Sprengdu hryðjuverkasprengju í bíl í æfingaskyni Snorri Másson skrifar 4. október 2022 07:17 Um fjögur hundruð manns taka þátt í æfingu gegn hryðjuverkum sem fer nú fram á vegum íslensku Landhelgisgæslunnar. Yfirlautinant í breska sjóhernum segir um mikilvæga og rótgróna sprengjuleitaræfingu að ræða og að nú sé einblínt á nýjar ógnir í hernaðarmálum. Þegar maður heyrir af fjögur hundruð sprengjusérfræðingum æfa sig fyrir mögulegt hryðjuverk inni á verndarsvæði NATO gæti maður séð fyrir sér nokkurn hasar. Raunin er þó sú að þar sem sprengjusérfræðingar eru annars vegar, er allt gert, ef aðstæður leyfa, af djúpri þolinmæði og vandvirkni - með öðrum orðum, hlutirnir gerast hægt. Í innslaginu hér að ofan má sjá dæmi af sprengjuæfingu. Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni sýnir hvernig farið er að: „Hérna erum við með hryðjuverkasprengju sem er tímasprengja og það sem við ætlum að gera er að nota þetta vatnstól og nota sprengiefni til að þrýsta vatninu sem þá rýfur rafrásina áður en sprengjan virkar. Þetta fer bara inn í bíl og þetta með og svo sprengjum við.“ Á æfingunni eru viðbrögð við hryðjuverkum æfð með því að veita þátttakendum færi á að aftengja samskonar sprengjur og fundist hafa víða um heim.Vísir/Arnar Bíllinn var heillegur eftir sprenginguna þökk sé vatnshleðslu.Vísir/Arnar Eins og sjá má í myndbandinu er þetta viðráðanleg sprenging - en það er vatnshleðslunni umræddu að þakka, sem dregur verulega úr högginu. „Hefði hryðjuverkasprengjan virkað hefði bíllinn sennilega bólgnað vel út og litið út eins og bjalla,“ segir Ásgeir. Staðan breyst á þessu ári Þetta eru fjögur hundruð manns frá fjórtán löndum og það er unnið frá sjö á morgnana og til tíu á kvöldin í tvær vikur. Allt frá gíslatöku í næturverkefni eru innifalin, með ýmsu ívafi og stundum mörgum sprengjum í hverju verkefni. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna, Northern Challenge, hafa farið fram í 21 ár núna. „Hún hefur alltaf verið í takt við tímann og skipt máli. Áður hefur þetta þannig aðallega snúist um Miðausturlönd og staði þar sem NATO hefur verið að starfa um árabil. Staðan hefur breyst alveg á þessu ári og nú erum við að beina sjónum að núverandi ógnum heimsins,“ segir Isaacs í samtali við fréttastofu. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna hafa gífurlega mikla þýðingu fyrir þjálfun sprengjusérfræðinga.Vísir/Arnar NATO Keflavíkurflugvöllur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Þegar maður heyrir af fjögur hundruð sprengjusérfræðingum æfa sig fyrir mögulegt hryðjuverk inni á verndarsvæði NATO gæti maður séð fyrir sér nokkurn hasar. Raunin er þó sú að þar sem sprengjusérfræðingar eru annars vegar, er allt gert, ef aðstæður leyfa, af djúpri þolinmæði og vandvirkni - með öðrum orðum, hlutirnir gerast hægt. Í innslaginu hér að ofan má sjá dæmi af sprengjuæfingu. Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni sýnir hvernig farið er að: „Hérna erum við með hryðjuverkasprengju sem er tímasprengja og það sem við ætlum að gera er að nota þetta vatnstól og nota sprengiefni til að þrýsta vatninu sem þá rýfur rafrásina áður en sprengjan virkar. Þetta fer bara inn í bíl og þetta með og svo sprengjum við.“ Á æfingunni eru viðbrögð við hryðjuverkum æfð með því að veita þátttakendum færi á að aftengja samskonar sprengjur og fundist hafa víða um heim.Vísir/Arnar Bíllinn var heillegur eftir sprenginguna þökk sé vatnshleðslu.Vísir/Arnar Eins og sjá má í myndbandinu er þetta viðráðanleg sprenging - en það er vatnshleðslunni umræddu að þakka, sem dregur verulega úr högginu. „Hefði hryðjuverkasprengjan virkað hefði bíllinn sennilega bólgnað vel út og litið út eins og bjalla,“ segir Ásgeir. Staðan breyst á þessu ári Þetta eru fjögur hundruð manns frá fjórtán löndum og það er unnið frá sjö á morgnana og til tíu á kvöldin í tvær vikur. Allt frá gíslatöku í næturverkefni eru innifalin, með ýmsu ívafi og stundum mörgum sprengjum í hverju verkefni. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna, Northern Challenge, hafa farið fram í 21 ár núna. „Hún hefur alltaf verið í takt við tímann og skipt máli. Áður hefur þetta þannig aðallega snúist um Miðausturlönd og staði þar sem NATO hefur verið að starfa um árabil. Staðan hefur breyst alveg á þessu ári og nú erum við að beina sjónum að núverandi ógnum heimsins,“ segir Isaacs í samtali við fréttastofu. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna hafa gífurlega mikla þýðingu fyrir þjálfun sprengjusérfræðinga.Vísir/Arnar
NATO Keflavíkurflugvöllur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira