Húsráðið: Hvernig á að þrífa farða úr fötum? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. október 2022 06:01 Hver hefur ekki lent í því að subba niður á sig á ögurstundu? Getty Hversu hrikalega svekkjandi að klæða sig upp, gera sig til og taka svo eftir blettum eftir farða í fötunum. Farða sem smitast í úlpu- eða skyrtukragann eða blett eftir varalit eða maskara í hvítu skyrtunni. Þegar góð ráð eru dýr reynast gömlu húsráðin yfirleitt best. Marta María Arnarsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans er kona með ráð undir rifi hverju en hér fyrir neðan má sjá hennar ráðleggingar á því hvernig best sé að hreinsa bletti eftir farða. Varalitur í fötum Getty Hársprey: Ef varaliturinn er nýkominn í fötin er best að spreyja hárspreyi í blettinn. Leyfa því að vera í fimmtán mínútur og nudda síðan varalitinn úr til dæmis með tannbursta, naglabursta eða jafnvel klút, ef efnið er mjög viðkvæmt. Við þetta ætti varaliturinn að renna ljúflega úr og þá má þvo flíkina með venjulegum hætti. Acetone: Ef flíkin er ekki úr svo viðkvæmu efni er reyndar best að nota acetone, þá flýgur bletturinn úr um leið. Uppþvottalögur og edik: Þegar um ræðir viðkvæm efni er ráðlegast að nota uppþvottalög og/eða matarsóda og edik til að vinna á blettinum og skella síðan flíkinni í þvott á eftir. Þegar verið er að vinna á blettum er mikilvægt að snúa þeirri hlið niður sem bletturinn er á og nudda blettinn úr á röngunni. Annars getur maður verið að festa varalitinn enn frekar í flíkinni. Það er sniðugt að hafa til dæmis gamalt handklæði undir, þá getur varaliturinn smitast í það þegar unnið er að því að ná blettinum úr. Augnbrúnalitur í húð Getty Acetone: Af því að ég nefndi acetone þá verð ég að bæta við smá ráði þegar mikill augnabrúna litur festist í húðininni eftir litun og augabrúnirnar verða mun dekkri fyrir vikið. Þá er algjör snilld að setja nokkra dropa af acetone í bómullarskífu og strjúka tvisvar til þrisvar yfir hvora augabrún. Það svínvirkar og liturinn fer ekki af hárunum sjálfum en rennur af húðinni svo að augabrúnirnar verða fallegar og náttúrulegar. Ég myndi alls ekki nota hvaða acetone sem er þar sem húðin er viðkvæmt og maður vill ekki erta hana. Best er að nota umhverfisvænt acetone sem ætlað fyrir viðkvæma húð. Svo er gott að þrífa andlitið með því hreinsikremi sem maður notar venjulega. Farði í fatnaði Getty Farðahreinsir: Ef farðinn í nýkominn í flíkina er best að nota farðahreinsi og nota þann hreinsi sem maður er vanur að nota. Mikilvægt er að farðahreinsirinn sé án olíu. Svo skal nudda blettinn strax úr með vatni, á röngunni að sjálfsögðu. Það er líka ágætt að láta buna svolítið úr krananum á blettinn og þá ætti allt alveg að renna úr. Raksápa og hársprey: Ef farðinn er búinn að smitast, til dæmis í úlpukraga, peysur eða trefla, og kannski búinn að safnast upp í einhverjar vikur, þá finnst mér best að spreyja raksápu eða hárspreyi á blettina og nudda úr með naglabursta eða klút. Það svínvirkar. Edik, matarsódi og uppþvottalögur: Ef það gengur eitthvað erfiðlega má alltaf nota edik og matarsóda eða uppþvottalög. En maður verður samt að meta það svolítið eftir því hve viðkvæm efni maður er að vinna með. Húsráð Förðun Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Þegar góð ráð eru dýr reynast gömlu húsráðin yfirleitt best. Marta María Arnarsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans er kona með ráð undir rifi hverju en hér fyrir neðan má sjá hennar ráðleggingar á því hvernig best sé að hreinsa bletti eftir farða. Varalitur í fötum Getty Hársprey: Ef varaliturinn er nýkominn í fötin er best að spreyja hárspreyi í blettinn. Leyfa því að vera í fimmtán mínútur og nudda síðan varalitinn úr til dæmis með tannbursta, naglabursta eða jafnvel klút, ef efnið er mjög viðkvæmt. Við þetta ætti varaliturinn að renna ljúflega úr og þá má þvo flíkina með venjulegum hætti. Acetone: Ef flíkin er ekki úr svo viðkvæmu efni er reyndar best að nota acetone, þá flýgur bletturinn úr um leið. Uppþvottalögur og edik: Þegar um ræðir viðkvæm efni er ráðlegast að nota uppþvottalög og/eða matarsóda og edik til að vinna á blettinum og skella síðan flíkinni í þvott á eftir. Þegar verið er að vinna á blettum er mikilvægt að snúa þeirri hlið niður sem bletturinn er á og nudda blettinn úr á röngunni. Annars getur maður verið að festa varalitinn enn frekar í flíkinni. Það er sniðugt að hafa til dæmis gamalt handklæði undir, þá getur varaliturinn smitast í það þegar unnið er að því að ná blettinum úr. Augnbrúnalitur í húð Getty Acetone: Af því að ég nefndi acetone þá verð ég að bæta við smá ráði þegar mikill augnabrúna litur festist í húðininni eftir litun og augabrúnirnar verða mun dekkri fyrir vikið. Þá er algjör snilld að setja nokkra dropa af acetone í bómullarskífu og strjúka tvisvar til þrisvar yfir hvora augabrún. Það svínvirkar og liturinn fer ekki af hárunum sjálfum en rennur af húðinni svo að augabrúnirnar verða fallegar og náttúrulegar. Ég myndi alls ekki nota hvaða acetone sem er þar sem húðin er viðkvæmt og maður vill ekki erta hana. Best er að nota umhverfisvænt acetone sem ætlað fyrir viðkvæma húð. Svo er gott að þrífa andlitið með því hreinsikremi sem maður notar venjulega. Farði í fatnaði Getty Farðahreinsir: Ef farðinn í nýkominn í flíkina er best að nota farðahreinsi og nota þann hreinsi sem maður er vanur að nota. Mikilvægt er að farðahreinsirinn sé án olíu. Svo skal nudda blettinn strax úr með vatni, á röngunni að sjálfsögðu. Það er líka ágætt að láta buna svolítið úr krananum á blettinn og þá ætti allt alveg að renna úr. Raksápa og hársprey: Ef farðinn er búinn að smitast, til dæmis í úlpukraga, peysur eða trefla, og kannski búinn að safnast upp í einhverjar vikur, þá finnst mér best að spreyja raksápu eða hárspreyi á blettina og nudda úr með naglabursta eða klút. Það svínvirkar. Edik, matarsódi og uppþvottalögur: Ef það gengur eitthvað erfiðlega má alltaf nota edik og matarsóda eða uppþvottalög. En maður verður samt að meta það svolítið eftir því hve viðkvæm efni maður er að vinna með.
Húsráð Förðun Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira