Sara Björk hrædd um að þurfa að kveðja HM-drauminn endanlega Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2022 21:01 Sara Björk Gunnarsdóttir var niðurlút í leikslok. Vísir/Vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, var að vonum sár og svekkt eftir tap liðsins fyrir Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 í Portúgal í kvöld. Næsta heimsmeistaramót er ekki fyrr en árið 2027 og kveðst Sara Björk hrædd um að draumur hennar um að spila á heimsmeistaramóti sé úti. „Ég er bara sár. Það er mikið í gangi í hausnum á manni og maður er að reyna að ná í kringum tilfinningarnar en þetta er bara mjög sárt,“ sagði Sara Björk í samtali við Sindra Sverrisson eftir leik. Ísland komst yfir snemma í síðari hálfleik en mark Sveindísar Jane Jónsdóttur var dæmt af eftir endurskoðun dómara á myndbandi. Skömmu síðar fékk Portúgal vítaspyrnu og fékk Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir umdeilt rautt spjald í leiðinni. „Það gekk mikið á í þessum leik. Þegar Sveindís skorar hugsar maður: 'Þetta er að fara að falla með okkur, þetta verður leikurinn okkar og dagurinn okkar' en svo fær maður þetta í smettið, víti og rautt. Síðan bara stuttu eftir það skorar Glódís og við finnum aftur kraft og orku og hörfum trú á þessu, að við getum snúið þessu við,“ „Svo í framlengingunni vorum við með orku og ferska fætur og það hefði þannig séð alveg getað fallið með okkur. En svo fannst mér, 2-1 markið drepa okkur aðeins,“ segir Sara Björk. Dómarinn hafi gert fullt af mistökum Hún segir dómarann Stéphanie Frappart hafa gert urmul mistaka í leiknum en vill þó ekki kenna því einu um niðurstöðuna. „Við fengum engar útskýringar, það er ekkert hægt að ræða þessa dómara. Hún var bara grjóthörð á sínu. Hún gerði fullt af mistökum í leiknum en eins og ég segi þá er þetta besti dómari í heiminum. Ég ætla ekki að fara að kenna dómaranum um allt saman en hún hafði alveg áhrif á leikinn,“ Ekki viss um að hún nái að spila á HM Sara Björk er 32 ára gömul og óttast að hún nái aldrei því markmiði sínu að spila á heimsmeistaramóti. Ljóst er að Ísland spilar ekki á HM á næsta ári en næsta mót eftir það er 2027, þegar Sara verður 37 ára. „Við reyndum eins og við gátum og skildum allt eftir á vellinum. Það var ekki nóg og það er ótrúlega sárt. Maður er búinn að eiga þetta markmið allan sinn feril að komast á HM og maður veit ekki alveg hvort það sé bara búið, sá draumur,“ segir Sara Björk sem var þá spurð hvort hún héldi að það væri svo, að draumurinn væri úti. „Ég veit það ekki. Það gæti verið,“ sagði Sara sem var þá spurð um framhaldið með landsliðinu. „Ég er ekki búin að ákveða það en það er auðvitað töluvert langt í HM. Framhaldið hjá mér er bara nóg að gera á næstu vikum og út árið með Juventus,“ segir Sara. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
„Ég er bara sár. Það er mikið í gangi í hausnum á manni og maður er að reyna að ná í kringum tilfinningarnar en þetta er bara mjög sárt,“ sagði Sara Björk í samtali við Sindra Sverrisson eftir leik. Ísland komst yfir snemma í síðari hálfleik en mark Sveindísar Jane Jónsdóttur var dæmt af eftir endurskoðun dómara á myndbandi. Skömmu síðar fékk Portúgal vítaspyrnu og fékk Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir umdeilt rautt spjald í leiðinni. „Það gekk mikið á í þessum leik. Þegar Sveindís skorar hugsar maður: 'Þetta er að fara að falla með okkur, þetta verður leikurinn okkar og dagurinn okkar' en svo fær maður þetta í smettið, víti og rautt. Síðan bara stuttu eftir það skorar Glódís og við finnum aftur kraft og orku og hörfum trú á þessu, að við getum snúið þessu við,“ „Svo í framlengingunni vorum við með orku og ferska fætur og það hefði þannig séð alveg getað fallið með okkur. En svo fannst mér, 2-1 markið drepa okkur aðeins,“ segir Sara Björk. Dómarinn hafi gert fullt af mistökum Hún segir dómarann Stéphanie Frappart hafa gert urmul mistaka í leiknum en vill þó ekki kenna því einu um niðurstöðuna. „Við fengum engar útskýringar, það er ekkert hægt að ræða þessa dómara. Hún var bara grjóthörð á sínu. Hún gerði fullt af mistökum í leiknum en eins og ég segi þá er þetta besti dómari í heiminum. Ég ætla ekki að fara að kenna dómaranum um allt saman en hún hafði alveg áhrif á leikinn,“ Ekki viss um að hún nái að spila á HM Sara Björk er 32 ára gömul og óttast að hún nái aldrei því markmiði sínu að spila á heimsmeistaramóti. Ljóst er að Ísland spilar ekki á HM á næsta ári en næsta mót eftir það er 2027, þegar Sara verður 37 ára. „Við reyndum eins og við gátum og skildum allt eftir á vellinum. Það var ekki nóg og það er ótrúlega sárt. Maður er búinn að eiga þetta markmið allan sinn feril að komast á HM og maður veit ekki alveg hvort það sé bara búið, sá draumur,“ segir Sara Björk sem var þá spurð hvort hún héldi að það væri svo, að draumurinn væri úti. „Ég veit það ekki. Það gæti verið,“ sagði Sara sem var þá spurð um framhaldið með landsliðinu. „Ég er ekki búin að ákveða það en það er auðvitað töluvert langt í HM. Framhaldið hjá mér er bara nóg að gera á næstu vikum og út árið með Juventus,“ segir Sara.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira