinn, þrátt fyrir að hafa skrifað undir kaupsamning upp á 44 milljarða dala. 11. júlí 2022 15:07 Musk vill hætta við en Twitter ætlar í mál Auðjöfurinn Elon Musk segir að hann vilji hætta við að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter á 44 milljarða dala. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast ætla að höfða mál gegn Musk og segjast vongóðir um að þeir muni bera sigur úr bítum. 8. júlí 2022 22:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Musk grínaðist með að kaupa Manchester United Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri við það að festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Skömmu síðar dró hann grínið hins vegar til baka. 17. ágúst 2022 07:30
Musk þvertekur fyrir ásakanirnar Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla, neitar því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Nicole Shanahan, eiginkonu stofnanda Google, Sergey Brin. 25. júlí 2022 08:20
Dómstólar ákveða hvort Musk skuli kaupa Twitter Dómstólar í Delaware hafa komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk þurfi að fara fyrir dóm vegna kaupa sinna á Twitter eða hvort hann skuli standa við þau. 20. júlí 2022 19:43
Twitter í betri stöðu en samkomulag talið líklegt Lagasérfræðingar vestanhafs segja samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter vera með yfirhöndina gegn auðjöfrinum Elon Musk. Hann tilkynnti fyrir helgi að hann ætlaði að hætta við að kaupa samfélagsmiðilinn, þrátt fyrir að hafa skrifað undir kaupsamning upp á 44 milljarða dala. 11. júlí 2022 15:07
Musk vill hætta við en Twitter ætlar í mál Auðjöfurinn Elon Musk segir að hann vilji hætta við að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter á 44 milljarða dala. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast ætla að höfða mál gegn Musk og segjast vongóðir um að þeir muni bera sigur úr bítum. 8. júlí 2022 22:15