Strákarnir af Skaganum horfðu í augun á mulningsvél Man City og bognuðu hvorki né brotnuðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2022 23:30 Þarna héldu rúmlega 32 þúsund manns niðri í sér andanum þegar það virtist sem Ísak Bergmann Jóhannesson ætlaði að verða hetja kvöldsins. Lars Ronbog/Getty Images Það var einfaldlega skítkalt þegar blaðamaður mætti á Parken, heimavöll FC Kaupmannahafnar, fyrir leik FCK og Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hvort það hafi haft áhrif á suðræna og seiðandi leikmenn gestaliðsins skal ósagt látið en leiknum lauk með markalausu jafntefli þar sem tveir ungir drengir frá Akranesi komu við sögu hjá heimaliðinu. Það var á brattann að sækja fyrir heimamenn í kvöld en aðeins var rétt rúm vika síðan liðið tapaði 5-0 í Manchester. Ofan á það eru Danmerkurmeistararnir að glíma við gríðarleg meiðsli og til að gera hlutina enn verri þá fengu þeir á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn FC Nordsjælland um helgina. Samt sem áður var eitthvað í loftinu þegar undirritaður mætti á Parken rúmlega tveimur tímum fyrir leik. #ucl #fcklive #copenhagen pic.twitter.com/lYbFkptiYC— F.C. København (@FCKobenhavn) October 11, 2022 Eftir tapið í Manchester var Jacob Neestrup Hansen, nýráðinn þjálfari FCK, duglegur að tala upp lið sitt í fjölmiðlum. Hann virðist hafa vitað hvað hann var að tala um en FCK byrjaði leik kvöldsins frábærlega. Líkt og gegn Sevilla var aðeins einn Íslendingur í byrjunarliði heimaliðsins, að þessu sinni var það Hákon Arnar Haraldsson en ekki góðvinur hans Ísak Bergmann Jóhannesson. Það kom líka á óvart að FCK stillti ekki upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi heldur 5-4-1 kerfi með Hákon Arnar sem hægri vængmann. Ísingin á kökuna var svo staðreyndin að Erling Braut Håland hóf leikinn á bekknum. Mörgum til mikils ama en það er ljóst að drengurinn er í guðatölu hjá dönskum ungmennum. Það er fyrir utan þau sem mættu í Sektion 12 í kvöld en þar stendur – og hoppar – að öllu jafna harðasta stuðningsfólk FCK. Håland mætti seint út í upphitun og fékk það óþvegið frá stuðningsfólki heimaliðsins. Það var baulað, sungið hver ert þú? [e. who are you?] og á endanum hent í þú ert ömurlegur og þú veist það [e. you are s*it and you know you are]. Erling Haaland greeted with chants of Who are ya? from the home fans #UCL #FCKMCI @btsportfootball pic.twitter.com/xrQVf8Y7q9— Danny Jamieson (@DannyJamieson) October 11, 2022 Var þetta þó í eina skipti sem stuðningsfólk FCK lét gesti kvöldsins heyra það. Frá því að rúmur klukkutími var í leik var Sektion 12 byrjað að syngja, og hoppa. Lauk þeim söng ekki fyrr en að leiknum loknum. Eflaust hefur andrúmsloftið spilað sinn þátt í kvöld en Pep Guardiola átti í stökustu vandræðum með að koma skilaboðum til sinna manna á meðan leik stóð. Það brá fyrir öfund hjá blaðamanni sem hefði alveg verið til í að vera með í stemningunni þó svo að útsýnið úr blaðamannastúkunni sé einnig frábært. Klippa: Parken nötrar Hvað leikinn sjálfan varðar þá byrjaði lemstrað lið heimamanna í raun frábærlega. Ekki nóg með að þeir hafi pressað gestina nokkuð ofarlega á vellinum þá þorðu þeir að halda boltanum og spila sig í gegnum pressu Man City. Eftir óaðfinnanlegar tíu mínútur þá komust gestirnir yfir, eða svo héldu þeir. Boltinn datt fyrir Rodri sem smellhitti hann. Kamil Grabara slæmdi fingurgómum í knöttinn en það dugði ekki til og boltinn söng í netinu. Gestirnir en fögnuðu en svo birtust skilaboð á skjánum í sitthvoru horninu á Parken. Það var verið að skoða mögulega hendi í aðdraganda marksins. Í kjölfarið hófst fyrsta VAR-rekistefna kvöldsins en eftir fagnaðarlæti gestanna fór Artur Soares Dias, dómari leiksins, í skjáinn á hliðarlínunni. Hendi niðurstaðan og markið dæmt af, þakið rifnaði næstum af Parken. Um miðbik fyrri hálfleiks fengu gestirnir gullið tækifæri til að komast yfir. Eftir fyrirgjöf frá hægri var dómaranum bent á að fara aftur í skjáinn. Boltinn hafði haft viðkomu í hendi Nicolai Boilesen eftir fyrirgjöf og vítaspyrna niðurstaðan. Riyad Mahrez fór á punktinn en hefði eflaust viljað vera hinum megin á vellinum. Þá hefði hann tekið spyrnuna fyrir framan stuðningsfólk sitt en alls mættu 3500 frá Manchester á leikinn. Þess í stað var hann með Sektion 12 eins og það leggur sig að öskra framan í sig. Spyrnan var ekki góð og Grabara varði meistaralega. Þakið ætlaði að rifna af Parken. Copenhagen hero, Kamil Grabara! Mahrez denied from the spot #UCL pic.twitter.com/NP61pb3xBA— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 11, 2022 Sló þögn á stuðningsfólk gestanna Það hafði ekki mikið heyrst í stuðningsfólki Man City fyrsta hálftíma leiksins en þegar dómari leiksins fór enn á ný í skjáinn þegar háftími var liðinn sló algera þögn á stuðningsfólk gestanna. Artur Soares hafði upprunalega veifað höndum þegar Hákon Arnar féll til jarðar þegar það virtist borðleggjandi að Sergio Gómez hafði rifið Skagamanninn niður þegar hann var í þann mund að sleppa einn í gegnum vörn Man City. Dómari leiksins sneri til baka með rauða spjaldið í hendi og sendi Gómez í sturtu. Þakið ætlaði að rifna af Parken. Sergio Gómez sá rautt eftir að toga Hákon Arnar Haraldsson niður rétt fyrir utan vítateig.Lars Ronbog/Getty Images Aukaspyrnuna tók Hákon Arnar sjálfur en hún endaði í varnarvegg gestanna. Pep Guardiola brást við með því að taka skúrkinn Mahrez af velli og setja miðvörðinn Rúben Dias inn á. Þó gestirnir hafi verið manni færri tókst þeim samt að ógna marki heimaliðsins við og við en Grabara sá alltaf við þeim. Á 59. mínútu var Hákon Arnar tekinn af velli fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson. Skrítin skipting í ljósi þess að Hákon Arnar er í leikbanni gegn Bröndby um helgina og af því hann hafði verið með betri mönnum liðsins sóknarlega til þessa. Breytingin á leikkerfi virtist henta honum einstaklega vel þar sem hann var frjálsari í hlutverki hægri vængmanns. Það verður að viðurkennast að það er hrein unun að horfa á Hákon Arnar, og Ísak Bergmann, spila fótbolta. Það gleymist oft í umræðunni að þeir eru fæddir árið 2003 og því ekki enn orðnir tvítugir. Það væri talið ungt í Bestu deildinni á Íslandi, hvað þá þegar mótherjinn er Manchester City – eitt besta lið heims. Hákon Arnar í leik kvöldsins.EPA-EFE/Liselotte Sabroe Hákon Arnar nýtti allt vopnabúrið sitt í leik kvöldsins. Hann las leikinn vel, vissi hvaða svæði hann átti að fara í til að fá boltann og hvernig hann átti að draga leikmenn City út úr stöðum. Hann virðist nær alltaf geta fengið boltann og fundið samherja, því til sönnunar má benda á að 89 prósent sendinga hans heppnuðust í kvöld. Aðspurður út í rauða spjaldið eftir leik sagðist Hákon Arnar alltaf hafa vitað að þetta væri rautt spjald þó dómarinn hafi baðað út höndum í fyrstu. Ísak Bergmann kom ekki beint inn í jafn opinn leik og Hákon Arnar hafði upplifað í fyrri hálfleik. Gestirnir voru búnir að þétta raðirnar og viðurkenndi Rodri í viðtali eftir leik að þeir hafi ekki ætlað að gefa nein óþarfa færi á sér. Því var leikur þeirra töluvert varfærnari en oft áður. Ísak Bergmann var þó hársbreidd, eða einu skónúmeri, frá því að verða hetja kvöldsins þegar skot-/fyrirgjöf frá vinstri rataði á fjærstöngina. Undirritaður getur alveg viðurkennt að Íslendingahjartað tók góðan kipp þar sem það virtist í örskotstund sem Íslendingurinn yrði hetja kvöldsins. Svo nálægt ...EPA-EFE/Liselotte Sabroe Þó Guardiola hafi sent Bernardo Silva og Phil Foden inn af bekknum þá fór það svo að leiknum lauk með markalausu jafntefli. Håland sat hins vegar sem fastast á bekknum. Það er auðvelt að samgleðjast leikmönnum og stuðningsfólki FCK. Liðið þarf enn að næla í stig gegn Dortmund eða Sevilla til að tryggja sér þriðja sæti riðilsins en þaðan myndi leiðin liggja í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Mögulega þarf Neestrup bara að leyfa Íslendingunum tveimur að sprikla aðeins saman til að það verði að veruleika. Undirritaður vonast allavega til þess þar sem það myndi þýða fleiri skrif líkt og þessi hér að ofan. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
Það var á brattann að sækja fyrir heimamenn í kvöld en aðeins var rétt rúm vika síðan liðið tapaði 5-0 í Manchester. Ofan á það eru Danmerkurmeistararnir að glíma við gríðarleg meiðsli og til að gera hlutina enn verri þá fengu þeir á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn FC Nordsjælland um helgina. Samt sem áður var eitthvað í loftinu þegar undirritaður mætti á Parken rúmlega tveimur tímum fyrir leik. #ucl #fcklive #copenhagen pic.twitter.com/lYbFkptiYC— F.C. København (@FCKobenhavn) October 11, 2022 Eftir tapið í Manchester var Jacob Neestrup Hansen, nýráðinn þjálfari FCK, duglegur að tala upp lið sitt í fjölmiðlum. Hann virðist hafa vitað hvað hann var að tala um en FCK byrjaði leik kvöldsins frábærlega. Líkt og gegn Sevilla var aðeins einn Íslendingur í byrjunarliði heimaliðsins, að þessu sinni var það Hákon Arnar Haraldsson en ekki góðvinur hans Ísak Bergmann Jóhannesson. Það kom líka á óvart að FCK stillti ekki upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi heldur 5-4-1 kerfi með Hákon Arnar sem hægri vængmann. Ísingin á kökuna var svo staðreyndin að Erling Braut Håland hóf leikinn á bekknum. Mörgum til mikils ama en það er ljóst að drengurinn er í guðatölu hjá dönskum ungmennum. Það er fyrir utan þau sem mættu í Sektion 12 í kvöld en þar stendur – og hoppar – að öllu jafna harðasta stuðningsfólk FCK. Håland mætti seint út í upphitun og fékk það óþvegið frá stuðningsfólki heimaliðsins. Það var baulað, sungið hver ert þú? [e. who are you?] og á endanum hent í þú ert ömurlegur og þú veist það [e. you are s*it and you know you are]. Erling Haaland greeted with chants of Who are ya? from the home fans #UCL #FCKMCI @btsportfootball pic.twitter.com/xrQVf8Y7q9— Danny Jamieson (@DannyJamieson) October 11, 2022 Var þetta þó í eina skipti sem stuðningsfólk FCK lét gesti kvöldsins heyra það. Frá því að rúmur klukkutími var í leik var Sektion 12 byrjað að syngja, og hoppa. Lauk þeim söng ekki fyrr en að leiknum loknum. Eflaust hefur andrúmsloftið spilað sinn þátt í kvöld en Pep Guardiola átti í stökustu vandræðum með að koma skilaboðum til sinna manna á meðan leik stóð. Það brá fyrir öfund hjá blaðamanni sem hefði alveg verið til í að vera með í stemningunni þó svo að útsýnið úr blaðamannastúkunni sé einnig frábært. Klippa: Parken nötrar Hvað leikinn sjálfan varðar þá byrjaði lemstrað lið heimamanna í raun frábærlega. Ekki nóg með að þeir hafi pressað gestina nokkuð ofarlega á vellinum þá þorðu þeir að halda boltanum og spila sig í gegnum pressu Man City. Eftir óaðfinnanlegar tíu mínútur þá komust gestirnir yfir, eða svo héldu þeir. Boltinn datt fyrir Rodri sem smellhitti hann. Kamil Grabara slæmdi fingurgómum í knöttinn en það dugði ekki til og boltinn söng í netinu. Gestirnir en fögnuðu en svo birtust skilaboð á skjánum í sitthvoru horninu á Parken. Það var verið að skoða mögulega hendi í aðdraganda marksins. Í kjölfarið hófst fyrsta VAR-rekistefna kvöldsins en eftir fagnaðarlæti gestanna fór Artur Soares Dias, dómari leiksins, í skjáinn á hliðarlínunni. Hendi niðurstaðan og markið dæmt af, þakið rifnaði næstum af Parken. Um miðbik fyrri hálfleiks fengu gestirnir gullið tækifæri til að komast yfir. Eftir fyrirgjöf frá hægri var dómaranum bent á að fara aftur í skjáinn. Boltinn hafði haft viðkomu í hendi Nicolai Boilesen eftir fyrirgjöf og vítaspyrna niðurstaðan. Riyad Mahrez fór á punktinn en hefði eflaust viljað vera hinum megin á vellinum. Þá hefði hann tekið spyrnuna fyrir framan stuðningsfólk sitt en alls mættu 3500 frá