Pútín verður ekki viðstaddur útför Gorbatsjov Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2022 10:34 Míkhaíl Gorbatsjov og Vladimír Pútín ræða saman árið 2004. EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti mun ekki sækja útför Míkhaíl Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem fram fer í Moskvu á laugardag. Reuters greinir frá þessu. Er áður ákveðin dagskrá Rússlandsforseta sögð koma í veg fyrir að hann geti sótt útförina. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir þátt sinn í að draga úr spennu í samskiptum austurs og vesturs. Gorbatsjov lést síðastliðinn þriðjudag eftir veikindi, en hann varð 91 árs gamall. Pútín hefur áður lýst falli Sovétríkjanna sem mesta harmleik í sögu Rússlands og er því talinn hafa kunnað Gorbatsjov litlar þakkir fyrir hans þátt í falli Sovétríkjanna. Pútín hefur þó aldrei gagnrýnt Gorbatsjov beinum orðum og sagði í gær að Gorbatsjov hafi haft mikil áhrif á gang mannkynssögunnar. Útförin fer fram í Súlnasal Húss verkalýðsfélaganna í Moskvu, á sama stað þar sem lík Jósef Stalín lá frammi eftir að hann lést árið 1953. Útförin verður opin almenningi, en Gorbatsjov verður svo jarðsettur í Novodevitsjí-kirkjugarðinum í Moskvu. Rússneskir fjölmiðlar hafa birt myndir af Pútín þar sem hann lagði blómvönd við kistu Gorbatsjov í morgun. The Kremlin says Putin can't attend Mikhail Gorbachev's funeral on Saturday due to scheduling conflicts.It won't be a full state funeral but will have "elements" of one, though it's not clear how that'll be different.Instead, Putin laid flowers at Gorbachev's coffin today. pic.twitter.com/HxO0ENkSos— max seddon (@maxseddon) September 1, 2022 Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Rússland Sovétríkin Tengdar fréttir Putin grætur Gorbachev krókódílatárum Þjóðarleiðtogar víða um heim minnast Mikhails Gorbachevs síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem lést í gærkvöldi níutíu og eins árs að aldri, fyrir þátttöku hans í lokum kaldastríðsins. Ráðamenn í Rússlandi bera harm sinn hins vegar í hljóði enda andúð Rússlandsforseta á sovétleiðtoganum fyrrverandi öllum kunn. 31. ágúst 2022 19:40 Dáður á Vesturlöndum en fyrirlitinn heima fyrir Mikhail Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sem lést í dag níutíu og eins árs að aldri var dáður á Vesturlöndum fyrir þátt hans í lokum kalda stríðsins en fyrirlitinn heima fyrir vegna hruns Sovétríkjanna og versnandi hag almennings. 31. ágúst 2022 11:55 Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Reuters greinir frá þessu. Er áður ákveðin dagskrá Rússlandsforseta sögð koma í veg fyrir að hann geti sótt útförina. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir þátt sinn í að draga úr spennu í samskiptum austurs og vesturs. Gorbatsjov lést síðastliðinn þriðjudag eftir veikindi, en hann varð 91 árs gamall. Pútín hefur áður lýst falli Sovétríkjanna sem mesta harmleik í sögu Rússlands og er því talinn hafa kunnað Gorbatsjov litlar þakkir fyrir hans þátt í falli Sovétríkjanna. Pútín hefur þó aldrei gagnrýnt Gorbatsjov beinum orðum og sagði í gær að Gorbatsjov hafi haft mikil áhrif á gang mannkynssögunnar. Útförin fer fram í Súlnasal Húss verkalýðsfélaganna í Moskvu, á sama stað þar sem lík Jósef Stalín lá frammi eftir að hann lést árið 1953. Útförin verður opin almenningi, en Gorbatsjov verður svo jarðsettur í Novodevitsjí-kirkjugarðinum í Moskvu. Rússneskir fjölmiðlar hafa birt myndir af Pútín þar sem hann lagði blómvönd við kistu Gorbatsjov í morgun. The Kremlin says Putin can't attend Mikhail Gorbachev's funeral on Saturday due to scheduling conflicts.It won't be a full state funeral but will have "elements" of one, though it's not clear how that'll be different.Instead, Putin laid flowers at Gorbachev's coffin today. pic.twitter.com/HxO0ENkSos— max seddon (@maxseddon) September 1, 2022
Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Rússland Sovétríkin Tengdar fréttir Putin grætur Gorbachev krókódílatárum Þjóðarleiðtogar víða um heim minnast Mikhails Gorbachevs síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem lést í gærkvöldi níutíu og eins árs að aldri, fyrir þátttöku hans í lokum kaldastríðsins. Ráðamenn í Rússlandi bera harm sinn hins vegar í hljóði enda andúð Rússlandsforseta á sovétleiðtoganum fyrrverandi öllum kunn. 31. ágúst 2022 19:40 Dáður á Vesturlöndum en fyrirlitinn heima fyrir Mikhail Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sem lést í dag níutíu og eins árs að aldri var dáður á Vesturlöndum fyrir þátt hans í lokum kalda stríðsins en fyrirlitinn heima fyrir vegna hruns Sovétríkjanna og versnandi hag almennings. 31. ágúst 2022 11:55 Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Putin grætur Gorbachev krókódílatárum Þjóðarleiðtogar víða um heim minnast Mikhails Gorbachevs síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem lést í gærkvöldi níutíu og eins árs að aldri, fyrir þátttöku hans í lokum kaldastríðsins. Ráðamenn í Rússlandi bera harm sinn hins vegar í hljóði enda andúð Rússlandsforseta á sovétleiðtoganum fyrrverandi öllum kunn. 31. ágúst 2022 19:40
Dáður á Vesturlöndum en fyrirlitinn heima fyrir Mikhail Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sem lést í dag níutíu og eins árs að aldri var dáður á Vesturlöndum fyrir þátt hans í lokum kalda stríðsins en fyrirlitinn heima fyrir vegna hruns Sovétríkjanna og versnandi hag almennings. 31. ágúst 2022 11:55
Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46