Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. október 2022 07:00 Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra sviðs Mannauðs- og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur segir gamla stöðutitla á íslensku mjög karlllæga. Fyrir nokkrum árum síðan voru gerðar breytingar hjá OR þannig að til dæmis forstöðufólk getur valið um starfsheitið forstöðumaður, forstöðukona eða forstöðuman. Þá segir hún starfsheiti á ensku ekki eins kyngreind og oft lýsa betur starfi viðkomandi miðað við það sem hefur þekkst hér. Vísir/Vilhelm. „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Samtals eru fyrirtækin sem tilheyra samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) fimm talsins; OR, Orka náttúrunnar, Veitur, Ljósleiðarinn og Carfix. Hjá samstæðunni starfa rúmlega fimmhundruð manns og eru starfsheiti þar 279 talsins. Verulegar breytingar hafa orðið á ýmsum starfsheitum innan samstæðunnar síðustu árin. Til dæmis eru forstöðumenn núna ýmist forstöðumaður, forstöðukona eða forstöðuman. Þá er starfsheitið Leiðtogi orðið algengt og nær til starfa fólks sem ýmist fer fyrir málaflokki eða teymum og er mismunandi hvort viðkomandi er með mannaforráð eða ekki. Í Atvinnulífinu í dag er enn rýnt í starfsheiti og þróun þeirra. Þetta er þriðja og síðasta umfjöllun vikunnar um málefnið en fyrri viðtöl má sjá hér að neðan. Verður auglýst eftir forstjóra/forstýru? Ellen segir vegferðina innan samstæðu OR í raun löngu hafna. Þannig hafi ýmsar breytingar orðið fljótlega eftir hrun þegar Bjarni Bjarnason forstjóri tók við stjórnartaumunum og leiddi af stað breyttar áherslur í jafnréttismálum. Síðan þá hefur ýmislegt gerst segir Ellen, þótt fyrirtækið teljist enn karllægt þar sem konur eru í 30% hlutfalli en karlmenn í 70% hlutfalli. Að þessu sögðu bendir Ellen á að orkugeirinn í heild sinni er mjög karllægur. Liður í þeirri vegferð að auka á jafnrétti kynja og auka á eftirspurn starfsfólks til OR og dótturfyrirtækja sem eftirsóttan og spennandi vinnustað að starfa á, var að endurskoða starfsheiti. „Þetta er gríðarlega flókið verkefni enda stöðutitlar oft svo stór partur af sjálfsmynd fólks en titlar eru samt frekar karllægir. Ég nefni stjóri sem dæmi. Stjóri er sá sem skipar fyrir og úthlutar verkefnum. Felur í sér ákveðið vald og er karllægt orð,“ segir Ellen og bætir við: „Við breyttum þessu þannig að núna erum við með framkvæmdastjóra og framkvæmdastýrur. Það sama gerðum við með stöðugildið forstöðumaður. Þar erum við nú með tilvísun í karlkyn, konur og kynsegin fólk þar sem talað er um forstöðumann, forstöðukonu og forstöðuman.“ En nú eru konur líka menn. Eru allir sammála því að þetta sé rétt breyting? „Það hafa engar breytingar verið gerðar þannig að þær séu settar á sem regla. Heldur frekar sem val. Við erum til dæmis með konur sem titla sig sem forstöðukona en líka með konur sem vilja halda í stöðuheitið sem var og titla sig sem forstöðumaður.“ Ellen segir til dæmis áberandi að ungt fólk er með aðrar áherslur og kröfur en kannski áður gilti. Þess vegna skipti máli að valið sé til staðar. Langtímamarkmiðið sé hins vegar að komast út úr kyngreiningum í starfsheitum. Kyngreining sé til dæmis ekki eins áberandi í enskum starfsheitum. Einfalt dæmi er til dæmis Pilot á ensku, sem er flugmaður á íslensku og svo mætti lengi telja. Þá segir Ellen að liður í því að fylgja eftir þessu verkefni hafi verið breytingar á auglýsingum um störf. „Fyrst þegar við fórum að auglýsa til dæmis framkvæmdastýra/stjóri engum við alls konar viðbrögð. Því fólk hafði mjög misjafnar skoðanir á breytingunum. Í dag þykir þetta eðlilegt og enginn að velta því fyrir sér neitt sérstaklega.“ Nú þegar hefur verið tilkynnt að Bjarni Bjarnason hyggst láta af störfum. Megum við eiga von á því að sjá það starf auglýst sem forstjóri/forstýra? „Hver veit?“ spyr Ellen í léttum dúr: Það er í raun of snemmt að segja til um það. En að mínu mati er mjög mikilvægt fyrir alla þróun og lærdóm að ögra okkur sjálfum og auglýsing um forstjóra/forstýru gæti svo sannarlega flokkast undir það. Hins vegar getur vel verið að markaðurinn sé ekki tilbúinn til að tala um forstýru, að minnsta kosti ekki enn. Þannig að væntanlega verðum við bara að bíða og sjá hvað verður.“ Ellen segir oft snemmt að segja til um með hvaða hætti starf forstjóra OR verður auglýst en þegar hefur verið tilkynnt að Bjarni Bjarnason forstjóri OR hyggst láta af störfum. Ellen segir hann hafa innleitt nýjar áherslur í jafnréttismálum fljótlega eftir hrun og liður í þeim áherslum er að endurskoða öll starfsheiti innan samstæðu OR.Vísir/Vilhelm Leiðtoginn, þjónustuliðinn og fleiri Nokkuð hefur verið um það deilt hvort rétt sé að nota orðið leiðtogi sem starfsheiti. OR er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur valið að nota þetta orð í stað annarra. Ellen tekur dæmi: Okkur finnst orðið leiðtogi í mörgum tilfellum endurspegla miklu betur en eldri starfstitlar hvað viðkomandi gerir. Orðið leiðtogi er líka heiti á starfi frekar en ekki kynjagreindur titill. Sem dæmi má nefna breyttum við stöðutitlum allra Verkstjóra yfir í Leiðtoga. Sem endurspeglar betur það hlutverk viðkomandi að ætla að vera leiðandi og hvetja fólk; Færa umboðið til fólksins sem vinnur verkið og valdefla starfsfólk þannig. Verkstjóri er hins vegar karllægur titill stendur meira fyrir það hlutverk að skipa fyrir og úthluta verkefnum.“ Ellen segir samt mikilvægt að hafa í huga að breytingin á verkstjóra yfir í leiðtoga feli fleira í sér. „Þarna erum við í raun með nýja og breytta áherslu í stjórnuninni sjálfri. Þar sem hlutverk viðkomandi á skýrt og greinilega að felast í því að byggja upp og efla starfsfólk, frekar en að skipa fyrir.“ Annað dæmi sem Ellen nefnir tengist áskorun þar sem verið var að þýða starfsheiti frá ensku yfir á íslensku. „Í staðinn fyrir að tala um mannauðssérfræðinga eða mannauðsráðgjafa vildum við ná starfsheiti sem endurspeglaði sambærilegt hlutverk og það sem enska starfsheitið HR Business Partner stendur fyrir. Við vorum heillengi að velta fyrir okkur íslensku heiti því það er eiginlega ekki hægt að þýða þetta beint svo vel takist til. Við enduðum því með að nota orðið Mannauðsleiðtoga því okkur finnst það standa fyrir því hlutverki sem tilteknum starfsmanni er falið að vinna með sinni einingu eða fyrirtæki innan samstæðunnar.“ Þá segir Ellen mörg störf sinna mun fleiru en því sem eldri starfstitlar hafa gefið til kynna. „Til dæmis breyttum við Mötuneytisstarfsmaður í Þjónustuliði aðbúnaðar. Því fólk sem áður skilgreindist sem Mötuneytisstarfsmaður er fólk sem sinnir miklu fleiri verkefnum en að þjónusta mat í mötuneytinu. Þjónustuliði getur verið að þjónusta fyrirtæki innan samsteypunnar með kaffi og aðrar veitingar og jafnvel þrif.“ Við erum ekki starfið okkar Að sögn Ellenar er markmiðið í raun alltaf það sama: Að starfsheitið endurspegli hlutverk viðkomandi og standi sem heiti frekar en titill. „Til að skýra þetta betur út get ég nefnt stöðutitilinn sem var einu sinni Umsjónarmaður fasteigna. Í dag er þetta starfsheiti Umsjón fasteigna. Því fólk er ekki starfið sitt og þess vegna er mikilvægt að starfsheiti standi fyrst og fremst fyrir það hlutverk sem viðkomandi hefur í starfi.“ Aðspurð um breytingar á starfsheitum og Jafnlaunavottunina segir Ellen engin mál hafa komið upp sérstaklega. Samstæðan hafi fengið Jafnlaunavottun árið 2017 og styðjist við sína eigin flokka og mælikvarða til að verðmeta og bera saman störf og hlutverk. Ellen segir hins vegar að Covid hafi breytt mörgu. „Covid leiddi það meðal annars af sér að landamæri eru jafnvel að hverfa. Fólk er farið að vinna meira hvaðan sem er. Þetta þýðir þá líka að vinnustaðir fara í auknum mæli að horfa líka til ráðninga á starfsfólki erlendis og þá er mikilvægt að starfsheitin séu á íslensku og ensku þannig að þau skiljist á sama hátt.“ Ellen segir mikilvægt að fyrirtæki séu ekki feimin við að prófa sig áfram. Þvert á móti eigum við að vera dugleg að prófa okkur áfram og þróast í takt við breytingar í heiminum, í samfélaginu, nýjar kröfur og svo framvegis. Ef það kemur síðan í ljós að ný og betri lausn finnst á einhverjum starfsheitum þá er það bara fínt. Leiðtogi er gott dæmi um starfsheiti sem verið er að nota mikið núna. En ef það breytist eftir einhver ár, þá kemur það bara í ljós.“ Þá segir Ellen mikilvægt að viðhorf til breytinga sé rétt. „Við eigum ekki að breyta breytinganna vegna. En vera óhrædd við að breyta þar sem ávinningurinn af breytingunum er ótvíræður. Það er samt engin ein leið til sem er rétt. Í okkar tilfelli höfum við lagt áherslu á að breytingarnar séu val stjórnenda í fyrirtækjunum eða innan sviða. Eins að stjórnendur nýti sér tækifæri þegar það gefst, til dæmis ef ætlunin er að gera breytingar á starfi. Að tala fyrir þessum breytingum er í raun það verkefni sem okkar starf á sviði Mannauðs- og menningar gengur út á.“ Starfsframi Mannauðsmál Stjórnun Jafnréttismál Góðu ráðin Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Tengdar fréttir „Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“ „Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara. 17. október 2022 07:00 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Samtals eru fyrirtækin sem tilheyra samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) fimm talsins; OR, Orka náttúrunnar, Veitur, Ljósleiðarinn og Carfix. Hjá samstæðunni starfa rúmlega fimmhundruð manns og eru starfsheiti þar 279 talsins. Verulegar breytingar hafa orðið á ýmsum starfsheitum innan samstæðunnar síðustu árin. Til dæmis eru forstöðumenn núna ýmist forstöðumaður, forstöðukona eða forstöðuman. Þá er starfsheitið Leiðtogi orðið algengt og nær til starfa fólks sem ýmist fer fyrir málaflokki eða teymum og er mismunandi hvort viðkomandi er með mannaforráð eða ekki. Í Atvinnulífinu í dag er enn rýnt í starfsheiti og þróun þeirra. Þetta er þriðja og síðasta umfjöllun vikunnar um málefnið en fyrri viðtöl má sjá hér að neðan. Verður auglýst eftir forstjóra/forstýru? Ellen segir vegferðina innan samstæðu OR í raun löngu hafna. Þannig hafi ýmsar breytingar orðið fljótlega eftir hrun þegar Bjarni Bjarnason forstjóri tók við stjórnartaumunum og leiddi af stað breyttar áherslur í jafnréttismálum. Síðan þá hefur ýmislegt gerst segir Ellen, þótt fyrirtækið teljist enn karllægt þar sem konur eru í 30% hlutfalli en karlmenn í 70% hlutfalli. Að þessu sögðu bendir Ellen á að orkugeirinn í heild sinni er mjög karllægur. Liður í þeirri vegferð að auka á jafnrétti kynja og auka á eftirspurn starfsfólks til OR og dótturfyrirtækja sem eftirsóttan og spennandi vinnustað að starfa á, var að endurskoða starfsheiti. „Þetta er gríðarlega flókið verkefni enda stöðutitlar oft svo stór partur af sjálfsmynd fólks en titlar eru samt frekar karllægir. Ég nefni stjóri sem dæmi. Stjóri er sá sem skipar fyrir og úthlutar verkefnum. Felur í sér ákveðið vald og er karllægt orð,“ segir Ellen og bætir við: „Við breyttum þessu þannig að núna erum við með framkvæmdastjóra og framkvæmdastýrur. Það sama gerðum við með stöðugildið forstöðumaður. Þar erum við nú með tilvísun í karlkyn, konur og kynsegin fólk þar sem talað er um forstöðumann, forstöðukonu og forstöðuman.“ En nú eru konur líka menn. Eru allir sammála því að þetta sé rétt breyting? „Það hafa engar breytingar verið gerðar þannig að þær séu settar á sem regla. Heldur frekar sem val. Við erum til dæmis með konur sem titla sig sem forstöðukona en líka með konur sem vilja halda í stöðuheitið sem var og titla sig sem forstöðumaður.“ Ellen segir til dæmis áberandi að ungt fólk er með aðrar áherslur og kröfur en kannski áður gilti. Þess vegna skipti máli að valið sé til staðar. Langtímamarkmiðið sé hins vegar að komast út úr kyngreiningum í starfsheitum. Kyngreining sé til dæmis ekki eins áberandi í enskum starfsheitum. Einfalt dæmi er til dæmis Pilot á ensku, sem er flugmaður á íslensku og svo mætti lengi telja. Þá segir Ellen að liður í því að fylgja eftir þessu verkefni hafi verið breytingar á auglýsingum um störf. „Fyrst þegar við fórum að auglýsa til dæmis framkvæmdastýra/stjóri engum við alls konar viðbrögð. Því fólk hafði mjög misjafnar skoðanir á breytingunum. Í dag þykir þetta eðlilegt og enginn að velta því fyrir sér neitt sérstaklega.“ Nú þegar hefur verið tilkynnt að Bjarni Bjarnason hyggst láta af störfum. Megum við eiga von á því að sjá það starf auglýst sem forstjóri/forstýra? „Hver veit?“ spyr Ellen í léttum dúr: Það er í raun of snemmt að segja til um það. En að mínu mati er mjög mikilvægt fyrir alla þróun og lærdóm að ögra okkur sjálfum og auglýsing um forstjóra/forstýru gæti svo sannarlega flokkast undir það. Hins vegar getur vel verið að markaðurinn sé ekki tilbúinn til að tala um forstýru, að minnsta kosti ekki enn. Þannig að væntanlega verðum við bara að bíða og sjá hvað verður.“ Ellen segir oft snemmt að segja til um með hvaða hætti starf forstjóra OR verður auglýst en þegar hefur verið tilkynnt að Bjarni Bjarnason forstjóri OR hyggst láta af störfum. Ellen segir hann hafa innleitt nýjar áherslur í jafnréttismálum fljótlega eftir hrun og liður í þeim áherslum er að endurskoða öll starfsheiti innan samstæðu OR.Vísir/Vilhelm Leiðtoginn, þjónustuliðinn og fleiri Nokkuð hefur verið um það deilt hvort rétt sé að nota orðið leiðtogi sem starfsheiti. OR er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur valið að nota þetta orð í stað annarra. Ellen tekur dæmi: Okkur finnst orðið leiðtogi í mörgum tilfellum endurspegla miklu betur en eldri starfstitlar hvað viðkomandi gerir. Orðið leiðtogi er líka heiti á starfi frekar en ekki kynjagreindur titill. Sem dæmi má nefna breyttum við stöðutitlum allra Verkstjóra yfir í Leiðtoga. Sem endurspeglar betur það hlutverk viðkomandi að ætla að vera leiðandi og hvetja fólk; Færa umboðið til fólksins sem vinnur verkið og valdefla starfsfólk þannig. Verkstjóri er hins vegar karllægur titill stendur meira fyrir það hlutverk að skipa fyrir og úthluta verkefnum.“ Ellen segir samt mikilvægt að hafa í huga að breytingin á verkstjóra yfir í leiðtoga feli fleira í sér. „Þarna erum við í raun með nýja og breytta áherslu í stjórnuninni sjálfri. Þar sem hlutverk viðkomandi á skýrt og greinilega að felast í því að byggja upp og efla starfsfólk, frekar en að skipa fyrir.“ Annað dæmi sem Ellen nefnir tengist áskorun þar sem verið var að þýða starfsheiti frá ensku yfir á íslensku. „Í staðinn fyrir að tala um mannauðssérfræðinga eða mannauðsráðgjafa vildum við ná starfsheiti sem endurspeglaði sambærilegt hlutverk og það sem enska starfsheitið HR Business Partner stendur fyrir. Við vorum heillengi að velta fyrir okkur íslensku heiti því það er eiginlega ekki hægt að þýða þetta beint svo vel takist til. Við enduðum því með að nota orðið Mannauðsleiðtoga því okkur finnst það standa fyrir því hlutverki sem tilteknum starfsmanni er falið að vinna með sinni einingu eða fyrirtæki innan samstæðunnar.“ Þá segir Ellen mörg störf sinna mun fleiru en því sem eldri starfstitlar hafa gefið til kynna. „Til dæmis breyttum við Mötuneytisstarfsmaður í Þjónustuliði aðbúnaðar. Því fólk sem áður skilgreindist sem Mötuneytisstarfsmaður er fólk sem sinnir miklu fleiri verkefnum en að þjónusta mat í mötuneytinu. Þjónustuliði getur verið að þjónusta fyrirtæki innan samsteypunnar með kaffi og aðrar veitingar og jafnvel þrif.“ Við erum ekki starfið okkar Að sögn Ellenar er markmiðið í raun alltaf það sama: Að starfsheitið endurspegli hlutverk viðkomandi og standi sem heiti frekar en titill. „Til að skýra þetta betur út get ég nefnt stöðutitilinn sem var einu sinni Umsjónarmaður fasteigna. Í dag er þetta starfsheiti Umsjón fasteigna. Því fólk er ekki starfið sitt og þess vegna er mikilvægt að starfsheiti standi fyrst og fremst fyrir það hlutverk sem viðkomandi hefur í starfi.“ Aðspurð um breytingar á starfsheitum og Jafnlaunavottunina segir Ellen engin mál hafa komið upp sérstaklega. Samstæðan hafi fengið Jafnlaunavottun árið 2017 og styðjist við sína eigin flokka og mælikvarða til að verðmeta og bera saman störf og hlutverk. Ellen segir hins vegar að Covid hafi breytt mörgu. „Covid leiddi það meðal annars af sér að landamæri eru jafnvel að hverfa. Fólk er farið að vinna meira hvaðan sem er. Þetta þýðir þá líka að vinnustaðir fara í auknum mæli að horfa líka til ráðninga á starfsfólki erlendis og þá er mikilvægt að starfsheitin séu á íslensku og ensku þannig að þau skiljist á sama hátt.“ Ellen segir mikilvægt að fyrirtæki séu ekki feimin við að prófa sig áfram. Þvert á móti eigum við að vera dugleg að prófa okkur áfram og þróast í takt við breytingar í heiminum, í samfélaginu, nýjar kröfur og svo framvegis. Ef það kemur síðan í ljós að ný og betri lausn finnst á einhverjum starfsheitum þá er það bara fínt. Leiðtogi er gott dæmi um starfsheiti sem verið er að nota mikið núna. En ef það breytist eftir einhver ár, þá kemur það bara í ljós.“ Þá segir Ellen mikilvægt að viðhorf til breytinga sé rétt. „Við eigum ekki að breyta breytinganna vegna. En vera óhrædd við að breyta þar sem ávinningurinn af breytingunum er ótvíræður. Það er samt engin ein leið til sem er rétt. Í okkar tilfelli höfum við lagt áherslu á að breytingarnar séu val stjórnenda í fyrirtækjunum eða innan sviða. Eins að stjórnendur nýti sér tækifæri þegar það gefst, til dæmis ef ætlunin er að gera breytingar á starfi. Að tala fyrir þessum breytingum er í raun það verkefni sem okkar starf á sviði Mannauðs- og menningar gengur út á.“
Starfsframi Mannauðsmál Stjórnun Jafnréttismál Góðu ráðin Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Tengdar fréttir „Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“ „Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara. 17. október 2022 07:00 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“ „Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara. 17. október 2022 07:00
„Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00
Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01
Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01