Hróp og köll gerð að forstjórum Air France og Airbus vegna flugslyssins mannskæða fyrir þrettán árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2022 22:23 Anne Rigail, forstjóri Air France og Guillaume Faury, forstjóri Airbus, eins og teiknari sá þau fyrir sér í dómsal. AP Aðstandendur þeirra sem létust þegar Airbus-þota franska flugfélagsins Air France hrapaði í Atlantshaf árið 2009 gerðu hróp og köll að forstjórum flugvélaframleiðandans og flugfélagsins þegar dómsmál vegna flugslysins hófst í Frakklandi í dag. Flugvél Air France var á leið frá Rio de Janeiro í Brasilíu til Parísar í Frakklandi þann 1. júní 2009. Flugvélin hrapaði hins vegar í Atlantshafi í óveðri. 228 fórust, þar af einn Íslendingur. Mikil leit var gerð að svörtu kössum flugvélarinnar, sem fundust. Hljóðupptökur þar vörpuðu ljósi á að flugmenn vélarinnar virðast ekki hafa brugðist við viðvörunum um ofris. Þá er einnig talið að ís hafi myndast á hraðaskynjurum flugvélarinnar sem truflað hafi mælingar sem bárust flugmönnum og flugkerfi vélarinnar. Gögn úr svarta kassanum gefa til kynna að flugvélin hafi fallið úr 11,500 metra hæð á fjórum mínútum og 24 sekúndum. Viðvörun um ofris hljóðaði einnig 75 sinnum í flugstjórnarklefanum. „Franskt réttlæti, þrettán árum of seint “stendur á þessu skilti sem einn af aðstandendum farþega Air Frances sem lést í slysinu, hélt á í dag.AP Photo/Michel Euler Aðstandendur farþeganna sem létust höfðuðu mál gegn Airbus og Air France, en fulltrúar þeirra neituðu sök við réttarhöldin í dag. Airbus telur að mistök flugmanna hafi verið orsök flugslyssins. Air France bendir hins vegar á Airbus og hönnun viðvörunakerfa sem hafi verið ruglandi fyrir flugmennina. Dómari í málinu hóf réttarhöldin á því að lesa upp nöfn þeirra 228 sem fórust í slysinu. Þegar Anne Rigail, forstjóri Air France, og Guillaume Faury, forstjóri Airbus, hófu mál sitt við réttarhöldin voru hróp og köll gerð að þeim. „Skammist ykkar“ og „Of lítið of seint,“ var kallað að þeim. Réttarhöldin munu standa yfir næstu níu vikurnar. Frakkland Brasilía Fréttir af flugi Airbus Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Flugvél Air France var á leið frá Rio de Janeiro í Brasilíu til Parísar í Frakklandi þann 1. júní 2009. Flugvélin hrapaði hins vegar í Atlantshafi í óveðri. 228 fórust, þar af einn Íslendingur. Mikil leit var gerð að svörtu kössum flugvélarinnar, sem fundust. Hljóðupptökur þar vörpuðu ljósi á að flugmenn vélarinnar virðast ekki hafa brugðist við viðvörunum um ofris. Þá er einnig talið að ís hafi myndast á hraðaskynjurum flugvélarinnar sem truflað hafi mælingar sem bárust flugmönnum og flugkerfi vélarinnar. Gögn úr svarta kassanum gefa til kynna að flugvélin hafi fallið úr 11,500 metra hæð á fjórum mínútum og 24 sekúndum. Viðvörun um ofris hljóðaði einnig 75 sinnum í flugstjórnarklefanum. „Franskt réttlæti, þrettán árum of seint “stendur á þessu skilti sem einn af aðstandendum farþega Air Frances sem lést í slysinu, hélt á í dag.AP Photo/Michel Euler Aðstandendur farþeganna sem létust höfðuðu mál gegn Airbus og Air France, en fulltrúar þeirra neituðu sök við réttarhöldin í dag. Airbus telur að mistök flugmanna hafi verið orsök flugslyssins. Air France bendir hins vegar á Airbus og hönnun viðvörunakerfa sem hafi verið ruglandi fyrir flugmennina. Dómari í málinu hóf réttarhöldin á því að lesa upp nöfn þeirra 228 sem fórust í slysinu. Þegar Anne Rigail, forstjóri Air France, og Guillaume Faury, forstjóri Airbus, hófu mál sitt við réttarhöldin voru hróp og köll gerð að þeim. „Skammist ykkar“ og „Of lítið of seint,“ var kallað að þeim. Réttarhöldin munu standa yfir næstu níu vikurnar.
Frakkland Brasilía Fréttir af flugi Airbus Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira