Verið bikarmeistarar í 1.113 daga samfleytt: „Fer í sögubækurnar ef það tekst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2022 12:01 Víkingur hefur tvívegis orðið bikarmeistari undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. vísir/vilhelm Arnar Gunnlaugsson er meðvitaður um að Víkingar geta komist í sögubækurnar með því að vinna FH-inga í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á morgun. Víkingur hefur verið bikarmeistari samfleytt frá 14. september 2019. Þá vann liðið einmitt FH, 1-0, í bikarúrslitaleik. Síðan þá eru rúm þrjú ár liðin, eða nákvæmlega 1113 dagar. Víkingar töpuðu reyndar fyrir Stjörnumönnum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2020 en hann var blásinn af vegna kórónuveirunnar. Bikarinn hélt því kyrru fyrir í Víkinni. Þeir rauðu og svörtu urðu svo bikarmeistarar í fyrra eftir 3-0 sigur á ÍA í úrslitaleik. Ekkert lið hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð síðan Valur vann bikarkeppnina á árunum 1990-92. Og enginn þjálfari hefur unnið bikarinn oftar en tvisvar sinnum í röð síðan Guðjón Þórðarson stýrði ÍA og KR til sigurs í honum á árunum 1993-96. „Ég hef oft sagt að það er gríðarlega erfitt að vinna titil, hvað þá að verja titil eða vinna hann þrjú ár í röð. Það fer í sögubækurnar ef það tekst og ég held að það sé nógu mikil hvatning fyrir strákana til að gefa allt í leikinn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi á blaðamannafundi vegna bikarúrslitaleiksins í gær. Þótt FH hafi gengið illa í sumar og sé í fallsæti í Bestu deildinni segir Arnar að Fimleikafélagið sé hættulegur andstæðingur. „Þetta tryggir okkur líka Evrópusæti og veitir okkur smá hugarró fyrir úrslitakeppnina. Þetta er þvílíkur dagur. Við erum að spila við sögufrægt lið og það hefur ekki gengið nægilega vel hjá þeim í sumar en þetta er allt önnur keppni og þeir með frábæra leikmenn þannig að þetta verður hörkuviðureign,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um möguleikann á að vinna þrisvar í röð Mikið álag hefur verið á Víkingi í sumar og hléið sem var gert á Bestu deildinni vegna landsleikja fyrr í mánuðinum var vel þegið fyrir Íslands- og bikarmeistarana. „Það eru allir klárir nema Davíð [Örn Atlason]. Hann verður ekkert klár fyrr en í nóvember eða desember. Þeir leikmenn sem þurftu virkilega á þessum tveimur vikum eru orðnir sterkari núna þannig hópurinn lítur mjög vel út,“ sagði Arnar. Bikarúrslitaleikur Víkings og FH hefst klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Víkingur hefur verið bikarmeistari samfleytt frá 14. september 2019. Þá vann liðið einmitt FH, 1-0, í bikarúrslitaleik. Síðan þá eru rúm þrjú ár liðin, eða nákvæmlega 1113 dagar. Víkingar töpuðu reyndar fyrir Stjörnumönnum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2020 en hann var blásinn af vegna kórónuveirunnar. Bikarinn hélt því kyrru fyrir í Víkinni. Þeir rauðu og svörtu urðu svo bikarmeistarar í fyrra eftir 3-0 sigur á ÍA í úrslitaleik. Ekkert lið hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð síðan Valur vann bikarkeppnina á árunum 1990-92. Og enginn þjálfari hefur unnið bikarinn oftar en tvisvar sinnum í röð síðan Guðjón Þórðarson stýrði ÍA og KR til sigurs í honum á árunum 1993-96. „Ég hef oft sagt að það er gríðarlega erfitt að vinna titil, hvað þá að verja titil eða vinna hann þrjú ár í röð. Það fer í sögubækurnar ef það tekst og ég held að það sé nógu mikil hvatning fyrir strákana til að gefa allt í leikinn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi á blaðamannafundi vegna bikarúrslitaleiksins í gær. Þótt FH hafi gengið illa í sumar og sé í fallsæti í Bestu deildinni segir Arnar að Fimleikafélagið sé hættulegur andstæðingur. „Þetta tryggir okkur líka Evrópusæti og veitir okkur smá hugarró fyrir úrslitakeppnina. Þetta er þvílíkur dagur. Við erum að spila við sögufrægt lið og það hefur ekki gengið nægilega vel hjá þeim í sumar en þetta er allt önnur keppni og þeir með frábæra leikmenn þannig að þetta verður hörkuviðureign,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um möguleikann á að vinna þrisvar í röð Mikið álag hefur verið á Víkingi í sumar og hléið sem var gert á Bestu deildinni vegna landsleikja fyrr í mánuðinum var vel þegið fyrir Íslands- og bikarmeistarana. „Það eru allir klárir nema Davíð [Örn Atlason]. Hann verður ekkert klár fyrr en í nóvember eða desember. Þeir leikmenn sem þurftu virkilega á þessum tveimur vikum eru orðnir sterkari núna þannig hópurinn lítur mjög vel út,“ sagði Arnar. Bikarúrslitaleikur Víkings og FH hefst klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira