„Búin að vera að njósna á Instagram“ Atli Arason skrifar 11. september 2022 11:00 Helena Ólafsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir ræða málin í Bestu mörkunum. Stöð 2 Sport Markmið Vals í Meistaradeildinni er að komast áfram í riðlakeppnina. Valur leikur fyrri leikinn gegn Slavia Praha í umspili Meistaradeildar Evrópu miðvikudaginn 21. September en Arna Sif Ásgrímsdóttir og Mist Edvardsdóttir, leikmenn Vals, ræddu möguleikana og undirbúning fyrir leikinn mikilvæga í Bestu mörkunum með Helenu Ólafsdóttur. „Þetta verður alltaf hörku leikur og erfitt. Maður þekkir ekki mikið til en maður er aðeins búin að vera að njósna á Instagram og svona,“ sagði Arna Sif áður en hún bætti við. „Það virðist vera mikið af landsliðskonum í þessu liði þannig ég reikna með að þetta verði alveg hörku leikur en klárlega möguleiki.“ Mist tók undir með Örnu en tekur fram að þær eru ekki búnar að greina lið Slavia Praha í þaula. „Eins og ég sé þetta núna, án þess að þekkja mikið til liðsins þar sem við erum ekkert byrjaðar að leikgreina þær eða fá einhverjar upplýsingar um þær enn þá. Þá held ég að þetta sé samt alveg 50/50 séns,“ sagði Mist. „ Alveg klárlega,“ svaraði Arna aðspurð að því hvort markmiðið væri ekki að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra og fara áfram í riðlakeppnina. Til þess þarf liðið að vinna þetta tveggja leika einvígi gegn Slavia Praha. Riðlakeppnin sjálf er svo leikinn í október til desember, þegar Besta-deildin er búin. „Þegar maður var fylgjast með Blikunum í fyrra þá sá maður vott af því að þær voru ekki í miðju tímabili. Þá er auðvelt að sitja upp í sófa og láta vita að maður tekur eftir þessu. Að æfa og spila er tvennt ólíkt,“ sagði Arna „Það er líka örugglega skrítið að æfa fyrir tvo leiki í mánuði,“ skaut Mist inn í. Blika stelpur æfðu og spiluðu mikið með strákum til að ná einhverjum 11 gegn 11 leikjum í sínum undirbúning fyrir leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta ári. Valskonur eru einnig vanar að spila við stráka og munu gera það áfram ef þess þarf. „Já við höfum alveg verið að gera það. Við tókum einhverja leiki í vor og vetur, Pétur [Pétursson, þjálfari Vals] gerir það af og til,“ sagði Mist „Við fáum af og til hóp af strákum inn á æfingar í svona blandaðan hóp. Það er bara skemmtilegt en oft eru þetta einhverjir litlir og snöggir sem maður þarf að sparka niður til að reyna að halda í við þá. Það er bara gaman,“ bætti Arna við með bros á vör. Umræðunnar í heild um leikinn og undirbúninginn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Búin að vera að njósna á Instagram Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Valur fer til Tékklands | Skandinavískur Íslendingaslagur Dregið var í umspil Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Nyon í Sviss í dag. Sæti í riðlakeppninni er undir er Valur mætir Slaviu Prag frá Tékklandi og þá er Íslendingaslagur á dagskrá. 1. september 2022 11:18 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
„Þetta verður alltaf hörku leikur og erfitt. Maður þekkir ekki mikið til en maður er aðeins búin að vera að njósna á Instagram og svona,“ sagði Arna Sif áður en hún bætti við. „Það virðist vera mikið af landsliðskonum í þessu liði þannig ég reikna með að þetta verði alveg hörku leikur en klárlega möguleiki.“ Mist tók undir með Örnu en tekur fram að þær eru ekki búnar að greina lið Slavia Praha í þaula. „Eins og ég sé þetta núna, án þess að þekkja mikið til liðsins þar sem við erum ekkert byrjaðar að leikgreina þær eða fá einhverjar upplýsingar um þær enn þá. Þá held ég að þetta sé samt alveg 50/50 séns,“ sagði Mist. „ Alveg klárlega,“ svaraði Arna aðspurð að því hvort markmiðið væri ekki að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra og fara áfram í riðlakeppnina. Til þess þarf liðið að vinna þetta tveggja leika einvígi gegn Slavia Praha. Riðlakeppnin sjálf er svo leikinn í október til desember, þegar Besta-deildin er búin. „Þegar maður var fylgjast með Blikunum í fyrra þá sá maður vott af því að þær voru ekki í miðju tímabili. Þá er auðvelt að sitja upp í sófa og láta vita að maður tekur eftir þessu. Að æfa og spila er tvennt ólíkt,“ sagði Arna „Það er líka örugglega skrítið að æfa fyrir tvo leiki í mánuði,“ skaut Mist inn í. Blika stelpur æfðu og spiluðu mikið með strákum til að ná einhverjum 11 gegn 11 leikjum í sínum undirbúning fyrir leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta ári. Valskonur eru einnig vanar að spila við stráka og munu gera það áfram ef þess þarf. „Já við höfum alveg verið að gera það. Við tókum einhverja leiki í vor og vetur, Pétur [Pétursson, þjálfari Vals] gerir það af og til,“ sagði Mist „Við fáum af og til hóp af strákum inn á æfingar í svona blandaðan hóp. Það er bara skemmtilegt en oft eru þetta einhverjir litlir og snöggir sem maður þarf að sparka niður til að reyna að halda í við þá. Það er bara gaman,“ bætti Arna við með bros á vör. Umræðunnar í heild um leikinn og undirbúninginn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Búin að vera að njósna á Instagram
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Valur fer til Tékklands | Skandinavískur Íslendingaslagur Dregið var í umspil Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Nyon í Sviss í dag. Sæti í riðlakeppninni er undir er Valur mætir Slaviu Prag frá Tékklandi og þá er Íslendingaslagur á dagskrá. 1. september 2022 11:18 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21
Valur fer til Tékklands | Skandinavískur Íslendingaslagur Dregið var í umspil Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Nyon í Sviss í dag. Sæti í riðlakeppninni er undir er Valur mætir Slaviu Prag frá Tékklandi og þá er Íslendingaslagur á dagskrá. 1. september 2022 11:18