„Munum aldrei hætta að syrgja brottför Messi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2022 14:00 Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, hvetur aðra leikmenn til að stíga upp og taka við keflinu af Lionel Messi. Xavier Bonilla/NurPhoto via Getty Images Xavi Hernández, þjálfari karlaliðs Barcelona í fótbolta, segir að félagið jafni sig seint á brottför Lionels Messi til Parísar. Þörf sé þó á því að líta til framtíðar. Xavi var til viðtals eftir 5-1 stórsigur Barcelona á Viktoria Plzen frá Tékklandi á Nývangi í Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Robert Lewandowski skoraði þrennu og hrósaði hann þeim pólska í hástert eftir leik. Aðspurður um Messi, sem Xavi lék með um árabil sem leikmaður Barcelona, sagði hann félagið þurfa að líta fram á veginn þrátt fyrir að sorgin sem hafi fylgt brottför Argentínumannsins dvíni seint. „Við munum aldrei hætta að syrgja brottför Messi, hann er sá besti í sögunni og allt sem hann gerði var með ólíkindum. Því miður er þeim kafla lokið og nú eru hér aðrir leikmenn komnir til að veita okkur herslumuninn. Það er fullsnemmt að spá fyrir um næstu misseri, en við höfum skapað von um bjartari framtíð,“ segir Spánverjinn. Eftir markalaust jafntefli í fyrstu umferð spænsku deildarinnar hefur Barcelona unnið þrjá leiki í röð heima fyrir og er með 10 stig í 2. sæti, tveimur á eftir toppliði Real Madrid sem er með fullt hús. Liðið hóf þá tímabilið í Meistaradeildinni vel gegn Plzen í gærkvöld. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
Xavi var til viðtals eftir 5-1 stórsigur Barcelona á Viktoria Plzen frá Tékklandi á Nývangi í Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Robert Lewandowski skoraði þrennu og hrósaði hann þeim pólska í hástert eftir leik. Aðspurður um Messi, sem Xavi lék með um árabil sem leikmaður Barcelona, sagði hann félagið þurfa að líta fram á veginn þrátt fyrir að sorgin sem hafi fylgt brottför Argentínumannsins dvíni seint. „Við munum aldrei hætta að syrgja brottför Messi, hann er sá besti í sögunni og allt sem hann gerði var með ólíkindum. Því miður er þeim kafla lokið og nú eru hér aðrir leikmenn komnir til að veita okkur herslumuninn. Það er fullsnemmt að spá fyrir um næstu misseri, en við höfum skapað von um bjartari framtíð,“ segir Spánverjinn. Eftir markalaust jafntefli í fyrstu umferð spænsku deildarinnar hefur Barcelona unnið þrjá leiki í röð heima fyrir og er með 10 stig í 2. sæti, tveimur á eftir toppliði Real Madrid sem er með fullt hús. Liðið hóf þá tímabilið í Meistaradeildinni vel gegn Plzen í gærkvöld.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira