Bandarískur flugmaður sem vann í Kína handtekinn í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2022 11:54 Bandaríkjamaðurinn flaug Harrier-þotum í landgönguliði Bandaríkjanna og kenndi öðrum flugmönnum. Getty/Francesco Militello Mirto Bandarískur maður sem var flugmaður í landgönguliði Bandaríkjanna var nýverið handtekinn í Ástralíu og stendur til að framselja hann í Bandaríkjunum. Kínverjar eru sagðir hafa leitað til vestrænna flugmanna varðandi þjálfun í Kína. Daniel Edmund Duggan (54) var handtekinn á föstudaginn en í frétt Reuters segir að dómsskjöl bendi til þess að hann verði mögulega framseldur til Bandaríkjanna eftir að yfirvöld þar báðu um að hann yrði handtekinn. Fyrir hvað er ekki ljóst og framsalsbeiðni hefur ekki verið lögð fram. Ástæða þess að handtakan hefur vakið athygli er að yfirvöld í Bretlandi vöruðu nýverið við því að fyrrverandi flugmenn breska flughersins væru að vinna fyrir kínverska herinn og hjálpa til við þjálfun kínverskra flugmanna og við mótun áætlana fyrir átök gegn vestræna flugmenn. Yfirvöld í Ástralíu eru einnig að rannsaka hvort fyrrverandi flugmenn flughers ríkisins hafa einnig verið að vinna í Kína. Duggan flaug orrustuþotum í bandaríska landgönguliðinu og þjálfaði aðra flugmenn. Samkvæmt heimildum Reuters er Duggan eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna vinnu hans í Kína. Hann flutti til Ástralíu eftir að hafa starfað í bandaríska flughernum í áratug. Þar stofnaði hann fyrirtæki sem heitir Top Gun Tasmania og réði hann orrustuflugmenn frá Bandaríkjunum og Bretlandi til að fljúga með ferðamenn í hraðfleygum þotum. Hann flutti svo til Kína árið 2014 og seldi Top Gun Tasmania í kjölfarið. Reuters vísar í LinkedIn-prófíl Duggans og segir að þar komi fram að hann hafi unnið fyrir ráðgjafafyrirtæki í Kína sem hann stofnaði sjálfur. Ástralía Bandaríkin Kína Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjamenn saka Kínverja um njósnir Bandaríkjamenn hafa sakað þrettán kínverska ríkisborgara um njósnir og ólögleg afskipti. Dómsmálaráðherra greindi frá meintum tilraunum Kínverja á blaðamannafundi í dag. 24. október 2022 23:28 Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um ákveðna einstaklinga Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn. 21. október 2022 12:25 Vilja dæla vopnum til Taívans Ráðamenn í Bandaríkjunum vilja koma fyrir miklum birgðum af vopnum í Taívan ef ske kynni að Kínverjar reyndu að gera innrás þar. Markmiðið er að gera eyríkinu kleift að verjast innrás þrátt fyrir að Kínverjar einangri Taívan um langt skeið. 5. október 2022 17:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Daniel Edmund Duggan (54) var handtekinn á föstudaginn en í frétt Reuters segir að dómsskjöl bendi til þess að hann verði mögulega framseldur til Bandaríkjanna eftir að yfirvöld þar báðu um að hann yrði handtekinn. Fyrir hvað er ekki ljóst og framsalsbeiðni hefur ekki verið lögð fram. Ástæða þess að handtakan hefur vakið athygli er að yfirvöld í Bretlandi vöruðu nýverið við því að fyrrverandi flugmenn breska flughersins væru að vinna fyrir kínverska herinn og hjálpa til við þjálfun kínverskra flugmanna og við mótun áætlana fyrir átök gegn vestræna flugmenn. Yfirvöld í Ástralíu eru einnig að rannsaka hvort fyrrverandi flugmenn flughers ríkisins hafa einnig verið að vinna í Kína. Duggan flaug orrustuþotum í bandaríska landgönguliðinu og þjálfaði aðra flugmenn. Samkvæmt heimildum Reuters er Duggan eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna vinnu hans í Kína. Hann flutti til Ástralíu eftir að hafa starfað í bandaríska flughernum í áratug. Þar stofnaði hann fyrirtæki sem heitir Top Gun Tasmania og réði hann orrustuflugmenn frá Bandaríkjunum og Bretlandi til að fljúga með ferðamenn í hraðfleygum þotum. Hann flutti svo til Kína árið 2014 og seldi Top Gun Tasmania í kjölfarið. Reuters vísar í LinkedIn-prófíl Duggans og segir að þar komi fram að hann hafi unnið fyrir ráðgjafafyrirtæki í Kína sem hann stofnaði sjálfur.
Ástralía Bandaríkin Kína Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjamenn saka Kínverja um njósnir Bandaríkjamenn hafa sakað þrettán kínverska ríkisborgara um njósnir og ólögleg afskipti. Dómsmálaráðherra greindi frá meintum tilraunum Kínverja á blaðamannafundi í dag. 24. október 2022 23:28 Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um ákveðna einstaklinga Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn. 21. október 2022 12:25 Vilja dæla vopnum til Taívans Ráðamenn í Bandaríkjunum vilja koma fyrir miklum birgðum af vopnum í Taívan ef ske kynni að Kínverjar reyndu að gera innrás þar. Markmiðið er að gera eyríkinu kleift að verjast innrás þrátt fyrir að Kínverjar einangri Taívan um langt skeið. 5. október 2022 17:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Bandaríkjamenn saka Kínverja um njósnir Bandaríkjamenn hafa sakað þrettán kínverska ríkisborgara um njósnir og ólögleg afskipti. Dómsmálaráðherra greindi frá meintum tilraunum Kínverja á blaðamannafundi í dag. 24. október 2022 23:28
Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um ákveðna einstaklinga Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn. 21. október 2022 12:25
Vilja dæla vopnum til Taívans Ráðamenn í Bandaríkjunum vilja koma fyrir miklum birgðum af vopnum í Taívan ef ske kynni að Kínverjar reyndu að gera innrás þar. Markmiðið er að gera eyríkinu kleift að verjast innrás þrátt fyrir að Kínverjar einangri Taívan um langt skeið. 5. október 2022 17:09