Fór erlendis að hitta kærastann en endaði óvænt í atvinnumennsku Atli Arason skrifar 20. september 2022 07:01 Isabella Ósk er leikmaður Breiðabliks. Vísir/Bára Dröfn Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður Breiðabliks, er nýkominn aftur heim til Íslands eftir að hafa leikið síðustu mánuði sem atvinnumaður hjá South Adelaide Panthers í Ástralíu. Samningur Isabellu við Panthers kom eftir óhefðbundnum krókaleiðum. Kærasti Isabellu, körfuboltaleikmaðurinn Jermey Smith, lék með Haukum á Íslandi síðasta vetur en samdi við South Adelaide Panthers eftir að tímabilinu hér heima lauk síðasta vor. „Ég kom til Ástralíu til að heimsækja kærasta minn sem spilar með karla liðinu. Ég ætlaði bara að koma og vera hérna í mánuð,“ sagði Isabella í samtali við Vísi á dögunum þar sem hún gerði upp heimsóknina til Ástralíu, sem átti eftir að ílengjast. „Þjálfari kvennaliðs South Adelaide Panthers frétti svo að ég spilaði körfubolta og vildi prófa að fá mig á æfingar á meðan ég væri í Ástralíu. Þeim leist vel á mig og stuttu seinna var mér svo boðið samningur,“ bætti Isabella við. „Það er aðeins öðruvísi að spila í Ástralíu miðað við Ísland. Leikurinn er mikið hraðari úti, maður er hlaupandi fram og til baka allan tíman. Heima er maður meira að stoppa og fær að kalla kerfi og svona en í Ástralíu er þetta allt öðruvísi.“ Í Ástralíu lék Isabella 21 mínútu að meðaltali á leik en hún fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu eftir að miðherji liðsins, Olivia Levicki, hætti í körfubolta til að leika aðra íþrótt. „Það var leikmaður sem var í minni stöðu sem hætti í liðinu á miðju tímabili en hún fór að spila ástralskan fótbolta sem var mjög óvænt,“ sagði Isabella en ástralskur fótbolti eða ‘Aussie Rules‘ er einhverskonar blanda af rúgbý, fótbolta og krikket. „Áður en hún hættir þá var ég bara búinn að spila einn eða tvo leiki og var enn þá að læra á kerfin og sóknarleik liðsins,“ sagði Isabella Ósk. Á jómfrúartímabili sínu í atvinnumennsku skoraði Isabella 8,8 stig á leik, tók 9,17 fráköst og gaf eina stoðsendingu á meðaltali á leik. Isabella kemur því aftur til Íslands í hörku formi en Isabella verður væntanlega í eldlínunni með Blikum í dag gegn Val í opnunarleik Subway-deildarinnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00 Isabella aftur í Breiðablik Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. 14. september 2022 22:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Kærasti Isabellu, körfuboltaleikmaðurinn Jermey Smith, lék með Haukum á Íslandi síðasta vetur en samdi við South Adelaide Panthers eftir að tímabilinu hér heima lauk síðasta vor. „Ég kom til Ástralíu til að heimsækja kærasta minn sem spilar með karla liðinu. Ég ætlaði bara að koma og vera hérna í mánuð,“ sagði Isabella í samtali við Vísi á dögunum þar sem hún gerði upp heimsóknina til Ástralíu, sem átti eftir að ílengjast. „Þjálfari kvennaliðs South Adelaide Panthers frétti svo að ég spilaði körfubolta og vildi prófa að fá mig á æfingar á meðan ég væri í Ástralíu. Þeim leist vel á mig og stuttu seinna var mér svo boðið samningur,“ bætti Isabella við. „Það er aðeins öðruvísi að spila í Ástralíu miðað við Ísland. Leikurinn er mikið hraðari úti, maður er hlaupandi fram og til baka allan tíman. Heima er maður meira að stoppa og fær að kalla kerfi og svona en í Ástralíu er þetta allt öðruvísi.“ Í Ástralíu lék Isabella 21 mínútu að meðaltali á leik en hún fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu eftir að miðherji liðsins, Olivia Levicki, hætti í körfubolta til að leika aðra íþrótt. „Það var leikmaður sem var í minni stöðu sem hætti í liðinu á miðju tímabili en hún fór að spila ástralskan fótbolta sem var mjög óvænt,“ sagði Isabella en ástralskur fótbolti eða ‘Aussie Rules‘ er einhverskonar blanda af rúgbý, fótbolta og krikket. „Áður en hún hættir þá var ég bara búinn að spila einn eða tvo leiki og var enn þá að læra á kerfin og sóknarleik liðsins,“ sagði Isabella Ósk. Á jómfrúartímabili sínu í atvinnumennsku skoraði Isabella 8,8 stig á leik, tók 9,17 fráköst og gaf eina stoðsendingu á meðaltali á leik. Isabella kemur því aftur til Íslands í hörku formi en Isabella verður væntanlega í eldlínunni með Blikum í dag gegn Val í opnunarleik Subway-deildarinnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00 Isabella aftur í Breiðablik Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. 14. september 2022 22:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00
Isabella aftur í Breiðablik Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. 14. september 2022 22:00