Telur glæpsamlegt að aðgangur að tölvupósti formanns hafi verið veittur Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 11:18 Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, er misboðið yfir að fyrrverandi formaður Eflingar hafi fengið aðgang að opinberu tölvupóstfangi forvera síns í embættinu. Vísir/Vilhelm Formaður VR fullyrðir að það hafi verið glæpsamlegt að fyrrverandi formanni Eflingar hafi verið veittur aðgangur að tölvupósti forvera síns í embættinu, Sólvegar Önnu Jónsdóttur. Farið hafi verið yfir siðferðisleg mörk sem ekki skuli stigið yfir. Kjarninn greindi frá því í gær að Agniezku Ewu Ziólkowsku hafi verið veittur aðgangur að tölvupósthólfi Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, eftir að sú fyrrnefnda tók við af þeirri síðarnefndu sem formaður Eflingar. Agniezka hafi þannig haft aðgang að tölvupósthólfinu á meðan á formannsslag í Eflingu stóð. Í fréttinni kom fram að Agniezka hefði leitað álits lögmanns Alþýðusambands Íslands sem er jafnframt persónuverndarfulltrúi Eflingar sem hafi talið að nýi formaður hefði rétt á aðgangi að pósthólfinu þar sem innihald þess tilheyrði félaginu. Sólveig Anna sakaði Agniezku og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, varaformanns Eflingar á þeim tíma sem aðgangurinn var veittur, um að hafa ætlað að róta í tölvupóstum sínum til að „finna einhvern skít“. Hún sagði Vísi að hún ætlaði að tilkynna atvikið til Persónuverndar. Miklar deilur hafa geisað innan Eflingar og hafa þær Sólveig Anna annars vegar og Agniezka og Ólöf Helga verið í andstæðum fylkingum í þeim. Sólveig Anna sagði af sér sem formaður Eflingar í skugga erja við starfsfólk á skrifstofu félagsins í október í fyrra. Agniezka gegndi embætti formanns þar til Sólveig Anna var endurkjörin formaður á þessu ári. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og bandamaður Sólveigar, segir fréttirnar af því að farið hafi verið inn í tölvupóst Sólveigar Önnu sláandi í færslu sem hann birti á Facebook í morgun. „Að vita til þess að óheftur aðgangur hafi verið veittur, án athugasemda, án nokkurs eftirlits og án vitneskju Sólveigar Önnu og Viðars, og í þannn tíma sem um ræðir, sem náði framyfir endurkjör hennar og þess dags sem hún tók við að nýju sem formaður Eflingar er hrikalegt. Og án nokkurs vafa glæpsamlegt,“ skrifar Ragnar Þór sem telur að farið hafi verið yfir siðferðisleg mörk. Þess ber þó að geta að Agniezka fullyrti í samtali við Vísi að Sólveigu hefði verið veittur frestur til að veita félaginu gögn sem væru nauðsynleg til að halda ýmsum verkefnum áfram og til að fjarlægja persónuleg gögn. Það hafi Sólveig nýtt sér. Enginn vafi hafi verið um að henni hefði verið heimilt að fá aðgang að pósthólfinu og henni hafi borið skylda til þess sem eftirmaður Sólveigar samkvæmt lögum Eflingar. Sakaði hún Sólveigu Önnu um að brjótast inn á skrifstofu sínu og lokaða skúffu á meðan hún var erlendis. Sagðist hún ætla að leita réttar síns vegna þess. Lesa má færslu Ragnars Þórs í skjáskotinu hér fyrir neðan. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem birtist 7. október 2022.Skjáskot Ólga innan Eflingar ASÍ Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Sjá meira
Kjarninn greindi frá því í gær að Agniezku Ewu Ziólkowsku hafi verið veittur aðgangur að tölvupósthólfi Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, eftir að sú fyrrnefnda tók við af þeirri síðarnefndu sem formaður Eflingar. Agniezka hafi þannig haft aðgang að tölvupósthólfinu á meðan á formannsslag í Eflingu stóð. Í fréttinni kom fram að Agniezka hefði leitað álits lögmanns Alþýðusambands Íslands sem er jafnframt persónuverndarfulltrúi Eflingar sem hafi talið að nýi formaður hefði rétt á aðgangi að pósthólfinu þar sem innihald þess tilheyrði félaginu. Sólveig Anna sakaði Agniezku og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, varaformanns Eflingar á þeim tíma sem aðgangurinn var veittur, um að hafa ætlað að róta í tölvupóstum sínum til að „finna einhvern skít“. Hún sagði Vísi að hún ætlaði að tilkynna atvikið til Persónuverndar. Miklar deilur hafa geisað innan Eflingar og hafa þær Sólveig Anna annars vegar og Agniezka og Ólöf Helga verið í andstæðum fylkingum í þeim. Sólveig Anna sagði af sér sem formaður Eflingar í skugga erja við starfsfólk á skrifstofu félagsins í október í fyrra. Agniezka gegndi embætti formanns þar til Sólveig Anna var endurkjörin formaður á þessu ári. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og bandamaður Sólveigar, segir fréttirnar af því að farið hafi verið inn í tölvupóst Sólveigar Önnu sláandi í færslu sem hann birti á Facebook í morgun. „Að vita til þess að óheftur aðgangur hafi verið veittur, án athugasemda, án nokkurs eftirlits og án vitneskju Sólveigar Önnu og Viðars, og í þannn tíma sem um ræðir, sem náði framyfir endurkjör hennar og þess dags sem hún tók við að nýju sem formaður Eflingar er hrikalegt. Og án nokkurs vafa glæpsamlegt,“ skrifar Ragnar Þór sem telur að farið hafi verið yfir siðferðisleg mörk. Þess ber þó að geta að Agniezka fullyrti í samtali við Vísi að Sólveigu hefði verið veittur frestur til að veita félaginu gögn sem væru nauðsynleg til að halda ýmsum verkefnum áfram og til að fjarlægja persónuleg gögn. Það hafi Sólveig nýtt sér. Enginn vafi hafi verið um að henni hefði verið heimilt að fá aðgang að pósthólfinu og henni hafi borið skylda til þess sem eftirmaður Sólveigar samkvæmt lögum Eflingar. Sakaði hún Sólveigu Önnu um að brjótast inn á skrifstofu sínu og lokaða skúffu á meðan hún var erlendis. Sagðist hún ætla að leita réttar síns vegna þess. Lesa má færslu Ragnars Þórs í skjáskotinu hér fyrir neðan. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem birtist 7. október 2022.Skjáskot
Ólga innan Eflingar ASÍ Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Sjá meira