Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2022 07:35 Boris Johnson var forsætisráðherra Bretlands frá árinu 2019 þangað til í sumar. AP Photo/Alberto Pezzali Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Kjörið mun skera úr um hver tekur við að Liz Truss sem forsætisráðherra. Hún tók einmitt við af Johnson í sumar þegar hann ákvað að honum væri ekki stætt að sitja áfram forsætisráðherra eftir þriggja ára valdatíð. Johnson, sem enn er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur undanfarnar vikur verið í fríi í Karabíska hafinu. Hann er sagður hafa nýtt tímann frá því að Truss tilkynnti um afsögn hennar til að kanna landið hvað varðar mögulegt leiðtogaframboð hans. Og nú er hann á heimleið. Breskir fjölmiðlar hafa birt myndir af Johnson í flugvélinni á leið úr fríinu. Stjórnmálaskýrendur ytra telja næsta víst að Johnson hyggist bjóða sig fram í leiðtogakjörinu. Úrslit þess munu liggja fyrir næsta föstudag. First picture of Boris Johnson as he flies back to the UK https://t.co/FVC6eawtdA— Sky News (@SkyNews) October 21, 2022 Frambjóðendur hafa til klukkan eitt á mánudaginn til að bjóða sig fram. Þeir þurfa að tryggja sér stuðning minnst hundrað þingmanna flokksins til að geta sett nafn sitt í pottinn. 357 þingmenn sitja á þingi fyrir flokkinn sem þýðir að hámark þrír frambjóðendur muni geta boðið sig fram. Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, hefur ákveðið að bjóða sig fram. Þá er einnig talið öruggt að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson muni bjóða sig fram. bretLjóst er að Johnson muni njóta einhvers stuðnings úr röðum þingmanna Íhaldsflokksins. Þó er óvíst hvort að sá stuðningur nægi til að fleyta honum í leiðtogasætið á ný. Hann yfirgaf það í skugga hneykslismála tengdum veisluhöldum í Covid-19 faraldrinum Bretland Tengdar fréttir Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53 Mordaunt býður sig fram og Wallace „hallast að Johnson“ Penny Mordaunt, þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til að verða næsti leiðtogi Íhaldsmanna. Á sama tíma hefur varnarmálaráðherrann Ben Wallace, þungavigtarmaður í flokknum, tilkynnt að hann ætli ekki fram og „hallist að“ því að styðja Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, til að taka aftur við keflinu. 21. október 2022 14:50 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Kjörið mun skera úr um hver tekur við að Liz Truss sem forsætisráðherra. Hún tók einmitt við af Johnson í sumar þegar hann ákvað að honum væri ekki stætt að sitja áfram forsætisráðherra eftir þriggja ára valdatíð. Johnson, sem enn er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur undanfarnar vikur verið í fríi í Karabíska hafinu. Hann er sagður hafa nýtt tímann frá því að Truss tilkynnti um afsögn hennar til að kanna landið hvað varðar mögulegt leiðtogaframboð hans. Og nú er hann á heimleið. Breskir fjölmiðlar hafa birt myndir af Johnson í flugvélinni á leið úr fríinu. Stjórnmálaskýrendur ytra telja næsta víst að Johnson hyggist bjóða sig fram í leiðtogakjörinu. Úrslit þess munu liggja fyrir næsta föstudag. First picture of Boris Johnson as he flies back to the UK https://t.co/FVC6eawtdA— Sky News (@SkyNews) October 21, 2022 Frambjóðendur hafa til klukkan eitt á mánudaginn til að bjóða sig fram. Þeir þurfa að tryggja sér stuðning minnst hundrað þingmanna flokksins til að geta sett nafn sitt í pottinn. 357 þingmenn sitja á þingi fyrir flokkinn sem þýðir að hámark þrír frambjóðendur muni geta boðið sig fram. Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, hefur ákveðið að bjóða sig fram. Þá er einnig talið öruggt að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson muni bjóða sig fram. bretLjóst er að Johnson muni njóta einhvers stuðnings úr röðum þingmanna Íhaldsflokksins. Þó er óvíst hvort að sá stuðningur nægi til að fleyta honum í leiðtogasætið á ný. Hann yfirgaf það í skugga hneykslismála tengdum veisluhöldum í Covid-19 faraldrinum
Bretland Tengdar fréttir Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53 Mordaunt býður sig fram og Wallace „hallast að Johnson“ Penny Mordaunt, þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til að verða næsti leiðtogi Íhaldsmanna. Á sama tíma hefur varnarmálaráðherrann Ben Wallace, þungavigtarmaður í flokknum, tilkynnt að hann ætli ekki fram og „hallist að“ því að styðja Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, til að taka aftur við keflinu. 21. október 2022 14:50 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53
Mordaunt býður sig fram og Wallace „hallast að Johnson“ Penny Mordaunt, þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til að verða næsti leiðtogi Íhaldsmanna. Á sama tíma hefur varnarmálaráðherrann Ben Wallace, þungavigtarmaður í flokknum, tilkynnt að hann ætli ekki fram og „hallist að“ því að styðja Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, til að taka aftur við keflinu. 21. október 2022 14:50
Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10