Musk til í að standa við kaupin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. október 2022 17:59 Auðjöfurinn Elon Musk sendi forsvarsmönnum Twitter bréf í lok ágúst þar sem hann krafðist þess aftur að kaupsamningi hans á samfélagsmiðlafyrirtækinu yrði rift. Getty/Kambouris Elon Musk segist til í að standa við fyrirhuguð kaup á samfélagsmiðlinum Twitter. Musk hafði áður neitað að standa við kaupin en tvær vikur eru í að fyrirhuguð réttarhöld vegna meintra samningsbrota fari fram. Stjórn Twitter ætlar að hugsa málið. Musk sendi stjórnarmönnum samfélagsmiðilsins bréf í nótt og kvaðst tilbúinn til að kaupa samfélagsmiðilinn. Í bréfinu sagði að hann myndi standa við sitt og að yfirstandi málaferli myndu niður falla. Washington Post greinir frá. Stjórnendur samfélagsmiðilsins setja spurningarmerki við bréf Musk og velta því upp hvort eitthvað annað búi að baki - til að mynda einhvers konar „lögfræðifimleikar.“ Lítið traust er milli viðsemjandanna en stjórnendur Twitter höfðuðu mál gegn auðjöfrinum í júlí á þessu ári. Musk hafi sett upp leiksýningu Musk tilkynnti í apríl síðastliðnum að hann vildi kaupa Twitter fyrir 41 milljarð bandaríkjadala. Í kauptilboði bauð hann 54,20 bandaríkjadali á hlut, sem var um 38 prósentum hærra en hlutabréf í fyrirtækinu voru metin á við lokun markaða 1. apríl. Hlutabréf hafa eftir tilkynningu Musk í dag hækkað um rúm 5% og standa nú í tæpum 48 bandaríkjadölum á hlut. Musk sagði síðan í júlí á þessu ári að hann vildi rifta samningnum. Hann sagði fyrirtækið ekki hafa staðið við kaupsamninginn, með því að hafa ekki útvegað honum nánari upplýsingar um raunverulegan fjölda falskra reikninga og svokallaðra „botta“ á miðlinum. Eins og fyrr segir höfðuðu stjórnendur Twitter mál í kjölfarið og kröfðust þess að Elon Musk stæði við kaupin. Í kærunni sagði að Musk hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþeginn lögum. Hann hafi talað illa um fyrirtækið, raskað starfsemi þess, dregið úr virði Twitter og gengið á braut. Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk má nota yfirlýsingar uppljóstrarans gegn Twitter Auðjöfurinn Elon Musk má breyta lögsókn sinni gegn Twitter og nota uppljóstranir fyrrverandi öryggisstjóra fyrirtækisins. Þetta ákvað dómari sem er með málið á sínu borði í dag en hann neitaði beiðni Musks um að aðalmeðferð málsins yrði frestað frá október til nóvember. 7. september 2022 14:58 Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10. ágúst 2022 10:11 Dómstólar ákveða hvort Musk skuli kaupa Twitter Dómstólar í Delaware hafa komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk þurfi að fara fyrir dóm vegna kaupa sinna á Twitter eða hvort hann skuli standa við þau. 20. júlí 2022 19:43 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Musk sendi stjórnarmönnum samfélagsmiðilsins bréf í nótt og kvaðst tilbúinn til að kaupa samfélagsmiðilinn. Í bréfinu sagði að hann myndi standa við sitt og að yfirstandi málaferli myndu niður falla. Washington Post greinir frá. Stjórnendur samfélagsmiðilsins setja spurningarmerki við bréf Musk og velta því upp hvort eitthvað annað búi að baki - til að mynda einhvers konar „lögfræðifimleikar.“ Lítið traust er milli viðsemjandanna en stjórnendur Twitter höfðuðu mál gegn auðjöfrinum í júlí á þessu ári. Musk hafi sett upp leiksýningu Musk tilkynnti í apríl síðastliðnum að hann vildi kaupa Twitter fyrir 41 milljarð bandaríkjadala. Í kauptilboði bauð hann 54,20 bandaríkjadali á hlut, sem var um 38 prósentum hærra en hlutabréf í fyrirtækinu voru metin á við lokun markaða 1. apríl. Hlutabréf hafa eftir tilkynningu Musk í dag hækkað um rúm 5% og standa nú í tæpum 48 bandaríkjadölum á hlut. Musk sagði síðan í júlí á þessu ári að hann vildi rifta samningnum. Hann sagði fyrirtækið ekki hafa staðið við kaupsamninginn, með því að hafa ekki útvegað honum nánari upplýsingar um raunverulegan fjölda falskra reikninga og svokallaðra „botta“ á miðlinum. Eins og fyrr segir höfðuðu stjórnendur Twitter mál í kjölfarið og kröfðust þess að Elon Musk stæði við kaupin. Í kærunni sagði að Musk hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþeginn lögum. Hann hafi talað illa um fyrirtækið, raskað starfsemi þess, dregið úr virði Twitter og gengið á braut.
Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk má nota yfirlýsingar uppljóstrarans gegn Twitter Auðjöfurinn Elon Musk má breyta lögsókn sinni gegn Twitter og nota uppljóstranir fyrrverandi öryggisstjóra fyrirtækisins. Þetta ákvað dómari sem er með málið á sínu borði í dag en hann neitaði beiðni Musks um að aðalmeðferð málsins yrði frestað frá október til nóvember. 7. september 2022 14:58 Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10. ágúst 2022 10:11 Dómstólar ákveða hvort Musk skuli kaupa Twitter Dómstólar í Delaware hafa komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk þurfi að fara fyrir dóm vegna kaupa sinna á Twitter eða hvort hann skuli standa við þau. 20. júlí 2022 19:43 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Musk má nota yfirlýsingar uppljóstrarans gegn Twitter Auðjöfurinn Elon Musk má breyta lögsókn sinni gegn Twitter og nota uppljóstranir fyrrverandi öryggisstjóra fyrirtækisins. Þetta ákvað dómari sem er með málið á sínu borði í dag en hann neitaði beiðni Musks um að aðalmeðferð málsins yrði frestað frá október til nóvember. 7. september 2022 14:58
Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10. ágúst 2022 10:11
Dómstólar ákveða hvort Musk skuli kaupa Twitter Dómstólar í Delaware hafa komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk þurfi að fara fyrir dóm vegna kaupa sinna á Twitter eða hvort hann skuli standa við þau. 20. júlí 2022 19:43