Tjáningarfrelsi og hatursorðræða Margrét Steinarsdóttir skrifar 28. október 2022 16:30 Ég fyrirlít skoðanir yðar en ég er reiðubúinn til að láta lífið fyrir rétt yðar til að halda þeim fram. Þessi fleygu orð Voltaire nota eflaust allir fyrirlesarar um tjáningarfrelsi á Vesturlöndum enda eiga þau jafn vel við í dag og þá. Tjáningarfrelsið er, líkt og Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að orði, „einn af hornsteinum lýðræðislegs þjóðfélags, eitt af skilyrðum fyrir framþróun þess og að hver og einn geti þroskast“. Tjáningarfrelsið er enda verndað í mörgum alþjóðlegum mannréttindasamningum, s.s. Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og Mannréttindasáttmála Evrópu. Samkvæmt þessum samningum er tjáningarfrelsi rétturinn til þess að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum ásamt því að láta skoðanir og hugsanir sínar í ljós á einn eða annan hátt. Skoðana- og tjáningarfrelsið og rétturinn til frjálsrar sannfæringar er verndað í 73. gr. Stjórnarskrárinnar. Rétturinn til þess að tjá sig er einn og sér ákaflega mikilvægur en hann er einnig mikilvægur í samspili við önnur réttindi. Það felast verulegir þjóðfélagslegir hagsmunir í því að frjáls umræða og opinber skoðanaskipti fái að þrífast og gagnrýni á stjórnvöld veitir nauðsynlegt aðhald í lýðræðisríkjum. Tjáningarfrelsið er þó vandmeðfarið og getur frelsi eins til tjáningar og grundvallarréttur annarra skarast. Því getur verið nauðsynlegt að setja tjáningarfrelsinu ákveðnar skorður vegna hagsmuna þessara einstaklinga eða þjóðfélagslegra hagsmuna. Í 2. mgr. 73. gr. Stjórnarskráarinnar segir að mönnum sé frjálst að láta í ljós hugsanir sínar en þeir skuli ábyrgjast þær fyrir dómi; þannig er gert ráð fyrir því að menn beri ábyrgð á tjáningu sinni og heimilt er að takmarka tjáningarfrelsið eftir að tjáning hefur átt sér stað. Getur þá ábyrgðin verið hvort heldur í formi refsiábyrgðar eða skaðabótaábyrgðar. Í 3. mgr. 73. gr. Stjórnarskrárinnar er að finna heimildir til takmörkunar á tjáningarfrelsinu en það má aðeins skerða með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist skerðingin nauðsynleg og samrýmist lýðræðishefðum. Þegar fjallað er um takmarkanir á tjáningarfrelsinu þarf ávallt að skera úr um það hvort takmarkanirnar séu réttlætanlegar með vísan til þeirra markmiða sem talin eru upp í alþjóðasamningum eins og þeim sem vísað var til hér að framan. Eiga skerðingarákvæði landslaga aðildarríkjanna að vera í samræmi við þessa samninga. Það getur verið flókið að meta réttmæti skerðinga þegar vegast á tjáningarfrelsið og hagsmunir á borð við friðhelgi einkalífs og æruvernd, því þá vegast á tvenn grundvallarréttindi sem vernduð eru af sömu samningum. Túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu á 10. gr. Mannréttindasáttmálans er sú að heildarmat á ummælum og öllum atvikum geti ráðið úrslitum um það hvort takmarkanir á tjáningarfrelsinu teljist réttlætanlegar. Að mati dómstólsins þurfa að vera mjög ríkar ástæður fyrir því að ríki setji takmarkanir á tjáningarfrelsið og enn harðar er tekið á því ef banna á ákveðna tjáningu fyrirfram. Það er fyrst og fremst réttlætanlegt í tilvikum þar sem sýnt er fram á að útbreiðsla tjáningar geti haft óbætanleg skaðleg áhrif. Aðeins er þá um afmörkuð sérgreind tilvik að ræða, t.d. útgáfu rits eða sýningu tiltekinnar kvikmyndar. Almennt væri ekki í lagi að leggja almennt bann við útgáfu eða birtingu efnis af tilteknu tagi og enn síður stæðist það að banna hópi manna aðgang að tilteknum fjölmiðlum, internetinu, upplýsingatækni eða öðrum miðlum til að koma tjáningu sinni á framfæri. Þegar dómstóllinn metur hvort tjáning falli utan verndar 10. gr. lítur hann til þess hvort takmarkanir þær sem ríkið setti á tjáningarfrelsið uppfylli eftirfarandi skilyrði: Mælt var fyrir um takmarkanirnar í lögum með nægilega skýrum hætti. Með takmörkununum er stefnt að einhverju þeirra lögmætu markmiða sem kveðið er á um í 2. mgr. 10. gr. Takmarkanirnar eru nauðsynlegar í lýðræðisþjóðfélagi. Dómstóllinn metur aðstæður í hverju máli fyrir sig og metur tilganginn sem ætlað var að ná fram með tjáningunni, að hverju tjáning laut og í hvaða samhengi/á hvaða vettvangi tjáningin fór fram. Misjafnar skoðanir og jafnvel deilur hafa verið uppi um það hvort tjáning sem felur í sér hvatningu til haturs eigi að njóta verndar ákvæða um tjáningarfrelsi. Alþjóðalög leyfa þó ekki aðeins heldur krefjast þess einnig að ríkin banni ákveðna tegund tjáningar á grundvelli þess að hún grafi undan rétti annarra til að njóta jafnréttis og frelsis frá mismunun og í einstaka tilvikum á þeim grundvelli að það sé nauðsynlegt til verndar allsherjarreglu. Að efla jafnrétti á meðal mannkyns og berjast gegn mismunun er grundvallarhugmynd mannréttinda. Veruleg ógn við þá hugsun er hatursorðræða og hatursáróður sem á sér stað í öllum samfélögum í mismiklum mæli. Hatursorðræða hefur áhrif á og grefur undan rétti annarra til jafnréttis og þess að verða ekki fyrir mismunun. Hatursorðræða sem látin er óáreitt getur haft hrikalegar afleiðingar. Hún til að mynda elur á fordómum og það getur svo leitt til haturs. Slíkt hatur getur með tímanum grafið undan rótum samfélagsins og myndað gjá á milli hópa þess og leitt til samfélagsrofs. Má sem dæmi nefna Þýskaland nasismans og fyrrum Júgóslavíu þar sem fjölmiðlar stríðandi fylkinga jusu hatri yfir önnur þjóðarbrot sem ýtti undir stríðsátökin þar og leiddi til þeirra fjöldamorða sem framin voru. Fjöldi haturs vefsíðna (e. hate sites) hefur margfaldast á síðustu árum og hafa samskiptasíður líkt og Tik tok, Twitter og Facebook ýtt undir þá þróun. Fæstir gera sér grein fyrir að fáein orð á Facebook eða Twitter geta kveikt hugmynd eða sáð fræi í huga manns sem mögulega gengur þegar með einhverjar skaðvænlegar hugmyndir í kollinum. Þörf er á að skýra muninn á hatursáróðri annars vegar og hatursorðræðu hins vegar. Hatursáróður er kerfisbundinn og byggir oft á ákveðinni hugmyndafræði líkt og hatursáróður gegn gyðingum í Þýskalandi nasismans. Hatursorðræða er iðulega sett fram af mörgum ólíkum aðilum sem tengjast ekki endilega á neinn hátt og er því ekki kerfisbundin. Þrátt fyrir það getur hatursorðræða haft mikil áhrif þar eð svo margir ólíkir aðilar á ólíkum stöðum ala á sams konar hatri og fordómum gegn sömu aðilum. Oft eru ekki alveg skýr mörk hér á milli en til að nefna dæmi telst það hatursáróður þegar trúarhópur eða stjórnmálahreyfing standa að kerfisbundnum áróðri gegn ákveðnum hóp eða hópum í samfélaginu, t.d. í gegnum útvarps- eða sjónvarpsstöð. En hatursorðræða getur einnig hæglega komið fram í athugasemdakerfum samskiptavefja. Stjórnmálaflokkar sem hafa útlendingahatur og kynþáttahatur í hugmyndafræði sinni og sem stefnumál, hafa átt auknu fylgi að fagna víðs vegar um heiminn síðustu ár og þannig hefur orðið aukning hatursáróðurs sem ætlað er að hvetja til réttindaskerðingar og mismununar gagnvart ákveðnum hópum samfélagsins. Mikilvægt er því að stjórnvöld og almenningur grípi inn í þessa þróun með reglum, vitundarvakningu og aukinni fræðslu sem hvetur fólk til þess að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum. Allir menn eru frjálsir að hugsunum sínum og á meðan einstaklingur heldur hugsunum sínum fyrir sig, hafa þær ekki áhrif á neina aðra en hann, en um leið og hann setur hugsanir sínar í orð eða hrindir þeim í framkvæmd er líklegt að þessar hugsanir leiði til einhvers. Það er því mikilvægt að taka orð alvarlega og hlusta eftir þeim því nauðsynlegt getur verið að bregðast við þegar orðin hætta að snúast um jákvæða tjáningu eða sköpun en fara þess í stað að níða niður og meiða aðra einstaklinga. Það sem gerir hatursáróður sérstakan eru skilaboðin sem gerandinn sendir til þolenda um stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Orðræða, líkt og svo margt annað í samfélaginu, kemst upp í vana. Við grípum ný orð á lofti og eftir stutta stund eru þau á hvers manns vörum. Og þegar breyta þarf viðhorfum samfélags, boðum og bönnum, eru orðin líka fyrst til þess. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég fyrirlít skoðanir yðar en ég er reiðubúinn til að láta lífið fyrir rétt yðar til að halda þeim fram. Þessi fleygu orð Voltaire nota eflaust allir fyrirlesarar um tjáningarfrelsi á Vesturlöndum enda eiga þau jafn vel við í dag og þá. Tjáningarfrelsið er, líkt og Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að orði, „einn af hornsteinum lýðræðislegs þjóðfélags, eitt af skilyrðum fyrir framþróun þess og að hver og einn geti þroskast“. Tjáningarfrelsið er enda verndað í mörgum alþjóðlegum mannréttindasamningum, s.s. Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og Mannréttindasáttmála Evrópu. Samkvæmt þessum samningum er tjáningarfrelsi rétturinn til þess að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum ásamt því að láta skoðanir og hugsanir sínar í ljós á einn eða annan hátt. Skoðana- og tjáningarfrelsið og rétturinn til frjálsrar sannfæringar er verndað í 73. gr. Stjórnarskrárinnar. Rétturinn til þess að tjá sig er einn og sér ákaflega mikilvægur en hann er einnig mikilvægur í samspili við önnur réttindi. Það felast verulegir þjóðfélagslegir hagsmunir í því að frjáls umræða og opinber skoðanaskipti fái að þrífast og gagnrýni á stjórnvöld veitir nauðsynlegt aðhald í lýðræðisríkjum. Tjáningarfrelsið er þó vandmeðfarið og getur frelsi eins til tjáningar og grundvallarréttur annarra skarast. Því getur verið nauðsynlegt að setja tjáningarfrelsinu ákveðnar skorður vegna hagsmuna þessara einstaklinga eða þjóðfélagslegra hagsmuna. Í 2. mgr. 73. gr. Stjórnarskráarinnar segir að mönnum sé frjálst að láta í ljós hugsanir sínar en þeir skuli ábyrgjast þær fyrir dómi; þannig er gert ráð fyrir því að menn beri ábyrgð á tjáningu sinni og heimilt er að takmarka tjáningarfrelsið eftir að tjáning hefur átt sér stað. Getur þá ábyrgðin verið hvort heldur í formi refsiábyrgðar eða skaðabótaábyrgðar. Í 3. mgr. 73. gr. Stjórnarskrárinnar er að finna heimildir til takmörkunar á tjáningarfrelsinu en það má aðeins skerða með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist skerðingin nauðsynleg og samrýmist lýðræðishefðum. Þegar fjallað er um takmarkanir á tjáningarfrelsinu þarf ávallt að skera úr um það hvort takmarkanirnar séu réttlætanlegar með vísan til þeirra markmiða sem talin eru upp í alþjóðasamningum eins og þeim sem vísað var til hér að framan. Eiga skerðingarákvæði landslaga aðildarríkjanna að vera í samræmi við þessa samninga. Það getur verið flókið að meta réttmæti skerðinga þegar vegast á tjáningarfrelsið og hagsmunir á borð við friðhelgi einkalífs og æruvernd, því þá vegast á tvenn grundvallarréttindi sem vernduð eru af sömu samningum. Túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu á 10. gr. Mannréttindasáttmálans er sú að heildarmat á ummælum og öllum atvikum geti ráðið úrslitum um það hvort takmarkanir á tjáningarfrelsinu teljist réttlætanlegar. Að mati dómstólsins þurfa að vera mjög ríkar ástæður fyrir því að ríki setji takmarkanir á tjáningarfrelsið og enn harðar er tekið á því ef banna á ákveðna tjáningu fyrirfram. Það er fyrst og fremst réttlætanlegt í tilvikum þar sem sýnt er fram á að útbreiðsla tjáningar geti haft óbætanleg skaðleg áhrif. Aðeins er þá um afmörkuð sérgreind tilvik að ræða, t.d. útgáfu rits eða sýningu tiltekinnar kvikmyndar. Almennt væri ekki í lagi að leggja almennt bann við útgáfu eða birtingu efnis af tilteknu tagi og enn síður stæðist það að banna hópi manna aðgang að tilteknum fjölmiðlum, internetinu, upplýsingatækni eða öðrum miðlum til að koma tjáningu sinni á framfæri. Þegar dómstóllinn metur hvort tjáning falli utan verndar 10. gr. lítur hann til þess hvort takmarkanir þær sem ríkið setti á tjáningarfrelsið uppfylli eftirfarandi skilyrði: Mælt var fyrir um takmarkanirnar í lögum með nægilega skýrum hætti. Með takmörkununum er stefnt að einhverju þeirra lögmætu markmiða sem kveðið er á um í 2. mgr. 10. gr. Takmarkanirnar eru nauðsynlegar í lýðræðisþjóðfélagi. Dómstóllinn metur aðstæður í hverju máli fyrir sig og metur tilganginn sem ætlað var að ná fram með tjáningunni, að hverju tjáning laut og í hvaða samhengi/á hvaða vettvangi tjáningin fór fram. Misjafnar skoðanir og jafnvel deilur hafa verið uppi um það hvort tjáning sem felur í sér hvatningu til haturs eigi að njóta verndar ákvæða um tjáningarfrelsi. Alþjóðalög leyfa þó ekki aðeins heldur krefjast þess einnig að ríkin banni ákveðna tegund tjáningar á grundvelli þess að hún grafi undan rétti annarra til að njóta jafnréttis og frelsis frá mismunun og í einstaka tilvikum á þeim grundvelli að það sé nauðsynlegt til verndar allsherjarreglu. Að efla jafnrétti á meðal mannkyns og berjast gegn mismunun er grundvallarhugmynd mannréttinda. Veruleg ógn við þá hugsun er hatursorðræða og hatursáróður sem á sér stað í öllum samfélögum í mismiklum mæli. Hatursorðræða hefur áhrif á og grefur undan rétti annarra til jafnréttis og þess að verða ekki fyrir mismunun. Hatursorðræða sem látin er óáreitt getur haft hrikalegar afleiðingar. Hún til að mynda elur á fordómum og það getur svo leitt til haturs. Slíkt hatur getur með tímanum grafið undan rótum samfélagsins og myndað gjá á milli hópa þess og leitt til samfélagsrofs. Má sem dæmi nefna Þýskaland nasismans og fyrrum Júgóslavíu þar sem fjölmiðlar stríðandi fylkinga jusu hatri yfir önnur þjóðarbrot sem ýtti undir stríðsátökin þar og leiddi til þeirra fjöldamorða sem framin voru. Fjöldi haturs vefsíðna (e. hate sites) hefur margfaldast á síðustu árum og hafa samskiptasíður líkt og Tik tok, Twitter og Facebook ýtt undir þá þróun. Fæstir gera sér grein fyrir að fáein orð á Facebook eða Twitter geta kveikt hugmynd eða sáð fræi í huga manns sem mögulega gengur þegar með einhverjar skaðvænlegar hugmyndir í kollinum. Þörf er á að skýra muninn á hatursáróðri annars vegar og hatursorðræðu hins vegar. Hatursáróður er kerfisbundinn og byggir oft á ákveðinni hugmyndafræði líkt og hatursáróður gegn gyðingum í Þýskalandi nasismans. Hatursorðræða er iðulega sett fram af mörgum ólíkum aðilum sem tengjast ekki endilega á neinn hátt og er því ekki kerfisbundin. Þrátt fyrir það getur hatursorðræða haft mikil áhrif þar eð svo margir ólíkir aðilar á ólíkum stöðum ala á sams konar hatri og fordómum gegn sömu aðilum. Oft eru ekki alveg skýr mörk hér á milli en til að nefna dæmi telst það hatursáróður þegar trúarhópur eða stjórnmálahreyfing standa að kerfisbundnum áróðri gegn ákveðnum hóp eða hópum í samfélaginu, t.d. í gegnum útvarps- eða sjónvarpsstöð. En hatursorðræða getur einnig hæglega komið fram í athugasemdakerfum samskiptavefja. Stjórnmálaflokkar sem hafa útlendingahatur og kynþáttahatur í hugmyndafræði sinni og sem stefnumál, hafa átt auknu fylgi að fagna víðs vegar um heiminn síðustu ár og þannig hefur orðið aukning hatursáróðurs sem ætlað er að hvetja til réttindaskerðingar og mismununar gagnvart ákveðnum hópum samfélagsins. Mikilvægt er því að stjórnvöld og almenningur grípi inn í þessa þróun með reglum, vitundarvakningu og aukinni fræðslu sem hvetur fólk til þess að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum. Allir menn eru frjálsir að hugsunum sínum og á meðan einstaklingur heldur hugsunum sínum fyrir sig, hafa þær ekki áhrif á neina aðra en hann, en um leið og hann setur hugsanir sínar í orð eða hrindir þeim í framkvæmd er líklegt að þessar hugsanir leiði til einhvers. Það er því mikilvægt að taka orð alvarlega og hlusta eftir þeim því nauðsynlegt getur verið að bregðast við þegar orðin hætta að snúast um jákvæða tjáningu eða sköpun en fara þess í stað að níða niður og meiða aðra einstaklinga. Það sem gerir hatursáróður sérstakan eru skilaboðin sem gerandinn sendir til þolenda um stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Orðræða, líkt og svo margt annað í samfélaginu, kemst upp í vana. Við grípum ný orð á lofti og eftir stutta stund eru þau á hvers manns vörum. Og þegar breyta þarf viðhorfum samfélags, boðum og bönnum, eru orðin líka fyrst til þess. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun