Grípa til mjög sérstakrar aðgerðar vegna fækkunar í íþróttafélaginu Snorri Másson skrifar 9. september 2022 08:01 Vogar á Vatnsleysuströnd voru heimsóttir í Íslandi í dag, þar sem menn hafa hleypt af stokk átaki sem hefur vakið nokkra athygli. Í „ástarmánuði“ Þróttar í Vogum eru íbúar hvattir til að leggja sitt af mörkum svo börnum fjölgi á ný í bæjarfélaginu. Allt um málið í innslaginu hér að ofan. Bæjarstjórinn sver af sér ábyrgð á átakinu en segir það þó í takt við áherslur stjórnvalda á staðnum. „Við viljum gjarnan stækka, og við viljum börn. Þeim hefur fækkað þó ótrúlegt megi virðast, þrátt fyrir að íbúðafjöldinn hafi vaxið. Hér er gríðarleg uppbygging að eiga sér stað. Og við gerum ráð fyrir því að hér muni íbúafjöldinn allt að því þrefaldast á innan við tíu árum, sem á sér sennilega ekki hliðstæðu á Íslandi,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum, segir íþróttafélagið hafa fundið fyrir því að undanförnu að þurfa að sameina yngri flokka í knattspyrnu og jafnvel íþróttagreinar. Marteinn Ægisson er framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum. Hann segir fólk brosa meira eftir að átaki á vegum félagsins var ýtt úr vör.Bjarni Einarsson „Við höfum rýnt í stöðuna og úr varð að slá bara á létta strengi, reyna að hafa svolítið gaman af þessu, leysa þetta með samfélaginu og benda á hið raunverulega vandamál. Það þarf bara fleiri iðkendur,“ segir Marteinn. Því var efnt til ástarmánuðarins í samstarfi við Blush og þeim börnum boðinn ókeypis aðgangur að íþróttaskóla félagsins, sem fæðast að ákveðnum tíma liðnum frá september. Einnig var rætt við börn í Vogum, sem staðfestu það einarðlega að bæjarfélagið væri að sönnu barnvænt í alla staði. Betra en Reykjavík, meira að segja, og hvort tveggja gaman að renna sér í snjónum á veturna eða leika sér í aparólunni á sumrin. Sveitarstjórnarmál Vogar Þróttur Vogum Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Bæjarstjórinn sver af sér ábyrgð á átakinu en segir það þó í takt við áherslur stjórnvalda á staðnum. „Við viljum gjarnan stækka, og við viljum börn. Þeim hefur fækkað þó ótrúlegt megi virðast, þrátt fyrir að íbúðafjöldinn hafi vaxið. Hér er gríðarleg uppbygging að eiga sér stað. Og við gerum ráð fyrir því að hér muni íbúafjöldinn allt að því þrefaldast á innan við tíu árum, sem á sér sennilega ekki hliðstæðu á Íslandi,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum, segir íþróttafélagið hafa fundið fyrir því að undanförnu að þurfa að sameina yngri flokka í knattspyrnu og jafnvel íþróttagreinar. Marteinn Ægisson er framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum. Hann segir fólk brosa meira eftir að átaki á vegum félagsins var ýtt úr vör.Bjarni Einarsson „Við höfum rýnt í stöðuna og úr varð að slá bara á létta strengi, reyna að hafa svolítið gaman af þessu, leysa þetta með samfélaginu og benda á hið raunverulega vandamál. Það þarf bara fleiri iðkendur,“ segir Marteinn. Því var efnt til ástarmánuðarins í samstarfi við Blush og þeim börnum boðinn ókeypis aðgangur að íþróttaskóla félagsins, sem fæðast að ákveðnum tíma liðnum frá september. Einnig var rætt við börn í Vogum, sem staðfestu það einarðlega að bæjarfélagið væri að sönnu barnvænt í alla staði. Betra en Reykjavík, meira að segja, og hvort tveggja gaman að renna sér í snjónum á veturna eða leika sér í aparólunni á sumrin.
Sveitarstjórnarmál Vogar Þróttur Vogum Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira