Fjármálaráðherra segir Þorbjörgu Sigríði fara með rangt mál Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 10:53 Þorbjörg Sigríður gagnrýndi Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega á Facebook í gær. Vísir/Arnar/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttir þingmann Viðreisnar ranglega halda því fram að hann hafi lengi borið ábyrgð á málefnum ÍL-sjóðs. Hið rétta sé að málið hafi komið í hans hlut árið 2020 og hann sé að leggja fram góða lausn, sem geti sparað tugi milljarða, nái tillagan fram að ganga. Þorbjörg Sigríður gagnrýndi fjármálaráðherra harðlega á Facebook í gær og velti því fyrir sér hvort Bjarni væri „dýrasti fjármálaráðherra í sögu landsins.“ Skoðanaskiptin varða ÍL-sjóð, sem áður hét Íbúðalánasjóður, en fjármálaráðherra hefur lagt til að honum verði slitið og með því væri hægt að spara milljarðatugi. Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti skýrslu í vikunni þar sem fram kom að til að reka ÍL-sjóð út líftíma hans þyrfti ríkissjóður að leggja honum til 450 milljarða eftir tólf ár. Með því að slíta honum yrði staðan þó aðeins neikvæð um 47 milljarða. „Hvers vegna gerðir þú þetta ekki fyrr!“ Þorbjörg Sigríður segir lánadrottna, sem eru að mestum hluta lífeyrissjóðir í eigu almennings, muni sitja í súpunni, og kallar fyrirhugaðar ráðstafanir meistaralega takta í skapandi skrifum. Bjarni hafi verið fjármálaráðherra frá árinu 2013 og þar af leiðandi haft fleiri ár til að grípa til aðgerða. Fjármálaráðherra setur athugasemd við færslu Þorbjargar á Facebook og segir hana fara með rangt mál. Hann segir að málefni ÍL-sjóðs hafi ekki verið á borði fjármálaráðuneytisins fyrr en 2020: „Á hinn bóginn hefur staða sjóðsins lengi legið fyrir og öllum, þ.m.t. þingmönnum Viðreisnar, frjálst að leggja til að leysa vandann, stöðva frekari uppsöfnun áhættu. Kannast ekki við að hafa séð tillögur í því efni, en það var við því að búast, að þegar bent er á ábyrga leið kæmi einhver og segði: hvers vegna gerðir þú þetta ekki fyrr!“ Dálítið fyndið í ljósi alls Þorbjörg Sigríður segir skondið að fjármálaráðherra hafi veigrað sér við aðgerðir vegna stjórnarandstöðunnar. „Þessi staða hefur verið hangandi yfir ríkissjóði í langan tíma. Það hefur kostað mikla fjármuni. Ég nefndi meistaralaga takta í skapandi skrifum þegar talað er um ævintýralegt tjón sem sparnað. En skemmtilegt og gott - og dálítið fyndið í ljósi alls - að fjármálaráðherra hafi ekki talið sig geta aðhafst vegna þess að stjórnarandstaðan hafi ekki gefið honum færi á því,“ segir Þorbjörg Sigríður. Bjarni gefur lítið fyrir gagnrýnina og segir einfaldlega: „Þú hélst því ranglega fram að málið hafi verið á minni ábyrgð frá 2013. Hið rétta er að þessi hluti kom til ráðuneytis míns 2020. Ég er að leggja til lausn á málinu sem mun skipta 150 milljörðum ef hún nær fram að ganga,“ segir Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Kauphöllin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Rándýrt aðgerðarleysi og almenningur sem fái reikninginn Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvort fjármálaráðherra sé dýrasti ráðherra í sögu landsins. Íbúðalánasjóður hafi verið í ólestri í mörg ár og meistaralegir taktar séu að kalla fyrirhugaðar ráðstafanir sparnað. 22. október 2022 14:14 Óvissa um uppgjör ÍL-sjóðs setur „allan skuldabréfamarkaðinn í uppnám“ Tillögur fjármálaráðherra um hvernig leysa megi upp ÍL-sjóð voru „nokkuð óvænt útspil“ en verði það gert á grundvelli svonefndrar einfaldrar ábyrgðar ríkissjóðs, þar sem tæknilega er hægt að greiða upp skuldabréf sjóðs á pari í dag frekar en yfir líftíma þeirra allt til ársins 2044, mun það þýða „umtalsvert“ tap fyrir þá sem halda á bréfunum, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Langsamlega stærstu eigendur skuldabréfanna eru lífeyrissjóðir. 21. október 2022 13:31 Fjármálaráðherra hafi „kallað fram óþarfa óvissu á markaði“ Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins, sem eru langsamlega stærstu eigendur krafna á hendur ÍL-sjóði, gagnrýnir harðlega tímasetningu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann kynnti tillögur sínar um hvernig gera megi upp eignir og skuldir sjóðsins eftir lokun markaða í gær. Ávinningur ríkissjóðs af aðgerðunum muni jafnframt á móti þýða tap fyrir lífeyrissjóði. 21. október 2022 16:04 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Þorbjörg Sigríður gagnrýndi fjármálaráðherra harðlega á Facebook í gær og velti því fyrir sér hvort Bjarni væri „dýrasti fjármálaráðherra í sögu landsins.“ Skoðanaskiptin varða ÍL-sjóð, sem áður hét Íbúðalánasjóður, en fjármálaráðherra hefur lagt til að honum verði slitið og með því væri hægt að spara milljarðatugi. Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti skýrslu í vikunni þar sem fram kom að til að reka ÍL-sjóð út líftíma hans þyrfti ríkissjóður að leggja honum til 450 milljarða eftir tólf ár. Með því að slíta honum yrði staðan þó aðeins neikvæð um 47 milljarða. „Hvers vegna gerðir þú þetta ekki fyrr!“ Þorbjörg Sigríður segir lánadrottna, sem eru að mestum hluta lífeyrissjóðir í eigu almennings, muni sitja í súpunni, og kallar fyrirhugaðar ráðstafanir meistaralega takta í skapandi skrifum. Bjarni hafi verið fjármálaráðherra frá árinu 2013 og þar af leiðandi haft fleiri ár til að grípa til aðgerða. Fjármálaráðherra setur athugasemd við færslu Þorbjargar á Facebook og segir hana fara með rangt mál. Hann segir að málefni ÍL-sjóðs hafi ekki verið á borði fjármálaráðuneytisins fyrr en 2020: „Á hinn bóginn hefur staða sjóðsins lengi legið fyrir og öllum, þ.m.t. þingmönnum Viðreisnar, frjálst að leggja til að leysa vandann, stöðva frekari uppsöfnun áhættu. Kannast ekki við að hafa séð tillögur í því efni, en það var við því að búast, að þegar bent er á ábyrga leið kæmi einhver og segði: hvers vegna gerðir þú þetta ekki fyrr!“ Dálítið fyndið í ljósi alls Þorbjörg Sigríður segir skondið að fjármálaráðherra hafi veigrað sér við aðgerðir vegna stjórnarandstöðunnar. „Þessi staða hefur verið hangandi yfir ríkissjóði í langan tíma. Það hefur kostað mikla fjármuni. Ég nefndi meistaralaga takta í skapandi skrifum þegar talað er um ævintýralegt tjón sem sparnað. En skemmtilegt og gott - og dálítið fyndið í ljósi alls - að fjármálaráðherra hafi ekki talið sig geta aðhafst vegna þess að stjórnarandstaðan hafi ekki gefið honum færi á því,“ segir Þorbjörg Sigríður. Bjarni gefur lítið fyrir gagnrýnina og segir einfaldlega: „Þú hélst því ranglega fram að málið hafi verið á minni ábyrgð frá 2013. Hið rétta er að þessi hluti kom til ráðuneytis míns 2020. Ég er að leggja til lausn á málinu sem mun skipta 150 milljörðum ef hún nær fram að ganga,“ segir Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Kauphöllin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Rándýrt aðgerðarleysi og almenningur sem fái reikninginn Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvort fjármálaráðherra sé dýrasti ráðherra í sögu landsins. Íbúðalánasjóður hafi verið í ólestri í mörg ár og meistaralegir taktar séu að kalla fyrirhugaðar ráðstafanir sparnað. 22. október 2022 14:14 Óvissa um uppgjör ÍL-sjóðs setur „allan skuldabréfamarkaðinn í uppnám“ Tillögur fjármálaráðherra um hvernig leysa megi upp ÍL-sjóð voru „nokkuð óvænt útspil“ en verði það gert á grundvelli svonefndrar einfaldrar ábyrgðar ríkissjóðs, þar sem tæknilega er hægt að greiða upp skuldabréf sjóðs á pari í dag frekar en yfir líftíma þeirra allt til ársins 2044, mun það þýða „umtalsvert“ tap fyrir þá sem halda á bréfunum, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Langsamlega stærstu eigendur skuldabréfanna eru lífeyrissjóðir. 21. október 2022 13:31 Fjármálaráðherra hafi „kallað fram óþarfa óvissu á markaði“ Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins, sem eru langsamlega stærstu eigendur krafna á hendur ÍL-sjóði, gagnrýnir harðlega tímasetningu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann kynnti tillögur sínar um hvernig gera megi upp eignir og skuldir sjóðsins eftir lokun markaða í gær. Ávinningur ríkissjóðs af aðgerðunum muni jafnframt á móti þýða tap fyrir lífeyrissjóði. 21. október 2022 16:04 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Rándýrt aðgerðarleysi og almenningur sem fái reikninginn Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvort fjármálaráðherra sé dýrasti ráðherra í sögu landsins. Íbúðalánasjóður hafi verið í ólestri í mörg ár og meistaralegir taktar séu að kalla fyrirhugaðar ráðstafanir sparnað. 22. október 2022 14:14
Óvissa um uppgjör ÍL-sjóðs setur „allan skuldabréfamarkaðinn í uppnám“ Tillögur fjármálaráðherra um hvernig leysa megi upp ÍL-sjóð voru „nokkuð óvænt útspil“ en verði það gert á grundvelli svonefndrar einfaldrar ábyrgðar ríkissjóðs, þar sem tæknilega er hægt að greiða upp skuldabréf sjóðs á pari í dag frekar en yfir líftíma þeirra allt til ársins 2044, mun það þýða „umtalsvert“ tap fyrir þá sem halda á bréfunum, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Langsamlega stærstu eigendur skuldabréfanna eru lífeyrissjóðir. 21. október 2022 13:31
Fjármálaráðherra hafi „kallað fram óþarfa óvissu á markaði“ Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins, sem eru langsamlega stærstu eigendur krafna á hendur ÍL-sjóði, gagnrýnir harðlega tímasetningu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann kynnti tillögur sínar um hvernig gera megi upp eignir og skuldir sjóðsins eftir lokun markaða í gær. Ávinningur ríkissjóðs af aðgerðunum muni jafnframt á móti þýða tap fyrir lífeyrissjóði. 21. október 2022 16:04