Manchester á leikinn. Þess í stað var hann með Sektion 12 eins og það leggur sig að öskra framan í sig. Spyrnan var ekki góð og Grabara varði meistaralega. Þakið ætlaði að rifna af Parken. Copenhagen hero, Kamil Grabara! Mahrez denied from the spot #UCL pic.twitter.com/NP61pb3xBA— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 11, 2022 Sló þögn á stuðningsfólk gestanna Það hafði ekki mikið heyrst í stuðningsfólki Man City fyrsta hálftíma leiksins en þegar dómari leiksins fór enn á ný í skjáinn þegar háftími var liðinn sló algera þögn á stuðningsfólk gestanna. Artur Soares hafði upprunalega veifað höndum þegar Hákon Arnar féll til jarðar þegar það virtist borðleggjandi að Sergio Gómez hafði rifið Skagamanninn niður þegar hann var í þann mund að sleppa einn í gegnum vörn Man City. Dómari leiksins sneri til baka með rauða spjaldið í hendi og sendi Gómez í sturtu. Þakið ætlaði að rifna af Parken. Sergio Gómez sá rautt eftir að toga Hákon Arnar Haraldsson niður rétt fyrir utan vítateig.Lars Ronbog/Getty Images Aukaspyrnuna tók Hákon Arnar sjálfur en hún endaði í varnarvegg gestanna. Pep Guardiola brást við með því að taka skúrkinn Mahrez af velli og setja miðvörðinn Rúben Dias inn á. Þó gestirnir hafi verið manni færri tókst þeim samt að ógna marki heimaliðsins við og við en Grabara sá alltaf við þeim. Á 59. mínútu var Hákon Arnar tekinn af velli fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson. Skrítin skipting í ljósi þess að Hákon Arnar er í leikbanni gegn Bröndby um helgina og af því hann hafði verið með betri mönnum liðsins sóknarlega til þessa. Breytingin á leikkerfi virtist henta honum einstaklega vel þar sem hann var frjálsari í hlutverki hægri vængmanns. Það verður að viðurkennast að það er hrein unun að horfa á Hákon Arnar, og Ísak Bergmann, spila fótbolta. Það gleymist oft í umræðunni að þeir eru fæddir árið 2003 og því ekki enn orðnir tvítugir. Það væri talið ungt í Bestu deildinni á Íslandi, hvað þá þegar mótherjinn er Manchester City – eitt besta lið heims. Hákon Arnar í leik kvöldsins.EPA-EFE/Liselotte Sabroe Hákon Arnar nýtti allt vopnabúrið sitt í leik kvöldsins. Hann las leikinn vel, vissi hvaða svæði hann átti að fara í til að fá boltann og hvernig hann átti að draga leikmenn City út úr stöðum. Hann virðist nær alltaf geta fengið boltann og fundið samherja, því til sönnunar má benda á að 89 prósent sendinga hans heppnuðust í kvöld. Aðspurður út í rauða spjaldið eftir leik sagðist Hákon Arnar alltaf hafa vitað að þetta væri rautt spjald þó dómarinn hafi baðað út höndum í fyrstu. Ísak Bergmann kom ekki beint inn í jafn opinn leik og Hákon Arnar hafði upplifað í fyrri hálfleik. Gestirnir voru búnir að þétta raðirnar og viðurkenndi Rodri í viðtali eftir leik að þeir hafi ekki ætlað að gefa nein óþarfa færi á sér. Því var leikur þeirra töluvert varfærnari en oft áður. Ísak Bergmann var þó hársbreidd, eða einu skónúmeri, frá því að verða hetja kvöldsins þegar skot-/fyrirgjöf frá vinstri rataði á fjærstöngina. Undirritaður getur alveg viðurkennt að Íslendingahjartað tók góðan kipp þar sem það virtist í örskotstund sem Íslendingurinn yrði hetja kvöldsins. Svo nálægt ...EPA-EFE/Liselotte Sabroe Þó Guardiola hafi sent Bernardo Silva og Phil Foden inn af bekknum þá fór það svo að leiknum lauk með markalausu jafntefli. Håland sat hins vegar sem fastast á bekknum. Það er auðvelt að samgleðjast leikmönnum og stuðningsfólki FCK. Liðið þarf enn að næla í stig gegn Dortmund eða Sevilla til að tryggja sér þriðja sæti riðilsins en þaðan myndi leiðin liggja í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Mögulega þarf Neestrup bara að leyfa Íslendingunum tveimur að sprikla aðeins saman til að það verði að veruleika. Undirritaður vonast allavega til þess þar sem það myndi þýða fleiri skrif líkt og þessi hér að ofan.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira