Ákærð fyrir að láta vin sinn myrða föður sinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. október 2022 08:00 Getty Images Réttarhöld hófust á Spáni í vikunni yfir 19 ára stúlku sem er ákærð fyrir að hafa ginnt rúmlega tvítugan mann til þess að myrða föður sinn. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í tvö ár, en er ekki ákærður þrátt fyrir að játa að hafa orðið föður sínum að bana. Drap föður sinn og kveikti í líkinu Fyrir þremur árum varð Ismael föður sínum að bana í Barcelona, daginn sem hann varð 21 árs. Hann kveikti í líkinu og slökkviliðsmönnum tókst með naumindum að bjarga byggingu frá því að brenna. Við yfirheyrslur sagði Isma að hann hafi ekki séð aðra lausn á ógninni sem honum og fjölskyldunni stafaði af föðurnum. Hann væri ekki öryggisvörður eins og allir héldu, heldur væri hann meðlimur í glæpagengi, hálfgerðri mafíu, og hann hefði hótað því að myrða fjölskylduna, eiginkonu og tvö börn. Ekki nóg með það, sagði Ismael, heldur hefði hann líka hótað því að drepa Júlíu, kærustu Ismaels, og tvíburana sem þau ættu saman. Réttarhöldin hefjast, en ekki yfir þeim sem beitti hnífnum Rannsókn málsins hefur tekið langan tíma, en í þessari viku hófust réttarhöldin. Það sem Ismael vissi ekki fyrir þremur árum, og fjölskylda hans reyndar ekki heldur, er að hann er haldinn alvarlegum geðklofa. Pabbi hans var ekki glæpamaður, hann átti enga unnustu, hvað þá börn. Rannsókn málsins bendir hins vegar til þess að vinkona Ismaels, Alba, hafi á einu ári sem hún þekkti hann, tekist að ná svo stórkostlegri stjórn á tilveru hans að hún gat fengið hann til þess að gera hvað sem var. Meira að segja að drepa pabba sinn, sem var vænsti maður. Það er því ekki Ismael sem situr á sakamannabekk í réttarhöldunum, heldur hin 19 ára gamla Alba og fer saksóknari fram á að hún verði dæmd til 34 ára fangelsisvistar. Ismael hefur verið í gæsluvarðhaldi í þrjú ár, en saksóknari fer fram á að hann verði leystur úr haldi og vistaður á sjúkrastofnun. Við upphaf réttarhaldanna neitaði Alba allri sök með grátstafinn í kverkunum. Vitni segja hana sjúklegan lygara Fjölmiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af réttarhöldunum og vitnisburði vitna. Þau draga heilt yfir upp mynd af Ölbu sem sjúklegum lygara. Móðir hennar segir hins vegar að hún sé ekki fær um að vefja fólki um fingur sér með þeim hætti sem henni er gefið að sök. Öðru nær, hún sé vanþroskað barn sem þurfi sárlega á aðstoð að halda. Þetta styðja sálfræðiskýrslur sem verjandi Ölbu hefur lagt fram. Þar kemur fram að hún hafi verið lögð í einelti í skóla og að hún sé í mikilli hættu á að verða viljalaust verkfæri annarra. Engin bein sönnunargögn liggja fyrir um sekt eða sakleysi málsaðila, einungis vitnisburður og mat lögreglu og saksóknara á því sem í raun gerðist. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Drap föður sinn og kveikti í líkinu Fyrir þremur árum varð Ismael föður sínum að bana í Barcelona, daginn sem hann varð 21 árs. Hann kveikti í líkinu og slökkviliðsmönnum tókst með naumindum að bjarga byggingu frá því að brenna. Við yfirheyrslur sagði Isma að hann hafi ekki séð aðra lausn á ógninni sem honum og fjölskyldunni stafaði af föðurnum. Hann væri ekki öryggisvörður eins og allir héldu, heldur væri hann meðlimur í glæpagengi, hálfgerðri mafíu, og hann hefði hótað því að myrða fjölskylduna, eiginkonu og tvö börn. Ekki nóg með það, sagði Ismael, heldur hefði hann líka hótað því að drepa Júlíu, kærustu Ismaels, og tvíburana sem þau ættu saman. Réttarhöldin hefjast, en ekki yfir þeim sem beitti hnífnum Rannsókn málsins hefur tekið langan tíma, en í þessari viku hófust réttarhöldin. Það sem Ismael vissi ekki fyrir þremur árum, og fjölskylda hans reyndar ekki heldur, er að hann er haldinn alvarlegum geðklofa. Pabbi hans var ekki glæpamaður, hann átti enga unnustu, hvað þá börn. Rannsókn málsins bendir hins vegar til þess að vinkona Ismaels, Alba, hafi á einu ári sem hún þekkti hann, tekist að ná svo stórkostlegri stjórn á tilveru hans að hún gat fengið hann til þess að gera hvað sem var. Meira að segja að drepa pabba sinn, sem var vænsti maður. Það er því ekki Ismael sem situr á sakamannabekk í réttarhöldunum, heldur hin 19 ára gamla Alba og fer saksóknari fram á að hún verði dæmd til 34 ára fangelsisvistar. Ismael hefur verið í gæsluvarðhaldi í þrjú ár, en saksóknari fer fram á að hann verði leystur úr haldi og vistaður á sjúkrastofnun. Við upphaf réttarhaldanna neitaði Alba allri sök með grátstafinn í kverkunum. Vitni segja hana sjúklegan lygara Fjölmiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af réttarhöldunum og vitnisburði vitna. Þau draga heilt yfir upp mynd af Ölbu sem sjúklegum lygara. Móðir hennar segir hins vegar að hún sé ekki fær um að vefja fólki um fingur sér með þeim hætti sem henni er gefið að sök. Öðru nær, hún sé vanþroskað barn sem þurfi sárlega á aðstoð að halda. Þetta styðja sálfræðiskýrslur sem verjandi Ölbu hefur lagt fram. Þar kemur fram að hún hafi verið lögð í einelti í skóla og að hún sé í mikilli hættu á að verða viljalaust verkfæri annarra. Engin bein sönnunargögn liggja fyrir um sekt eða sakleysi málsaðila, einungis vitnisburður og mat lögreglu og saksóknara á því sem í raun gerðist.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira