Ekkert bendir til gosóróa við Grímsey Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2022 10:45 Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofunnar segir ekkert benda til gosóróa við Grímsey. Vísir/Vilhelm Hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir ekkert benda til að eldsumbrota sé að vænta við Grímsey. Mikil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarna viku en að sögn hópstjórans er erfitt að fylgjast með gosóróa á svæðinu vegna takmarkana tækninnar. „Það er jarðskjálftahrina í gangi núna og svona jarðskjálftahrinur verða alltaf þarna með vissu millibili. Við þurfum ekki að leita lengra aftur en til 2018 til að finna kröftuga hrinu, það var önnur kröftug hrina þarna 2013 og 2012 líka,“ sagði Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir svæðið mjög svipað því á Reykjanesskaga. Þarna séu flekaskil, þar sem flekarnir fara fram hjá hvor öðrum, sem búi til mikla spennu en svo séu flekarnir líka að fara í sundur. „Þarna eru eldstöðvakerfi sem eru neðansjávar og það er mjög langt síðan að voru virk. Við erum í raun ekki með neinar vísbendingar um að þarna sé kvikuvirkni í gangi, engar beinar mælingar á því. Þetta er ein af áskorunum þegar við erum að fylgjast með virkni sem er svona langt úti í hafi að þá eru allir mælarnir á landi,“ segir Kristín. Ekki hægt að nota gervihnattamyndir til að fylgjast með landrisi Veðurstofan sé með mæla í Grímsey og víða á Norðurlandi en enn skýrari mynd fengist væru mælar á hafsbotni, eins og Japanir notast til dæmis við. Vegna þess að svæðið sé undir hafi sé erfiðara að fylgjast með því en til dæmis Reykjanesskaga. Þá sé ekki hægt að notast við gervihnattamyndir, eins og gert hefur verið, til að fylgjast með landrisi. „Ef það er snjór á yfirborði, til dæmis ef það er jökull þá getum við ekki notað þessa aðferð og ef það er sjór þá virkar hún ekki. Það væri í sjálfu sér hægt að nota Grímsey en það er svo lítill flötur þannig að við fáum í raun enga heildstæða mynd með því,“ segir Kristín. Síðast hafi gosið á svæðinu við Grímsey á fjórða áratugi nítjándu aldar á eyjaklasa sem heita Mánáreyjar. „Þetta er svolítið flókið svæði af því að þetta eru tvö meginbelti, það er að segja þetta Grímseyjarbelti þar sem virknin er núna og svo er það Húsavíkur-Flateyjar misgengið sem fer í gegn um Húsavík og norður af Flateyjarskaga,“ segir Kristín. „Þarna eru hrinur mjög algengar, það eru miklar spennur sem hlaðast upp vegna þess að þetta er virkt belti.“ Best væri að setja rauntímamæla á hafsbotn En eru einhverjar líkur á að þarna komi upp smágos sem við bara tökum ekki eftir? „Mér finnst það ólíklegt vegna þess að þessi eldstöðvakerfi eru tiltölulega grunn og ef eitthvað færi að koma upp þá hugsa ég að við myndum sjá eldgosaóróa. Mér finnst það mjög hæpið að það gæti gerst,“ segir Kristín. Til að fylgjast sem best með þessu svæði væri gott að geta komið jarðskjálftamælum fyrir á hafsbotni sem hægt væri að nýta í rauntímavöktun en að sögn Kristínar yrði það gríðarlega dýrt. „Japanir gera það, enda fá þeir mjög stóra skjálfta úti í hafi sem geta komið af stað flóðbylgjum, eins og vitum að hefur gerst. Hættan og tjón þar er miklu meira en hjá okkur en þetta er auðvitað spurning í hvað fara peningarnir og hvernig ætlum við að forgangsraða því. Við á Veðurstofunni höfum ekki verið að forgangsraða því, frekar að setja mæla á landi því þetta er gríðarlega kostnaðarsamt.“ Eldgos og jarðhræringar Grímsey Bítið Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar funduðu vegna yfirstandandi skjálftahrinu Viðbragðsaðilar á Norðurlandi funduðu nú síðdegis með Veðurstofu Íslands vegna yfirstandandi skjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi en fleiri en tuttugu skjálftar sem mældust þrír eða stærri hafa riðið yfir frá miðnætti. 12. september 2022 16:49 Skjálftavirkni eykst að nýju Skjálftavirkni við Grímsey jókst að nýju við Grímsey í nótt eftir að hafa minnkað lítillega í gærdag. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 4,2 að stærð. 12. september 2022 06:33 Varðskipið Þór til taks við Grímsey Varðskipið Þór kom að Grímsey um hádegisbil í dag og verður við eyjuna næstu daga. Öflug jarðskjálftahrina hefur riðið yfir í námunda við eyjuna síðan 8. september og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á föstudaginn. 11. september 2022 14:16 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
„Það er jarðskjálftahrina í gangi núna og svona jarðskjálftahrinur verða alltaf þarna með vissu millibili. Við þurfum ekki að leita lengra aftur en til 2018 til að finna kröftuga hrinu, það var önnur kröftug hrina þarna 2013 og 2012 líka,“ sagði Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir svæðið mjög svipað því á Reykjanesskaga. Þarna séu flekaskil, þar sem flekarnir fara fram hjá hvor öðrum, sem búi til mikla spennu en svo séu flekarnir líka að fara í sundur. „Þarna eru eldstöðvakerfi sem eru neðansjávar og það er mjög langt síðan að voru virk. Við erum í raun ekki með neinar vísbendingar um að þarna sé kvikuvirkni í gangi, engar beinar mælingar á því. Þetta er ein af áskorunum þegar við erum að fylgjast með virkni sem er svona langt úti í hafi að þá eru allir mælarnir á landi,“ segir Kristín. Ekki hægt að nota gervihnattamyndir til að fylgjast með landrisi Veðurstofan sé með mæla í Grímsey og víða á Norðurlandi en enn skýrari mynd fengist væru mælar á hafsbotni, eins og Japanir notast til dæmis við. Vegna þess að svæðið sé undir hafi sé erfiðara að fylgjast með því en til dæmis Reykjanesskaga. Þá sé ekki hægt að notast við gervihnattamyndir, eins og gert hefur verið, til að fylgjast með landrisi. „Ef það er snjór á yfirborði, til dæmis ef það er jökull þá getum við ekki notað þessa aðferð og ef það er sjór þá virkar hún ekki. Það væri í sjálfu sér hægt að nota Grímsey en það er svo lítill flötur þannig að við fáum í raun enga heildstæða mynd með því,“ segir Kristín. Síðast hafi gosið á svæðinu við Grímsey á fjórða áratugi nítjándu aldar á eyjaklasa sem heita Mánáreyjar. „Þetta er svolítið flókið svæði af því að þetta eru tvö meginbelti, það er að segja þetta Grímseyjarbelti þar sem virknin er núna og svo er það Húsavíkur-Flateyjar misgengið sem fer í gegn um Húsavík og norður af Flateyjarskaga,“ segir Kristín. „Þarna eru hrinur mjög algengar, það eru miklar spennur sem hlaðast upp vegna þess að þetta er virkt belti.“ Best væri að setja rauntímamæla á hafsbotn En eru einhverjar líkur á að þarna komi upp smágos sem við bara tökum ekki eftir? „Mér finnst það ólíklegt vegna þess að þessi eldstöðvakerfi eru tiltölulega grunn og ef eitthvað færi að koma upp þá hugsa ég að við myndum sjá eldgosaóróa. Mér finnst það mjög hæpið að það gæti gerst,“ segir Kristín. Til að fylgjast sem best með þessu svæði væri gott að geta komið jarðskjálftamælum fyrir á hafsbotni sem hægt væri að nýta í rauntímavöktun en að sögn Kristínar yrði það gríðarlega dýrt. „Japanir gera það, enda fá þeir mjög stóra skjálfta úti í hafi sem geta komið af stað flóðbylgjum, eins og vitum að hefur gerst. Hættan og tjón þar er miklu meira en hjá okkur en þetta er auðvitað spurning í hvað fara peningarnir og hvernig ætlum við að forgangsraða því. Við á Veðurstofunni höfum ekki verið að forgangsraða því, frekar að setja mæla á landi því þetta er gríðarlega kostnaðarsamt.“
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Bítið Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar funduðu vegna yfirstandandi skjálftahrinu Viðbragðsaðilar á Norðurlandi funduðu nú síðdegis með Veðurstofu Íslands vegna yfirstandandi skjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi en fleiri en tuttugu skjálftar sem mældust þrír eða stærri hafa riðið yfir frá miðnætti. 12. september 2022 16:49 Skjálftavirkni eykst að nýju Skjálftavirkni við Grímsey jókst að nýju við Grímsey í nótt eftir að hafa minnkað lítillega í gærdag. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 4,2 að stærð. 12. september 2022 06:33 Varðskipið Þór til taks við Grímsey Varðskipið Þór kom að Grímsey um hádegisbil í dag og verður við eyjuna næstu daga. Öflug jarðskjálftahrina hefur riðið yfir í námunda við eyjuna síðan 8. september og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á föstudaginn. 11. september 2022 14:16 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Viðbragðsaðilar funduðu vegna yfirstandandi skjálftahrinu Viðbragðsaðilar á Norðurlandi funduðu nú síðdegis með Veðurstofu Íslands vegna yfirstandandi skjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi en fleiri en tuttugu skjálftar sem mældust þrír eða stærri hafa riðið yfir frá miðnætti. 12. september 2022 16:49
Skjálftavirkni eykst að nýju Skjálftavirkni við Grímsey jókst að nýju við Grímsey í nótt eftir að hafa minnkað lítillega í gærdag. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 4,2 að stærð. 12. september 2022 06:33
Varðskipið Þór til taks við Grímsey Varðskipið Þór kom að Grímsey um hádegisbil í dag og verður við eyjuna næstu daga. Öflug jarðskjálftahrina hefur riðið yfir í námunda við eyjuna síðan 8. september og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á föstudaginn. 11. september 2022 14:16