Rússar aðstoða Armena eftir átök í nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 13. september 2022 07:39 Suren Papikyan, varnarmálaráðherra Armeníu, fundaði í dag með Sergei Shoighu, varnarmálaráðherra Rússlands. Varnarmálaráðuneyti Armeníu Átök urðu milli Asera og Armena við landamæri landanna í nótt. Einhverjir hermenn Armena liggja í valnum eftir nóttina en Armenar segja Asera vera við það að ráðast inn í landið. Varnarmálaráðherrar Armena og Rússa ræddu saman í dag og samþykktu að minnka átökin og stefna að bættu ástandi. Íbúar Aserbaísjan og Armeníu hafa deilt um áraraðir, þá sérstaklega vegna Nagorno-Karabakh svæðisins í Aserbaísjan. Árið 2020 urðu stór átök milli þjóðanna þar sem 300 manns létu lífið en átökin enduðu með vopnahléi milli ríkjanna sem Rússar tóku þátt í. Svæðið Nagorno-Karabakh er staðsett inni í Aserbaísjan og tilheyrir þeim formlega en fyrir átökin voru armenskir aðskilnaðarsinnar með völd þar. Þrátt fyrir tæplega tveggja ára vopnahlé þá hafa þjóðirnar haldið áfram að deila. Í nótt greindi varnarmálaráðherra Armeníu frá því að átök hafi orðið milli þjóðanna í kvöld þar sem að minnsta kosti 49 armenskir hermenn lét lífið. Að sögn Armena hófu Aserar skothríðina í nótt og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Armeníu að þeir ætli að svara öllum árásum sem gerðar eru. Verið sé að koma hermönnum fyrir á svæðum til að vernda landamærin. Aserar segja Armena hafa hafið skothríðina. Samkvæmt varnarmálaráðuneyti Armena hófust átökin í kringum miðnætti á staðartíma í gærkvöldi og segja Armenar að Aserar séu einnig að skjóta á húsnæði þar sem óbreyttir borgarar eru. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í tilkynningu í nótt að Bandaríkin hefðu miklar áhyggjur af þróun mála á landamærunum og hvöttu báða aðila til þess að leggja niður vopn sín. The United States is deeply concerned about reports of active hostilities between Armenia and Azerbaijan. We urge an end to military hostilities immediately. There is no military solution to the conflict. https://t.co/cGeWXpbzKS— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) September 13, 2022 Í dag funduðu Suren Papikyan, varnarmálaráðherra Armeníu og Sergei Shoighu, varnarmálaráðherra Rússlands. Þær ræddu saman í síma og sagðist Shoighu vilja að bæði ríki myndu hætta átökunum. Ráðherrarnir samþykktu að „taka nauðsynleg skref í átt að því að koma á stöðugleika á svæðinu“. Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Íbúar Aserbaísjan og Armeníu hafa deilt um áraraðir, þá sérstaklega vegna Nagorno-Karabakh svæðisins í Aserbaísjan. Árið 2020 urðu stór átök milli þjóðanna þar sem 300 manns létu lífið en átökin enduðu með vopnahléi milli ríkjanna sem Rússar tóku þátt í. Svæðið Nagorno-Karabakh er staðsett inni í Aserbaísjan og tilheyrir þeim formlega en fyrir átökin voru armenskir aðskilnaðarsinnar með völd þar. Þrátt fyrir tæplega tveggja ára vopnahlé þá hafa þjóðirnar haldið áfram að deila. Í nótt greindi varnarmálaráðherra Armeníu frá því að átök hafi orðið milli þjóðanna í kvöld þar sem að minnsta kosti 49 armenskir hermenn lét lífið. Að sögn Armena hófu Aserar skothríðina í nótt og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Armeníu að þeir ætli að svara öllum árásum sem gerðar eru. Verið sé að koma hermönnum fyrir á svæðum til að vernda landamærin. Aserar segja Armena hafa hafið skothríðina. Samkvæmt varnarmálaráðuneyti Armena hófust átökin í kringum miðnætti á staðartíma í gærkvöldi og segja Armenar að Aserar séu einnig að skjóta á húsnæði þar sem óbreyttir borgarar eru. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í tilkynningu í nótt að Bandaríkin hefðu miklar áhyggjur af þróun mála á landamærunum og hvöttu báða aðila til þess að leggja niður vopn sín. The United States is deeply concerned about reports of active hostilities between Armenia and Azerbaijan. We urge an end to military hostilities immediately. There is no military solution to the conflict. https://t.co/cGeWXpbzKS— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) September 13, 2022 Í dag funduðu Suren Papikyan, varnarmálaráðherra Armeníu og Sergei Shoighu, varnarmálaráðherra Rússlands. Þær ræddu saman í síma og sagðist Shoighu vilja að bæði ríki myndu hætta átökunum. Ráðherrarnir samþykktu að „taka nauðsynleg skref í átt að því að koma á stöðugleika á svæðinu“.
Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira