Mörkin í Meistaradeildinni: Blóðbað, umdeildir vítadómar og óvænt úrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2022 12:31 Fikayo Tomori fékk beint rautt spjald fyrir brot á fyrrum liðsfélaga sínum Mason Mount í gær. Darren Walsh/Chelsea FC via Getty Images Nóg var um að vera í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld en línur eru farnar að skýrast upp á framhaldið þar sem fjórða umferð riðlakeppninnar hófst. Hér má sjá öll mörkin í gærkvöld. Chelsea fór á topp E-riðils með öðrum sigrinum á AC Milan í röð. Fikayo Tomori fékk þar rautt spjald fyrir brot á fyrrum félaga sínum hjá Chelsea og Derby County, Mason Mount, innan teigs. Jorginho skoraði af vítapunktinum áður en Pierre-Emerick Aubameyang innsiglaði 2-0 sigur Chelsea á San Siro. Klippa: Mörkin: AC Milan - Chelsea Vegna tæknilegra örðugleika er ekki hægt að sýna mörkin úr 1-1 jafntefli Dinamo Zagreb og RB Salzburg í sama riðli. Í F-riðli vann RB Leipzing 2-0 sigur á Celtic, annan sigurinn á liðinu í röð, og er liðið komið á fína siglingu eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum Timo Werner skoraði fyrra mark Leipzig og lagði það síðara upp fyrir Emil Forsberg. Klippa: Mörkin: Celtic - RB Leipzig Í sama riðli mistókst Real Madrid að vinna í fyrsta skipti í keppninni í vetur. Shakhtar Donetsk komst yfir í byrjun síðari hálfleiks en Antonio Rudiger fórnaði sér fyrir jöfnunarmark í blálokin og lá eftir alblóðugur. Leiknum lauk 1-1 og Real er öruggt áfram. Klippa: Mörkin: Shakhtar - Real Madrid Í G-riðli var ekkert skorað í markalausu jafntefli Íslendingaliðs FC Kaupmannahafnar og Manchester City á Parken en þá gerðu Dortmund og Sevilla einnig jafntefli, 1-1, í Þýskalandi. Tanguy Nianzou kom Sevilla yfir áður en Englendingurinn Jude Bellingham jafnaði fyrir Dortmund. Manchester City er öruggt áfram með 10 stig á toppnum og Dortmund stendur vel að vígi með sjö stig í öðru sæti. Sevilla og FCK eru bæði með tvö stig þar fyrir neðan. Klippa: Mörkin: Sevilla - Dortmund Í H-riðli urðu óvæntustu úrslit kvöldsins þar sem ísraelska liðið Maccabi Haifa vann 2-0 sigur á Juventus í Ísrael. Omer Atzili skoraði bæði mörk Maccabi í leiknum en liðin eru jöfn með þrjú stig í neðstu sætum riðilsins. Klippa: Mörkin: Maccabi Haifa - Juventus PSG og Benfica eru jöfn með átta stig í efri hlutanum eftir 1-1 jafntefli í gær. Þar var skorað úr sitthvoru vítinu þar sem Michael Oliver hafði í nægu að snúast með flautuna. Kylian Mbappé skoraði fyrir PSG en Joao Mario jafnaði af vítapunktinum fyrir Benfica. Klippa: Mörkin: PSG-Benfica Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
Chelsea fór á topp E-riðils með öðrum sigrinum á AC Milan í röð. Fikayo Tomori fékk þar rautt spjald fyrir brot á fyrrum félaga sínum hjá Chelsea og Derby County, Mason Mount, innan teigs. Jorginho skoraði af vítapunktinum áður en Pierre-Emerick Aubameyang innsiglaði 2-0 sigur Chelsea á San Siro. Klippa: Mörkin: AC Milan - Chelsea Vegna tæknilegra örðugleika er ekki hægt að sýna mörkin úr 1-1 jafntefli Dinamo Zagreb og RB Salzburg í sama riðli. Í F-riðli vann RB Leipzing 2-0 sigur á Celtic, annan sigurinn á liðinu í röð, og er liðið komið á fína siglingu eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum Timo Werner skoraði fyrra mark Leipzig og lagði það síðara upp fyrir Emil Forsberg. Klippa: Mörkin: Celtic - RB Leipzig Í sama riðli mistókst Real Madrid að vinna í fyrsta skipti í keppninni í vetur. Shakhtar Donetsk komst yfir í byrjun síðari hálfleiks en Antonio Rudiger fórnaði sér fyrir jöfnunarmark í blálokin og lá eftir alblóðugur. Leiknum lauk 1-1 og Real er öruggt áfram. Klippa: Mörkin: Shakhtar - Real Madrid Í G-riðli var ekkert skorað í markalausu jafntefli Íslendingaliðs FC Kaupmannahafnar og Manchester City á Parken en þá gerðu Dortmund og Sevilla einnig jafntefli, 1-1, í Þýskalandi. Tanguy Nianzou kom Sevilla yfir áður en Englendingurinn Jude Bellingham jafnaði fyrir Dortmund. Manchester City er öruggt áfram með 10 stig á toppnum og Dortmund stendur vel að vígi með sjö stig í öðru sæti. Sevilla og FCK eru bæði með tvö stig þar fyrir neðan. Klippa: Mörkin: Sevilla - Dortmund Í H-riðli urðu óvæntustu úrslit kvöldsins þar sem ísraelska liðið Maccabi Haifa vann 2-0 sigur á Juventus í Ísrael. Omer Atzili skoraði bæði mörk Maccabi í leiknum en liðin eru jöfn með þrjú stig í neðstu sætum riðilsins. Klippa: Mörkin: Maccabi Haifa - Juventus PSG og Benfica eru jöfn með átta stig í efri hlutanum eftir 1-1 jafntefli í gær. Þar var skorað úr sitthvoru vítinu þar sem Michael Oliver hafði í nægu að snúast með flautuna. Kylian Mbappé skoraði fyrir PSG en Joao Mario jafnaði af vítapunktinum fyrir Benfica. Klippa: Mörkin: PSG-Benfica
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira