„Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. september 2022 16:12 Grímur Atlason vísir/egill Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala. „Það vakti til dæmis strax athygli umboðsmanns við heimsókn á bráðageðdeild Landspítala, þar sem möguleikar á útiveru eru af skornum skammti, að svo virtist sem gluggar þar hefðu ekki verið þvegnir um langt skeið,“ segir í skýrslu umboðsmanns Alþingis. Grímur segir úrbóta þörf hið fyrsta. „Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna með þeim hætti til dæmis að þeir fá ekki að fara út. Eru svo dögum skiptir inni á herbergjum og ýmislegt annað sem er bara mannréttindabrot og verður að hætta. Á þetta hefur umboðsmaður Alþingis bent.“ Sjá nánar: Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í lagalegu tómarúmi Til að undirstrika fjárþörfina í geðheilbrigðismálum sagði Grímur að fyrirkomulagið hvað geðheilbrigðismálin varðar væru eins og: „5-25“. Fimm prósent af fjármagninu færi í geðheilbrigðismálin á meðan umfangið væri 25%. „Það sér það hver maður að það vantar talsvert upp á svo hægt sé að hlúa að fólki með mannsæmandi hætti.“ Í árskýrslunni segir þá jafnframt að fleiri þættir en hinir lagalegu hefðu þýðingu og þyrfti að lagfæra. Í eftirlitsferð umboðsmanns fékk hann þau svör frá starfsfólki að ástæðan fyrir ófullnægjandi aðbúnaði og takmarkaðri útiveru sjúklinga stöfuðu af fjárskorti. Þá stendur í skýrslunni að það þyrfti ekki að koma á óvart að burðir deildarinnar til að sjá sjúklingum fyrir iðju og áhugamálum væru einnig takmarkaðir. Geðheilbrigði Umboðsmaður Alþingis Landspítalinn Tengdar fréttir Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“ Sveinn Rúnar Hauksson og Héðinn Unnsteinsson segja að brotið sé á mannréttindum sjúklinga á geðdeildum landsins „nær daglega.“ Í pistli sem þeir skrifa benda þeir á að það séu ekki fullnægjandi heimildir í lögum fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins séu beittir. 3. júlí 2022 15:52 Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. 31. ágúst 2022 17:38 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
„Það vakti til dæmis strax athygli umboðsmanns við heimsókn á bráðageðdeild Landspítala, þar sem möguleikar á útiveru eru af skornum skammti, að svo virtist sem gluggar þar hefðu ekki verið þvegnir um langt skeið,“ segir í skýrslu umboðsmanns Alþingis. Grímur segir úrbóta þörf hið fyrsta. „Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna með þeim hætti til dæmis að þeir fá ekki að fara út. Eru svo dögum skiptir inni á herbergjum og ýmislegt annað sem er bara mannréttindabrot og verður að hætta. Á þetta hefur umboðsmaður Alþingis bent.“ Sjá nánar: Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í lagalegu tómarúmi Til að undirstrika fjárþörfina í geðheilbrigðismálum sagði Grímur að fyrirkomulagið hvað geðheilbrigðismálin varðar væru eins og: „5-25“. Fimm prósent af fjármagninu færi í geðheilbrigðismálin á meðan umfangið væri 25%. „Það sér það hver maður að það vantar talsvert upp á svo hægt sé að hlúa að fólki með mannsæmandi hætti.“ Í árskýrslunni segir þá jafnframt að fleiri þættir en hinir lagalegu hefðu þýðingu og þyrfti að lagfæra. Í eftirlitsferð umboðsmanns fékk hann þau svör frá starfsfólki að ástæðan fyrir ófullnægjandi aðbúnaði og takmarkaðri útiveru sjúklinga stöfuðu af fjárskorti. Þá stendur í skýrslunni að það þyrfti ekki að koma á óvart að burðir deildarinnar til að sjá sjúklingum fyrir iðju og áhugamálum væru einnig takmarkaðir.
Geðheilbrigði Umboðsmaður Alþingis Landspítalinn Tengdar fréttir Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“ Sveinn Rúnar Hauksson og Héðinn Unnsteinsson segja að brotið sé á mannréttindum sjúklinga á geðdeildum landsins „nær daglega.“ Í pistli sem þeir skrifa benda þeir á að það séu ekki fullnægjandi heimildir í lögum fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins séu beittir. 3. júlí 2022 15:52 Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. 31. ágúst 2022 17:38 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49
Mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“ Sveinn Rúnar Hauksson og Héðinn Unnsteinsson segja að brotið sé á mannréttindum sjúklinga á geðdeildum landsins „nær daglega.“ Í pistli sem þeir skrifa benda þeir á að það séu ekki fullnægjandi heimildir í lögum fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins séu beittir. 3. júlí 2022 15:52
Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. 31. ágúst 2022 17:38