Strengur í hjarta Reykjavíkur úti vegna álags Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. október 2022 19:18 Rafmagnsleysi hefur verið óvenju títt í miðborginni og Vesturbænum upp á síðkastið. vísir/vilhelm Byggingaframkvæmdir og þétting byggðar í Reykjavík hafa valdið víðtækum rafmagnstruflunum síðustu vikur. Forstöðumaður hjá Veitum segir að auka þurfi samstarf við verktaka svo rafmagnsbilanir verði ekki algengari samhliða aukinni uppbyggingu. Víðtækt rafmagnsleysi varð í stórum hluta miðbæjar og Vesturbæjar síðdegis í gær. Þetta olli miklu raski á starfsemi búða og veitingastaða sem lá niðri á meðan rafmagnið var úti. Þetta er í þriðja skiptið á fáeinum vikum sem rafmagnslaust verður á hluta svæðisins, vegna bilana í strengjum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við inn í helstu fráveitustöð miðbæjarins, „hjarta Reykjavíkur“ eins og forstöðumaður Veitna kallar hana, og litum á strenginn sem sló út í gær. „Það var ansi mikið undir á þessum rofa í gær og hann leysir út vegna bilunar í strengs, sem liggur frá þessari afveitustöð yfir í Pósthússtræti 1. Og það var óvenjulega mikið á þessum rofa í gær því við erum með strengi úti út af verkefnum vestur í bæ sem tengjast þéttingu byggðar,“ segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum. Til að einfalda; hætta hefur þurft notkun á nokkrum strengjum sem leiða rafmagn í Vesturbæinn vegna byggingaframkvæmda þar, svo ekki skapist hætta fyrir iðnaðarmenn. Þá eykst álagið á aðra strengi og varð það of mikið í gær á strengnum sem leiðir að Pósthússtræti. Jóhannes segir ekki verið að byggja of mikið í borginni en auka verði samskipti Veitna og byggingaraðila.vísir/óttar Hálfgerð sprenging og húsin hristust Byggingaframkvæmdir hafa verið helsta orsök rafmagnsleysis hjá Veitum upp á síðkastið. „Reynslan hefur sýnt okkur það að truflanir verða gjarnan vegna jarðvinnu nálægt strengjum. Hvort sem það eru húsbyggingar eða aðrar framkvæmdir,“ segir Jóhannes. Eru byggingarverktakar þá að grafa alveg niður að strengnum? „Það er mismunandi hvernig það verður. Eins og nýlegt dæmi hérna nálægt þessari aðveitustöð, þá var bara grafið í streng. Þá hristust bara húsin í kring, það varð svona hálfgerð sprenging. Svo er bara verið að kroppa í lagnirnar, kannski aðeins verið að rekast í þær og þá yfir tíma gefa þær sig.“ Jóhannes er þó ekki á því að hér sé verið að byggja of mikið of hratt fyrir kerfið. „Ég myndi ekki segja að það sé endilega vera byggja of mikið en það auðvitað kallar á aukið samstarf og við þurfum að vinna betur saman þvert á til að geta komið í veg fyrir að svona skemmdir verði á lögnum í jörðu.“ Byggingariðnaður Orkumál Reykjavík Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Víðtækt rafmagnsleysi varð í stórum hluta miðbæjar og Vesturbæjar síðdegis í gær. Þetta olli miklu raski á starfsemi búða og veitingastaða sem lá niðri á meðan rafmagnið var úti. Þetta er í þriðja skiptið á fáeinum vikum sem rafmagnslaust verður á hluta svæðisins, vegna bilana í strengjum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við inn í helstu fráveitustöð miðbæjarins, „hjarta Reykjavíkur“ eins og forstöðumaður Veitna kallar hana, og litum á strenginn sem sló út í gær. „Það var ansi mikið undir á þessum rofa í gær og hann leysir út vegna bilunar í strengs, sem liggur frá þessari afveitustöð yfir í Pósthússtræti 1. Og það var óvenjulega mikið á þessum rofa í gær því við erum með strengi úti út af verkefnum vestur í bæ sem tengjast þéttingu byggðar,“ segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum. Til að einfalda; hætta hefur þurft notkun á nokkrum strengjum sem leiða rafmagn í Vesturbæinn vegna byggingaframkvæmda þar, svo ekki skapist hætta fyrir iðnaðarmenn. Þá eykst álagið á aðra strengi og varð það of mikið í gær á strengnum sem leiðir að Pósthússtræti. Jóhannes segir ekki verið að byggja of mikið í borginni en auka verði samskipti Veitna og byggingaraðila.vísir/óttar Hálfgerð sprenging og húsin hristust Byggingaframkvæmdir hafa verið helsta orsök rafmagnsleysis hjá Veitum upp á síðkastið. „Reynslan hefur sýnt okkur það að truflanir verða gjarnan vegna jarðvinnu nálægt strengjum. Hvort sem það eru húsbyggingar eða aðrar framkvæmdir,“ segir Jóhannes. Eru byggingarverktakar þá að grafa alveg niður að strengnum? „Það er mismunandi hvernig það verður. Eins og nýlegt dæmi hérna nálægt þessari aðveitustöð, þá var bara grafið í streng. Þá hristust bara húsin í kring, það varð svona hálfgerð sprenging. Svo er bara verið að kroppa í lagnirnar, kannski aðeins verið að rekast í þær og þá yfir tíma gefa þær sig.“ Jóhannes er þó ekki á því að hér sé verið að byggja of mikið of hratt fyrir kerfið. „Ég myndi ekki segja að það sé endilega vera byggja of mikið en það auðvitað kallar á aukið samstarf og við þurfum að vinna betur saman þvert á til að geta komið í veg fyrir að svona skemmdir verði á lögnum í jörðu.“
Byggingariðnaður Orkumál Reykjavík Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira