Magnús Norðdahl er látinn Árni Sæberg skrifar 10. september 2022 17:17 Magnús Norðdahl var frumkvöðull í listflugi á Íslandi. Pétur P. Johnson Magnús Norðdahl, flugstjóri og fimmfaldur Íslandsmeistari í listflugi lést á heimili sínu á fimmtudaginn, 94 ára að aldri. Í fréttatilkynningu frá fjölskyldu Magnúsar segir að hann hafi fæðst þann 20. febrúar árið 1928 þeim Guðmundi Nordahl trésmiði og Guðrúnu Pálsdóttur húsmóður. Hann hafi farið í sitt fyrsta flug árið 1944 á svifflugu með útsýni yfir Esjuna og tekið sína fyrstu flugtíma á Stearman og blindflugsáritun frá breska flughernum á Reykjavíkurflugvelli. Árið 1946 hafi hann farið í flugnám til Englands, með togara, og útskrifast þaðan sumarið 1947. Magnús hóf störf hjá Loftleiðum til reynslu sumarið 1947, en fékk síðan fastráðningu 1. júní 1948 og starfaði hjá Loftleiðum í yfir 39 ár, eða til febrúar 1991. Magnús starfaði einnig í skamman tíma fyrir BOAC (British Overseas Airways Corporation), sem var hluti af British Airways í miðausturlöndum, þegar flugrekstur á Íslandi gekk ekki sem skyldi. Frumkvöðull í listflugi „Óhætt er að segja að hann hafi verið frumkvöðull í listflugi á Íslandi og var hann öðrum flugmönnum hvatning til að stunda listflug og alltaf tilbúinn að miðla af reynslu sinni og kunnáttu sem hann bjó yfir í miklu mæli. Hann keppti oft í listflugi og varð Íslandsmeistari fimm sinnum, fyrst árið 1996 og síðast árið 2001. Sýndi hann oft listflug á flugdeginum á Reykjavíkurflugvelli og síðast árið 2017 þegar hann var 89 ára gamall. Hann flaug listflug til ársins 2020 þegar hann var orðinn 92 ára gamall. Flugið var hans eina áhugamál því í flugvél var hann frjáls eins og fuglinn eins og var svo oft haft eftir honum,“ segir í tilkynningunni. Eiginkona Magnúar var María Sigurðardóttir Norðdahl heildsali en hún lést árið 2017. Börn Magnúsar eru Sigurður, Guðrún, Guðmundur, Magnús Steinarr og Jóna María, og eru barnabörn tíu, og barnabarnabörnin átta. Fréttir af flugi Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá fjölskyldu Magnúsar segir að hann hafi fæðst þann 20. febrúar árið 1928 þeim Guðmundi Nordahl trésmiði og Guðrúnu Pálsdóttur húsmóður. Hann hafi farið í sitt fyrsta flug árið 1944 á svifflugu með útsýni yfir Esjuna og tekið sína fyrstu flugtíma á Stearman og blindflugsáritun frá breska flughernum á Reykjavíkurflugvelli. Árið 1946 hafi hann farið í flugnám til Englands, með togara, og útskrifast þaðan sumarið 1947. Magnús hóf störf hjá Loftleiðum til reynslu sumarið 1947, en fékk síðan fastráðningu 1. júní 1948 og starfaði hjá Loftleiðum í yfir 39 ár, eða til febrúar 1991. Magnús starfaði einnig í skamman tíma fyrir BOAC (British Overseas Airways Corporation), sem var hluti af British Airways í miðausturlöndum, þegar flugrekstur á Íslandi gekk ekki sem skyldi. Frumkvöðull í listflugi „Óhætt er að segja að hann hafi verið frumkvöðull í listflugi á Íslandi og var hann öðrum flugmönnum hvatning til að stunda listflug og alltaf tilbúinn að miðla af reynslu sinni og kunnáttu sem hann bjó yfir í miklu mæli. Hann keppti oft í listflugi og varð Íslandsmeistari fimm sinnum, fyrst árið 1996 og síðast árið 2001. Sýndi hann oft listflug á flugdeginum á Reykjavíkurflugvelli og síðast árið 2017 þegar hann var 89 ára gamall. Hann flaug listflug til ársins 2020 þegar hann var orðinn 92 ára gamall. Flugið var hans eina áhugamál því í flugvél var hann frjáls eins og fuglinn eins og var svo oft haft eftir honum,“ segir í tilkynningunni. Eiginkona Magnúar var María Sigurðardóttir Norðdahl heildsali en hún lést árið 2017. Börn Magnúsar eru Sigurður, Guðrún, Guðmundur, Magnús Steinarr og Jóna María, og eru barnabörn tíu, og barnabarnabörnin átta.
Fréttir af flugi Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira