Lá við hávaðakvörtun á hótelinu: „Ég öskraði svo mikið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 13:01 Nökkvi Þeyr Þórisson er að koma sér hægt og rólega fyrir í Belgíu. Vísir/Hulda Margrét „Það er liðin vika síðan ég kom út. Ég er ástfanginn af borginni, hún er eins flott og allir tala um,“ segir Nökkvi Þeyr Þórisson um Antwerpen, hvar hann mun spila fótbolta með Beerschot næstu misserin. Nökkvi samdi við liðið í síðustu viku og er spenntur fyrir verkefninu. Nökkvi Þeyr var nýbúinn að skoða íbúð þegar Vísi sló á þráðinn til hans. Hann hefur búið á hóteli frá því að hann kom til félagsins en vonast til að koma sér fyrir sem fyrst. „Ég var einmitt að klára að skoða íbúð. Þannig að það gengur vel að koma sér fyrir. Það er mikilvægt að klára það sem fyrst svo maður geti einbeitt sér alfarið að fótboltanum. Eins og er þá erum við kærastan mín á hóteli á meðan þau mál leysast,“ „Ég er nokkuð viss um að við fáum þessa íbúð. Hún [María Lillý Ragnarsdóttir, kærasta Nökkva] var ástfangin af íbúðinni og hún ræður öllu þegar kemur að þessum málum. Svo lengi sem hún er glöð þá er ég glaður,“ sagði Nökkvi og hló við. View this post on Instagram A post shared by Mari a Lilly Ragnarsdo ttir (@marialillyy) Gríðarlegt stress Nökkvi segir ákvörðunina að yfirgefa KA-menn á þessum tímapunkti hafa verið erfiða. Hann styður vel við sína menn og segist hafa misst sig þegar hann sá KA vinna topplið Breiðabliks 2-1 á sunnudaginn var. „Ég horfði á leikinn og María þurfti að sussa á mig því maður var búinn að gleyma því að maður væri á hótelherbergi. Ég öskraði svo mikið og það var varla hægt að tala við mig á meðan leikurinn var í gangi, ég var svo einbeittur að horfa og algjört stress. Ég er miklu stressaðri að horfa á leik heldur en að spila leikinn. Það sem það var sætt að sjá þá vinna og kannski ennþá sætara í ljósi þess að ég tók þessa ákvörðun,“ segir Nökkvi Þeyr. Klippa: Viðtal við Nökkva Þey Erfitt að yfirgefa liðið á þessum tímapunkti Nökkvi segir sigurinn hafa verið enn sætari í ljósi þess að hann hafi verið með örlítið samviskubit yfir því að yfirgefa KA-menn í miðri baráttu um Evrópusæti, sérstaklega þar sem félagsskiptaglugginn var lokaður. Hann er þess þó fullviss um að KA-menn geri vel í þeirri baráttu. „Það spilaði mikið inn í af því að ég vissi að þeir væru ekki taka mann inn,“ segir Nökkvi. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig að taka þessa ákvörðun en svo þegar maður er kannski smá eigingjarn og horfir á sinn feril þá auðveldaði það manni að taka þessa ákvörðun. Það sem hjálpaði mér líka er að ég veit gæðin í strákunum og ég veit hversu góður hópur þetta er. Ég vissi strax að ef ég myndi fara þá myndi maður stíga upp og það kæmi maður í manns stað,“ „Þetta er það góður hópur að ég hafði í raun engar áhyggjur af þeim þó að ég myndi fara,“ segir Nökkvi Þeyr. Ummæli Nökkva Þeys má sjá í spilaranum að ofan. Belgíski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Sjá meira
Nökkvi Þeyr var nýbúinn að skoða íbúð þegar Vísi sló á þráðinn til hans. Hann hefur búið á hóteli frá því að hann kom til félagsins en vonast til að koma sér fyrir sem fyrst. „Ég var einmitt að klára að skoða íbúð. Þannig að það gengur vel að koma sér fyrir. Það er mikilvægt að klára það sem fyrst svo maður geti einbeitt sér alfarið að fótboltanum. Eins og er þá erum við kærastan mín á hóteli á meðan þau mál leysast,“ „Ég er nokkuð viss um að við fáum þessa íbúð. Hún [María Lillý Ragnarsdóttir, kærasta Nökkva] var ástfangin af íbúðinni og hún ræður öllu þegar kemur að þessum málum. Svo lengi sem hún er glöð þá er ég glaður,“ sagði Nökkvi og hló við. View this post on Instagram A post shared by Mari a Lilly Ragnarsdo ttir (@marialillyy) Gríðarlegt stress Nökkvi segir ákvörðunina að yfirgefa KA-menn á þessum tímapunkti hafa verið erfiða. Hann styður vel við sína menn og segist hafa misst sig þegar hann sá KA vinna topplið Breiðabliks 2-1 á sunnudaginn var. „Ég horfði á leikinn og María þurfti að sussa á mig því maður var búinn að gleyma því að maður væri á hótelherbergi. Ég öskraði svo mikið og það var varla hægt að tala við mig á meðan leikurinn var í gangi, ég var svo einbeittur að horfa og algjört stress. Ég er miklu stressaðri að horfa á leik heldur en að spila leikinn. Það sem það var sætt að sjá þá vinna og kannski ennþá sætara í ljósi þess að ég tók þessa ákvörðun,“ segir Nökkvi Þeyr. Klippa: Viðtal við Nökkva Þey Erfitt að yfirgefa liðið á þessum tímapunkti Nökkvi segir sigurinn hafa verið enn sætari í ljósi þess að hann hafi verið með örlítið samviskubit yfir því að yfirgefa KA-menn í miðri baráttu um Evrópusæti, sérstaklega þar sem félagsskiptaglugginn var lokaður. Hann er þess þó fullviss um að KA-menn geri vel í þeirri baráttu. „Það spilaði mikið inn í af því að ég vissi að þeir væru ekki taka mann inn,“ segir Nökkvi. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig að taka þessa ákvörðun en svo þegar maður er kannski smá eigingjarn og horfir á sinn feril þá auðveldaði það manni að taka þessa ákvörðun. Það sem hjálpaði mér líka er að ég veit gæðin í strákunum og ég veit hversu góður hópur þetta er. Ég vissi strax að ef ég myndi fara þá myndi maður stíga upp og það kæmi maður í manns stað,“ „Þetta er það góður hópur að ég hafði í raun engar áhyggjur af þeim þó að ég myndi fara,“ segir Nökkvi Þeyr. Ummæli Nökkva Þeys má sjá í spilaranum að ofan.
Belgíski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Sjá meira