Sárafáir dæmi til að fá ellefu þúsund krónur Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 14:00 Ísak Ernir Kristinsson hefur dæmt í efstu deildum í meira en áratug. vísir/bára Útborguð laun dómara fyrir leik í Subway-deildunum í körfubolta eru rétt rúmar ellefu þúsund krónur. Dómarar þurfa meðal annars að mæta á leikstað klukkutíma fyrir leik og starfinu fylgja ýmsar aðrar kvaðir sem ekki er greitt aukalega fyrir. Á þetta bendir einn þekktasti körfuboltadómari landsins, Ísak Ernir Kristinsson, í pistli á Facebook. Þar vísar hann jafnframt í skrif Björgvins Inga Ólafssonar, formanns barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sem kallar eftir því að dómurum og þjálfurum sé borgað „almennilega“. Samningar á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Körfuknattleiksdómarafélags Íslands eru lausir og Ísak segist vonast til þess að nýir samningar endurspegli betur vinnutímann og það vinnuframlag sem dómarar leggi á sig. Dómarar fái aðeins 20.200 króna verktakagreiðslu sem fyrir flesta launþega landsins þýði útborguð laun upp á 11.236 krónur. „Ég er oft spurður hvort laun dómara séu ekki góð í úrvalsdeildum. Mitt svar er alltaf „ég er ekki að þessu fyrir peninginn“ sem er hverju orði sannara. Ég held raunar að það séu fáir ef nokkur sem dæmir vegna launanna,“ skrifar Ísak. Og hann bendir á að ýmsar kröfur fylgi starfinu sem bæði kosti tíma og peninga. Til að mynda þurfi dómarar að standast 2-3 þrekpróf á hverju tímabili auk fleiri prófa, horfa á fyrri leiki liðanna sem þeir dæma hjá, sitja fundi og greiða kostnað vegna sjúkraþjálfunar og slysatrygginga. Nýliðun í dómgæslu mikið vandamál „Nýliðun í dómgæslu undanfarin ár hefur verið mikið vandamál,“ skrifar Ísak og bætir við: „Ég er að fara hefja mitt 11. tímabil í úrvalsdeild karla og 13. tímabil mitt í úrvalsdeild kvenna. Hópurinn hefur lítið sem ekkert stækkað þó hann hafi tekið breytingum. Við höfum misst ungt og efnilegt fólk úr dómgæslu einkum af tveimur ástæðum: 1. Orðræða og umfjöllun um dómara getur stundum verið hörð og óvægin. 2. Laun dómara eru ekki sérstök fyrir það vinnuframlag sem þeir leggja fram.“ Ísak lýkur pistli sínum á því að segjast ekki vita hve lengi hann muni endast í dómarastarfinu. Hann bindi þó miklar vonir við að samningaviðræður KKÍ og KKDÍ sem nú standi yfir verði körfuboltanum til heilla, en skrif hans má sjá hér að neðan. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Á þetta bendir einn þekktasti körfuboltadómari landsins, Ísak Ernir Kristinsson, í pistli á Facebook. Þar vísar hann jafnframt í skrif Björgvins Inga Ólafssonar, formanns barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sem kallar eftir því að dómurum og þjálfurum sé borgað „almennilega“. Samningar á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Körfuknattleiksdómarafélags Íslands eru lausir og Ísak segist vonast til þess að nýir samningar endurspegli betur vinnutímann og það vinnuframlag sem dómarar leggi á sig. Dómarar fái aðeins 20.200 króna verktakagreiðslu sem fyrir flesta launþega landsins þýði útborguð laun upp á 11.236 krónur. „Ég er oft spurður hvort laun dómara séu ekki góð í úrvalsdeildum. Mitt svar er alltaf „ég er ekki að þessu fyrir peninginn“ sem er hverju orði sannara. Ég held raunar að það séu fáir ef nokkur sem dæmir vegna launanna,“ skrifar Ísak. Og hann bendir á að ýmsar kröfur fylgi starfinu sem bæði kosti tíma og peninga. Til að mynda þurfi dómarar að standast 2-3 þrekpróf á hverju tímabili auk fleiri prófa, horfa á fyrri leiki liðanna sem þeir dæma hjá, sitja fundi og greiða kostnað vegna sjúkraþjálfunar og slysatrygginga. Nýliðun í dómgæslu mikið vandamál „Nýliðun í dómgæslu undanfarin ár hefur verið mikið vandamál,“ skrifar Ísak og bætir við: „Ég er að fara hefja mitt 11. tímabil í úrvalsdeild karla og 13. tímabil mitt í úrvalsdeild kvenna. Hópurinn hefur lítið sem ekkert stækkað þó hann hafi tekið breytingum. Við höfum misst ungt og efnilegt fólk úr dómgæslu einkum af tveimur ástæðum: 1. Orðræða og umfjöllun um dómara getur stundum verið hörð og óvægin. 2. Laun dómara eru ekki sérstök fyrir það vinnuframlag sem þeir leggja fram.“ Ísak lýkur pistli sínum á því að segjast ekki vita hve lengi hann muni endast í dómarastarfinu. Hann bindi þó miklar vonir við að samningaviðræður KKÍ og KKDÍ sem nú standi yfir verði körfuboltanum til heilla, en skrif hans má sjá hér að neðan.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira