Leigubremsa er raunhæf og skynsamleg Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 30. ágúst 2022 14:01 Danir ætla að koma á leigubremsu. Á danska þjóðþinginu er meirihluti fyrir því að takmarka hækkun leiguverðs næstu tvö ár. Hækkanir á húsaleigu verða takmarkaðar við 4% á ári næstu tvö árin en undanskildir verða þeir leigusalar sem sýnt geta fram á að kostnaður vegna húsnæðisins hafi hækkað umfram þá upphæð, t.d. vegna viðhalds. Leigubremsan gildir jafnt um núverandi og tilvonandi leigusamninga og nær yfir húsnæði í eigu einkaaðila. Hafi leiga hækkað á síðustu þremur mánuðum mun viðkomandi leigusali þurfa að draga hana til baka. Þetta kjósa Danir að gera, þrátt fyrir að þar sé húsnæðisöryggi leigjenda mun meira en á Íslandi. Stöðugur húsnæðismarkaður er nefnilega grunnur að stöðugu efnahagslífi. Neyðarástand á íslenskum húsnæðismarkaði Ólíkt dönskum leigumarkaði eru réttindi leigjenda á Íslandi lítil. Húsnæðisöryggi er ekkert og raunveruleiki leigjenda er að búa við skammtíma leigusamninga sem gætu við hverja endurnýjun verið sagt upp eða leiga hækkuð. Sveiflur í hagkerfinu lenda beint á leigjendum. Bara það að ferðamönnum fjölgi getur orðið til þess að ógna húsnæðisöryggi, þar sem leigusamningum er sagt upp og íbúðir færðar í skammtímaleigu. Afleiðingin er öllum ljós. Leigjendur eru oftar með íþyngjandi húsnæðiskostnað og staðan er verst hjá þeim tekjulægstu. Ótal sögur berast nú verkalýðshreyfingunni um hækkun leiguverðs langt umfram verðbólgu. Hér er um að ræða verulega, áþreifanlega kjararýrnun fyrir fólk á leigumarkaði. Loforð stjórnvalda ekki efnd Verkalýðshreyfingin krafðist aðgerða á leigumarkaði í aðdraganda Lífskjarasamninga. Í yfirlýsingu stjórnvalda var boðað að ákvæði húsaleigulaga yrðu endurskoðuð með það í huga að vernda leigjendur þegar kemur að hækkun leigufjárhæðar, þ.e. leigubremsa. Þessi loforð stjórnvalda hafa ekki verið efnd á samningstímabilinu. Það hefur ekki einu sinni tekist að ná fram smávægilegum breytingum sem snúa að skylduskráningu leigusamninga í grunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Það mál var ekki afgreitt úr þingnefnd þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar um að það yrði afgreitt fyrir sumar. Afleiðingin er að hækkanir dynja yfir leigjendur um þessar mundir. Danir sýna okkur að það er ekki bara hægt, heldur er afar einfalt að koma á leigubremsu. Þar getur Alþingi sett lög sem takmarka órökstudda hækkun leiguverðs í núverandi neyðarástandi. Þessi loforð er enn hægt að efna áður en kjarasamningar renna út. Á sama tíma þarf að setja stóraukinn kraft í uppbyggingu íbúða Bjargs og Blævar sem langtímalausn á leigumarkaði. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson ASÍ Leigumarkaður Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Danir ætla að koma á leigubremsu. Á danska þjóðþinginu er meirihluti fyrir því að takmarka hækkun leiguverðs næstu tvö ár. Hækkanir á húsaleigu verða takmarkaðar við 4% á ári næstu tvö árin en undanskildir verða þeir leigusalar sem sýnt geta fram á að kostnaður vegna húsnæðisins hafi hækkað umfram þá upphæð, t.d. vegna viðhalds. Leigubremsan gildir jafnt um núverandi og tilvonandi leigusamninga og nær yfir húsnæði í eigu einkaaðila. Hafi leiga hækkað á síðustu þremur mánuðum mun viðkomandi leigusali þurfa að draga hana til baka. Þetta kjósa Danir að gera, þrátt fyrir að þar sé húsnæðisöryggi leigjenda mun meira en á Íslandi. Stöðugur húsnæðismarkaður er nefnilega grunnur að stöðugu efnahagslífi. Neyðarástand á íslenskum húsnæðismarkaði Ólíkt dönskum leigumarkaði eru réttindi leigjenda á Íslandi lítil. Húsnæðisöryggi er ekkert og raunveruleiki leigjenda er að búa við skammtíma leigusamninga sem gætu við hverja endurnýjun verið sagt upp eða leiga hækkuð. Sveiflur í hagkerfinu lenda beint á leigjendum. Bara það að ferðamönnum fjölgi getur orðið til þess að ógna húsnæðisöryggi, þar sem leigusamningum er sagt upp og íbúðir færðar í skammtímaleigu. Afleiðingin er öllum ljós. Leigjendur eru oftar með íþyngjandi húsnæðiskostnað og staðan er verst hjá þeim tekjulægstu. Ótal sögur berast nú verkalýðshreyfingunni um hækkun leiguverðs langt umfram verðbólgu. Hér er um að ræða verulega, áþreifanlega kjararýrnun fyrir fólk á leigumarkaði. Loforð stjórnvalda ekki efnd Verkalýðshreyfingin krafðist aðgerða á leigumarkaði í aðdraganda Lífskjarasamninga. Í yfirlýsingu stjórnvalda var boðað að ákvæði húsaleigulaga yrðu endurskoðuð með það í huga að vernda leigjendur þegar kemur að hækkun leigufjárhæðar, þ.e. leigubremsa. Þessi loforð stjórnvalda hafa ekki verið efnd á samningstímabilinu. Það hefur ekki einu sinni tekist að ná fram smávægilegum breytingum sem snúa að skylduskráningu leigusamninga í grunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Það mál var ekki afgreitt úr þingnefnd þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar um að það yrði afgreitt fyrir sumar. Afleiðingin er að hækkanir dynja yfir leigjendur um þessar mundir. Danir sýna okkur að það er ekki bara hægt, heldur er afar einfalt að koma á leigubremsu. Þar getur Alþingi sett lög sem takmarka órökstudda hækkun leiguverðs í núverandi neyðarástandi. Þessi loforð er enn hægt að efna áður en kjarasamningar renna út. Á sama tíma þarf að setja stóraukinn kraft í uppbyggingu íbúða Bjargs og Blævar sem langtímalausn á leigumarkaði. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun