Logi Tómasson: Þetta var rothögg Sverrir Mar Smárason skrifar 17. september 2022 16:50 Logi Tómasson, leikmaður Víkings. Vísir/Diego Víkingar fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn KR í Bestu deild karla í dag. Jöfnunarmarkið gerir það að verkum að Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik þegar úrslitakeppnin hefst í október. Logi Tómasson, leikmaður Víkings, var gríðarlega svekktur í leikslok. „Ég er bara svekktur og ég held að liðið sé svekkt. Þetta var rothögg. Við skoruðum tvö mörk og mér fannst við vera með þá þangað til á svona 70.mín þegar við förum bara að pakka í vörn og bíða eftir því að leikurinn klárast. Þá mæta þeir framar og byrja að setja upp langa bolta og svoleiðis,“ sagði Logi. Víkingar breyttu í 5 manna vörn á 65. mínútu og talaði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari, um að það hafi verið hans mistök í viðtali eftir leikinn. Logi vill meira að liðið hafi bakkað of mikið. „Já það gæti verið. Ég er enginn þjálfari en mér fannst þetta bara lélegt. Það var lítil ákefð í lokin og menn voru kannski þreyttir. Ég veit það ekki alveg en þetta var bara lélegt,“ sagði Logi. Líkt og áður segir þá eru Víkingar eftir leiki dagsins 8 stigum á eftir Breiðablik og möguleikar þeirra á titli minnka mikið. „Möguleikarnir eru ekki miklir sko. Við höldum áfram og reynum að vinna rest og tryggja annað sætið sem gefur Evrópusæti sem getur verið sterkt líka,“ sagði Logi um möguleika liðsins. Logi hefur átt frábært tímabil í áhugaverðri stöðu sem einhverskonar blanda af bakverði og miðjumanni. Hann nýtur stöðunnar vel og þakkar Arnari fyrir traustið. Logi var valinn í u21 landslið Íslands fyrir mikilvæga leiki. Þá var einnig að ganga saga um að hann hefði neitað að fara á reynslu hjá Gautaborg í Svíþjóð en Logi tekur fyrir það. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg staða og ástæðan fyrir því að ég er búinn að skora svona mikið af mörkum er því ég fæ frjálsræði frá Arnari. Hann vill að ég fari hærra því ég er gamall kantmaður í yngri flokkum og mér finnst gaman að sækja.“ „Þetta er spennandi verkefni með u21. Þetta verða 50/50 leikir held ég og við ætlum okkur áfram bara.“ „Þetta var nú bara eitthvað djók hjá félaga mínum. Ég er ekki á leiðinni á neina reynslu eða allavega ekki svo ég viti,“ sagði Logi að lokum. Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:10 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
„Ég er bara svekktur og ég held að liðið sé svekkt. Þetta var rothögg. Við skoruðum tvö mörk og mér fannst við vera með þá þangað til á svona 70.mín þegar við förum bara að pakka í vörn og bíða eftir því að leikurinn klárast. Þá mæta þeir framar og byrja að setja upp langa bolta og svoleiðis,“ sagði Logi. Víkingar breyttu í 5 manna vörn á 65. mínútu og talaði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari, um að það hafi verið hans mistök í viðtali eftir leikinn. Logi vill meira að liðið hafi bakkað of mikið. „Já það gæti verið. Ég er enginn þjálfari en mér fannst þetta bara lélegt. Það var lítil ákefð í lokin og menn voru kannski þreyttir. Ég veit það ekki alveg en þetta var bara lélegt,“ sagði Logi. Líkt og áður segir þá eru Víkingar eftir leiki dagsins 8 stigum á eftir Breiðablik og möguleikar þeirra á titli minnka mikið. „Möguleikarnir eru ekki miklir sko. Við höldum áfram og reynum að vinna rest og tryggja annað sætið sem gefur Evrópusæti sem getur verið sterkt líka,“ sagði Logi um möguleika liðsins. Logi hefur átt frábært tímabil í áhugaverðri stöðu sem einhverskonar blanda af bakverði og miðjumanni. Hann nýtur stöðunnar vel og þakkar Arnari fyrir traustið. Logi var valinn í u21 landslið Íslands fyrir mikilvæga leiki. Þá var einnig að ganga saga um að hann hefði neitað að fara á reynslu hjá Gautaborg í Svíþjóð en Logi tekur fyrir það. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg staða og ástæðan fyrir því að ég er búinn að skora svona mikið af mörkum er því ég fæ frjálsræði frá Arnari. Hann vill að ég fari hærra því ég er gamall kantmaður í yngri flokkum og mér finnst gaman að sækja.“ „Þetta er spennandi verkefni með u21. Þetta verða 50/50 leikir held ég og við ætlum okkur áfram bara.“ „Þetta var nú bara eitthvað djók hjá félaga mínum. Ég er ekki á leiðinni á neina reynslu eða allavega ekki svo ég viti,“ sagði Logi að lokum.
Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:10 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:10