„Gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. október 2022 07:02 Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Breiðabliks, hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar. Þeir voru ekki margir sem höfðu trú á honum þegar hann gekk til liðs við Breiðablik frá Mjøndalen í Noregi fyrir tímabilið, en hann hefur heldur betur sannað sig. „Það voru nokkrir sem töluðu um að ég væri ekki nógu góður fyrir Breiðablik þannig að það er gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja. Það er bara gaman,“ sagði Dagur í samtali við Stöð 2 í gær. Hann segir einnig að hlutirnir hafi smollið saman þegar hann fór að spila fyrir þá grænklæddu í Kópavoginum. „Það breytist nú voðalega lítið. Ég er bara búinn að vera að æfa mjög mikið frá því að ég var polli og frá því að þú tókst viðtal við mig held ég bara,“ sagði Dagur við hinn margreynda íþróttefréttamann Guðjón Guðmundsson, Gaupa. „Þetta svolítið datt bara fyrir mann loksins. Þetta eru búin að vera fimm ár af smá brasi, en maður er búinn að læra helling. Síðan small þetta bara allt saman hjá Breiðablik sem er bara gaman.“ Þá segir Dagur að markmiðið sé auðvitað að fara aftur út í atvinnumennsku. „Maður er alltaf með það markmið að ætla að fara út í atvinnumennsku aftur. Við sjáum bara hvað gerist. Kannski gerist það einhverntíman, en ég er svo sem ekkert að flýta mér með það. Ég er samningsbundinn Breiðabliki til 2024 og það er bara virkilega gaman.“ Klippa: Dagur Dan hefur stolið senunni í Bestu-deildinni Dagur var einnig spurður að því hvort hann hafi séð það fyrir áður en tímabilið hófst að hann yrði einn af albestu leikmönnum tímabilsins. Dagur var þó hógværðin uppmáluð og sagði að það væri annarra að meta hvort hann hafi virkilega verið með betri leikmönnum deildarinnar í sumar. „Það er þitt að meta. Ég reyni bara að spila hvern leik og reyni að spila hann virkilega vel. Það hefur gengið mjög vel hingað til. Það er bara gaman að maður sé að gera eitthvað rétt.“ „Þetta er besta liðsheild sem ég hef verið í. Þetta eru frábærir strákar og við erum allir mjög góðir vinir og náum vel saman. Ég myndi hoppa fyrir byssukúlu fyrir þá alla.“ Viðtalið við Dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
„Það voru nokkrir sem töluðu um að ég væri ekki nógu góður fyrir Breiðablik þannig að það er gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja. Það er bara gaman,“ sagði Dagur í samtali við Stöð 2 í gær. Hann segir einnig að hlutirnir hafi smollið saman þegar hann fór að spila fyrir þá grænklæddu í Kópavoginum. „Það breytist nú voðalega lítið. Ég er bara búinn að vera að æfa mjög mikið frá því að ég var polli og frá því að þú tókst viðtal við mig held ég bara,“ sagði Dagur við hinn margreynda íþróttefréttamann Guðjón Guðmundsson, Gaupa. „Þetta svolítið datt bara fyrir mann loksins. Þetta eru búin að vera fimm ár af smá brasi, en maður er búinn að læra helling. Síðan small þetta bara allt saman hjá Breiðablik sem er bara gaman.“ Þá segir Dagur að markmiðið sé auðvitað að fara aftur út í atvinnumennsku. „Maður er alltaf með það markmið að ætla að fara út í atvinnumennsku aftur. Við sjáum bara hvað gerist. Kannski gerist það einhverntíman, en ég er svo sem ekkert að flýta mér með það. Ég er samningsbundinn Breiðabliki til 2024 og það er bara virkilega gaman.“ Klippa: Dagur Dan hefur stolið senunni í Bestu-deildinni Dagur var einnig spurður að því hvort hann hafi séð það fyrir áður en tímabilið hófst að hann yrði einn af albestu leikmönnum tímabilsins. Dagur var þó hógværðin uppmáluð og sagði að það væri annarra að meta hvort hann hafi virkilega verið með betri leikmönnum deildarinnar í sumar. „Það er þitt að meta. Ég reyni bara að spila hvern leik og reyni að spila hann virkilega vel. Það hefur gengið mjög vel hingað til. Það er bara gaman að maður sé að gera eitthvað rétt.“ „Þetta er besta liðsheild sem ég hef verið í. Þetta eru frábærir strákar og við erum allir mjög góðir vinir og náum vel saman. Ég myndi hoppa fyrir byssukúlu fyrir þá alla.“ Viðtalið við Dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira