Gat ekki andað í 20 sekúndur: „Ég er bara glaður að ég sé á lífi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 08:00 Logi Tómasson kveðst heppinn að ekki fór verr og er allur að koma til. Hann vonast til að spila með Víkingum gegn Leikni annað kvöld. Vísir/Diego Logi Tómasson segist allur vera að braggast eftir harkalegt högg sem hann fékk í leik Víkings og ÍBV í Bestu deild karla á sunnudag. Hann vonast til að geta spilað gegn Leikni í kvöld. Logi fór meiddur af velli í 2-2 jafntefli Víkings við ÍBV á sunnudaginn var. Jón Kristinn Elíasson, markvörður ÍBV, fékk beint rautt spjald fyrir brot á Loga sem neyddi hann af velli. Markvörðurinn kom á fullri ferð út úr markinu, á móti Loga og fór harkalega í hann. Logi steinlá eftir höggið en segir að hann hafi sem betur fer ekki fengið högg á höfuðið. „Ég datt ekki út í hausnum, sem betur fer, af því að ég fékk heilahristing gegn Blikum fyrir nokkrum vikum síðan. Það hefði verið hræðilegt ef það hefði gerst. Ég datt ekki út en fékk hann í lungun á mér og ég missti andann í svona 20 sekúndur. Þess vegna var ég að biðja um hjálp vegna þess að ég gat ekki andað. Þetta var bara óþægileg tilfinning,“ segir Logi. Aðspurður um hvað hafi farið í gegnum hausinn á sér eftir höggið segir hann: Logi fékk heilahristing gegn Blikum fyrr í sumar.Vísir/Diego „Bara að ég geti mögulega verið rifbeinsbrotinn eða eitthvað þannig. Ég var í eiginlegu sjokki, af því að þetta var svo mikið högg. En ég vissi ekkert hvað gerðist, ég vankaðist aðeins og fékk smá þoku fyrir augun. Það var ástæðan fyrir því að ég fór út af. En það lagaðist þegar ég sat á bekknum og ég varð miklu betri strax eftir það,“ Hefði getað farið miklu verr Logi segist hafa séð Jón Kristinn útundan sér en bjóst ekki við að hann myndi mæta sér af þeim krafti sem hann gerði. Hann segir að þetta hefði getað farið töluvert verr. „Ég vissi að hann væri að koma en ég vissi ekki að hann væri að koma á svona mikilli ferð. Þannig að ég hélt að hann myndi kannski bakka út úr þessu. En mér sýnist á myndbandinu af þessu að hann bakki aðeins út þegar hann sér að hann er að fara að negla á mig,“ „Ég er bara glaður að ég sé á lífi í dag. Ef hann hefði farið í hálsinn eða hausinn á mér þá hefði ég annað hvort getað hálsbrotnað eða dottið alveg út. Hann fer með hnéð á undan sér líka og er að verja sig,“ segir Logi en það var hnéð sem hann fékk í þindina og rifbeinin. Hann fór til læknis eftir leikinn þar sem kom í ljós að ekkert væri brotið. „Ég fór á Læknavaktina og þeir sögðu að það væri ekkert brot, eða líklegast ekki brot, og ef ég yrði verri eða þetta ekki lagast þá ætti ég að tjékka betur á þessu. En ég er strax orðinn miklu betri í dag og ég var betri í gær þannig að ég ætla að reyna að ná leiknum á móti Leikni á morgun,“ segir Logi í samtali við Vísi í gær. „Það er smá verkur en maður þarf bara að taka nokkrar verkjatöflur og halda áfram. Ég veit ekkert hvort ég nái honum en ég þarf bara að sjá hvernig ég er á æfingu,“ Víkingur mætir Leikni í frestuðum leik í kvöld en í kjölfarið eru aðeins tvær umferðir eftir af deildarkeppninni, næstu tvær helgar, áður en deildinni verður skipt í tvennt. Víkingur er með 36 stig í þriðja sæti, stigi á eftir KA, og getur því farið upp í annað sæti með sigri. Þeir mæta Leiknismönnum sem hafa fengið fjögur stig úr síðustu þremur leikjum og geta forðast fallsvæðið með sigri. Gengið illa að breyta jafnteflum í sigra Gengi Víkinga hefur ekki verið frábært í deildinni að undanförnu. Liðið hefur ekki unnið heimaleik síðan þeir lögðu ÍA 3-2 þann 9. júlí síðastliðinn. Félagið hefur gert fimm jafntefli í síðustu sex deildarleikjum en eini sigurinn var 3-2 gegn KA þarsíðustu helgi, þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. „Það hefur vantað kannski smá orku í að klára þessa leiki. Við erum náttúrulega búnir að vera í mikilli törn, en förum ekkert að kenna því um. Ég veit ekki hvort þetta sé þreyta eða hvað þetta er. Þetta er ekki gott að ná ekki að klára svona marga leiki í röð. Það er kannski ástæðan fyrir því að við erum svona langt á eftir Blikum núna. Ef við hefðum klárað helminginn af þessum leikjum þá værum við bara sex stigum á eftir þeim eða eitthvað,“ segir Logi um gengi Víkinga. Blikar þurfi að „fokka verulega upp“ Víkingar voru yfirlýsingaglaðir fyrir og eftir 3-0 sigur þeirra á toppliði Breiðabliks í undanúrslitum bikarsins í síðustu viku. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, kvaðst fyrir leik ætla sér að brjóta Blikahjörtu í bikarnum sem myndi svo aðstoða Víkinga í sókn að þeim í deildinni. Víkingar gerðu hins vegar áðurnefnt jafntefli við ÍBV um helgina í kjölfarið á meðan Breiðablik vann Val 1-0 í fyrrakvöld og jóku þeir grænklæddu því forystu sína á toppnum enn frekar. Logi segir hins vegar að Víkingar hafi ekki verið of hátt uppi eftir Blikaleikinn. „Ég held við höfum ekkert verið of hátt uppi. Við bjuggumst ekki við því að ÍBV myndi mæta svona hátt á okkur og pressa svona mikið. Við mættum bara ekki til leiks en síðan leit þetta allt í lagi út þegar ég skoraði þetta mark og við vorum aðeins byrjaðir að sækja á þá. Svo gátum við ekkert í seinni hálfleik, þannig að við áttum ekkert meira skilið en jafntefli held ég,“ segir Logi en hann minnkaði muninn í 2-1 gegn Eyjamönnum áður en Halldór Smári Sigurðsson bjargaði stigi með marki í uppbótartíma. „Þeir [Blikar] eru bara í toppmálum og þeir þurfa að fokka verulega upp til að opna aftur baráttuna. Eins og staðan er í dag erum við bara að hugsa um þetta annað sæti og að elta Blikana. Við hugsum bara um að vinna leiki og enda með eins mörg stig og hægt er,“ segir Logi. Leikur Víkings og Leiknis er klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 19:00. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Logi fór meiddur af velli í 2-2 jafntefli Víkings við ÍBV á sunnudaginn var. Jón Kristinn Elíasson, markvörður ÍBV, fékk beint rautt spjald fyrir brot á Loga sem neyddi hann af velli. Markvörðurinn kom á fullri ferð út úr markinu, á móti Loga og fór harkalega í hann. Logi steinlá eftir höggið en segir að hann hafi sem betur fer ekki fengið högg á höfuðið. „Ég datt ekki út í hausnum, sem betur fer, af því að ég fékk heilahristing gegn Blikum fyrir nokkrum vikum síðan. Það hefði verið hræðilegt ef það hefði gerst. Ég datt ekki út en fékk hann í lungun á mér og ég missti andann í svona 20 sekúndur. Þess vegna var ég að biðja um hjálp vegna þess að ég gat ekki andað. Þetta var bara óþægileg tilfinning,“ segir Logi. Aðspurður um hvað hafi farið í gegnum hausinn á sér eftir höggið segir hann: Logi fékk heilahristing gegn Blikum fyrr í sumar.Vísir/Diego „Bara að ég geti mögulega verið rifbeinsbrotinn eða eitthvað þannig. Ég var í eiginlegu sjokki, af því að þetta var svo mikið högg. En ég vissi ekkert hvað gerðist, ég vankaðist aðeins og fékk smá þoku fyrir augun. Það var ástæðan fyrir því að ég fór út af. En það lagaðist þegar ég sat á bekknum og ég varð miklu betri strax eftir það,“ Hefði getað farið miklu verr Logi segist hafa séð Jón Kristinn útundan sér en bjóst ekki við að hann myndi mæta sér af þeim krafti sem hann gerði. Hann segir að þetta hefði getað farið töluvert verr. „Ég vissi að hann væri að koma en ég vissi ekki að hann væri að koma á svona mikilli ferð. Þannig að ég hélt að hann myndi kannski bakka út úr þessu. En mér sýnist á myndbandinu af þessu að hann bakki aðeins út þegar hann sér að hann er að fara að negla á mig,“ „Ég er bara glaður að ég sé á lífi í dag. Ef hann hefði farið í hálsinn eða hausinn á mér þá hefði ég annað hvort getað hálsbrotnað eða dottið alveg út. Hann fer með hnéð á undan sér líka og er að verja sig,“ segir Logi en það var hnéð sem hann fékk í þindina og rifbeinin. Hann fór til læknis eftir leikinn þar sem kom í ljós að ekkert væri brotið. „Ég fór á Læknavaktina og þeir sögðu að það væri ekkert brot, eða líklegast ekki brot, og ef ég yrði verri eða þetta ekki lagast þá ætti ég að tjékka betur á þessu. En ég er strax orðinn miklu betri í dag og ég var betri í gær þannig að ég ætla að reyna að ná leiknum á móti Leikni á morgun,“ segir Logi í samtali við Vísi í gær. „Það er smá verkur en maður þarf bara að taka nokkrar verkjatöflur og halda áfram. Ég veit ekkert hvort ég nái honum en ég þarf bara að sjá hvernig ég er á æfingu,“ Víkingur mætir Leikni í frestuðum leik í kvöld en í kjölfarið eru aðeins tvær umferðir eftir af deildarkeppninni, næstu tvær helgar, áður en deildinni verður skipt í tvennt. Víkingur er með 36 stig í þriðja sæti, stigi á eftir KA, og getur því farið upp í annað sæti með sigri. Þeir mæta Leiknismönnum sem hafa fengið fjögur stig úr síðustu þremur leikjum og geta forðast fallsvæðið með sigri. Gengið illa að breyta jafnteflum í sigra Gengi Víkinga hefur ekki verið frábært í deildinni að undanförnu. Liðið hefur ekki unnið heimaleik síðan þeir lögðu ÍA 3-2 þann 9. júlí síðastliðinn. Félagið hefur gert fimm jafntefli í síðustu sex deildarleikjum en eini sigurinn var 3-2 gegn KA þarsíðustu helgi, þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. „Það hefur vantað kannski smá orku í að klára þessa leiki. Við erum náttúrulega búnir að vera í mikilli törn, en förum ekkert að kenna því um. Ég veit ekki hvort þetta sé þreyta eða hvað þetta er. Þetta er ekki gott að ná ekki að klára svona marga leiki í röð. Það er kannski ástæðan fyrir því að við erum svona langt á eftir Blikum núna. Ef við hefðum klárað helminginn af þessum leikjum þá værum við bara sex stigum á eftir þeim eða eitthvað,“ segir Logi um gengi Víkinga. Blikar þurfi að „fokka verulega upp“ Víkingar voru yfirlýsingaglaðir fyrir og eftir 3-0 sigur þeirra á toppliði Breiðabliks í undanúrslitum bikarsins í síðustu viku. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, kvaðst fyrir leik ætla sér að brjóta Blikahjörtu í bikarnum sem myndi svo aðstoða Víkinga í sókn að þeim í deildinni. Víkingar gerðu hins vegar áðurnefnt jafntefli við ÍBV um helgina í kjölfarið á meðan Breiðablik vann Val 1-0 í fyrrakvöld og jóku þeir grænklæddu því forystu sína á toppnum enn frekar. Logi segir hins vegar að Víkingar hafi ekki verið of hátt uppi eftir Blikaleikinn. „Ég held við höfum ekkert verið of hátt uppi. Við bjuggumst ekki við því að ÍBV myndi mæta svona hátt á okkur og pressa svona mikið. Við mættum bara ekki til leiks en síðan leit þetta allt í lagi út þegar ég skoraði þetta mark og við vorum aðeins byrjaðir að sækja á þá. Svo gátum við ekkert í seinni hálfleik, þannig að við áttum ekkert meira skilið en jafntefli held ég,“ segir Logi en hann minnkaði muninn í 2-1 gegn Eyjamönnum áður en Halldór Smári Sigurðsson bjargaði stigi með marki í uppbótartíma. „Þeir [Blikar] eru bara í toppmálum og þeir þurfa að fokka verulega upp til að opna aftur baráttuna. Eins og staðan er í dag erum við bara að hugsa um þetta annað sæti og að elta Blikana. Við hugsum bara um að vinna leiki og enda með eins mörg stig og hægt er,“ segir Logi. Leikur Víkings og Leiknis er klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 19:00.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira